Þá lék Chuck, eins og hann er kallaður, með Þór og náði ekki að skora eitt einasta mark í Pepsi-deildinni. Hann er nú búinn að fara í aðgerð þó svo íslenskir læknar hafi gert lítið úr hans meiðslum, að eigin sögn, síðasta sumar.
„Það þarf að segja sannleikann. Þeir sögðu að meiðslin væru ekki alvarleg. Ég reyndi að spila þrátt fyrir meiðslin en mér leið aldrei vel. Ég var ekki nálægt því einu sinni," skrifar framherjinn á Instagram-síðu sína og heldur áfram.
„Ég lét margoft skoða meiðslin en það var alltaf gert lítið úr þessu. Þeir sögðu að þetta ætti að lagast með meðferð og hvíld. Ég gerði það og vildi svo sannarlega treysta því sem við mig var sagt. Verst af öllu er þegar stuðningsmenn liðsins efast um heilindi mín og trúa öllu kjaftæðinu í fjölmiðlum."
Leikmaðurinn skrifar svo um að hann hafi hitt sína lækna sem ættu engra hagsmuna að gæta. Það hafi endað með því að hann hafi farið í aðgerð en segir ekki hverslags aðgerð hann hafi farið í.
Hann þakkar Guði fyrir að hafa hitt sína lækna og segist ætla að koma sterkari til baka.