Snapchat gagnrýnt fyrir upplýsingaöflun Samúel Karl Ólafsson skrifar 23. nóvember 2014 10:00 Sæta gagnrýni Evan Spiegel er einn stofnenda og framkvæmdastjóri Snapchat. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar hafa lengi gagnrýnt myndskilaboðaforritið Snapchat fyrir viðhorfið sem þar ríkir til öryggis persónuupplýsinga og segja það gefa notendum skakka mynd af öryggi forritsins. Hakkarar hafa komist yfir gögn frá Snapchat og fyrirtækið hefur nú bannað notendum að nýta forrit sem vistar skilaboð úr Snapchat. Snapchat leit dagsins ljós í september 2011, en eftir erfiða byrjun hefur notendum fjölgað gífurlega hratt. Í lok ágúst síðastliðsins fór notendafjöldi forritsins yfir hundrað milljónir. Ungt fólk hefur sérstaklega snúið sér að forritinu í miklum mæli og þá yfirgefið Facebook í leiðinni. Unglingar virðast hafa áttað sig á því að það sem sett er á samfélagsmiðla, gott eða slæmt, er þar að eilífu. Snapchat býður upp á nýjan möguleika; að senda myndir og myndbönd, sem eyðast sjálfkrafa. Þó eru uppi ásakanir um að myndirnar eyðist í raun og veru ekki. Hakkarar nýttu sér leiðir sem höfðu verið opnaðar af öðrum forritum sem tengdust Snapchat til að stela þúsundum mynda sem sendar höfðu verið með forritinu, og birtu þær í október. Nú á dögunum bannaði fyrirtækið notendum að nota slík forrit og sagði að þeim notendum sem gera það yrði ekki leyft að nota Snapchat. Þá stálu hakkarar um 4,6 milljónum notendanafna og símanúmerum úr vefþjónum Snapchat í byrjun ársins og birtu á netinu. Fyrr á árinu komst Snapchat að samkomulagi við stofnunina Federal Trade Commision í Bandaríkjunum. Stofnunin hafði kært fyrirtækið vegna þess að upplýsingum væri safnað um notendur Snapchat sem bryti í bága við stefnu fyrirtækisins. Sögðu þau vandann vera að auðvelt væri að vista efni sem sent er með Snapchat. Fyrirtækið þurfti hvorki að viðurkenna sök né greiða sekt, en óháðir aðilar munu vakta skilmála forritsins sem varða vernd persónuupplýsinga í tuttugu ár. Vegna samkomulagsins endurskoðaði fyrirtækið stefnu sína og breytti henni í kjölfarið. Við breytingarnar kom í ljós að fyrirtækið safnar gífurlegum upplýsingum um notendur Snapchat. Meðal annars safnar fyrirtækið upplýsingum úr símaskrám notenda og gögnum um netnotkun þeirra. Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Öryggissérfræðingar hafa lengi gagnrýnt myndskilaboðaforritið Snapchat fyrir viðhorfið sem þar ríkir til öryggis persónuupplýsinga og segja það gefa notendum skakka mynd af öryggi forritsins. Hakkarar hafa komist yfir gögn frá Snapchat og fyrirtækið hefur nú bannað notendum að nýta forrit sem vistar skilaboð úr Snapchat. Snapchat leit dagsins ljós í september 2011, en eftir erfiða byrjun hefur notendum fjölgað gífurlega hratt. Í lok ágúst síðastliðsins fór notendafjöldi forritsins yfir hundrað milljónir. Ungt fólk hefur sérstaklega snúið sér að forritinu í miklum mæli og þá yfirgefið Facebook í leiðinni. Unglingar virðast hafa áttað sig á því að það sem sett er á samfélagsmiðla, gott eða slæmt, er þar að eilífu. Snapchat býður upp á nýjan möguleika; að senda myndir og myndbönd, sem eyðast sjálfkrafa. Þó eru uppi ásakanir um að myndirnar eyðist í raun og veru ekki. Hakkarar nýttu sér leiðir sem höfðu verið opnaðar af öðrum forritum sem tengdust Snapchat til að stela þúsundum mynda sem sendar höfðu verið með forritinu, og birtu þær í október. Nú á dögunum bannaði fyrirtækið notendum að nota slík forrit og sagði að þeim notendum sem gera það yrði ekki leyft að nota Snapchat. Þá stálu hakkarar um 4,6 milljónum notendanafna og símanúmerum úr vefþjónum Snapchat í byrjun ársins og birtu á netinu. Fyrr á árinu komst Snapchat að samkomulagi við stofnunina Federal Trade Commision í Bandaríkjunum. Stofnunin hafði kært fyrirtækið vegna þess að upplýsingum væri safnað um notendur Snapchat sem bryti í bága við stefnu fyrirtækisins. Sögðu þau vandann vera að auðvelt væri að vista efni sem sent er með Snapchat. Fyrirtækið þurfti hvorki að viðurkenna sök né greiða sekt, en óháðir aðilar munu vakta skilmála forritsins sem varða vernd persónuupplýsinga í tuttugu ár. Vegna samkomulagsins endurskoðaði fyrirtækið stefnu sína og breytti henni í kjölfarið. Við breytingarnar kom í ljós að fyrirtækið safnar gífurlegum upplýsingum um notendur Snapchat. Meðal annars safnar fyrirtækið upplýsingum úr símaskrám notenda og gögnum um netnotkun þeirra.
Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira