Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. janúar 2015 14:08 Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, segir að efnahagsáætlunina verða hrint í framkvæmd í mars. Vísir/AFP Seðlabanki Evrópu tilkynnti fyrr í dag að hann muni dæla milljörðum evra inn í hagkerfi evrusvæðisins til að örva það. Seðlabanki Evrópu mun kaupa ríkisskuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. Það eru mun umfangsmeiri viðskipti en áður hafði verið talið að bankinn myndi ráðast í. Financial Times fullyrti til dæmis í gær að kaupin myndu nema 50 milljörðum. Seðlabanki Evrópu segir einnig að vöxtum bankans verði haldið í 0,05 prósentum, eins og þeir hafa verið allt frá því í september 2014. Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, segir að þessari efnahagsáætlun verði hrint í framkvæmd í mars. Draghi segir að markmiðið með þessari efnahagsáætlun sé að halda verðbólgu í Evrópu rétt undir tveimur prósentum. Með aðgerðurm sínum hyggst Seðlabanki Evrópu draga úr lánskostnaði, sem verði hvatning fyrir banka til að lána meira og einnig að hvatning til meiri einkaneyslu.Í frétt á vef BBC segir að þessi aðferðarfræði virðist hafa virkað vel í Bandaríkjunum, sem greip til magnbundinnar íhlutunar á árunum 2008 til 2014. Bretland og Japan hafa einnig keypt skuldabréf í ríku mæli. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Seðlabanki Evrópu tilkynnti fyrr í dag að hann muni dæla milljörðum evra inn í hagkerfi evrusvæðisins til að örva það. Seðlabanki Evrópu mun kaupa ríkisskuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. Það eru mun umfangsmeiri viðskipti en áður hafði verið talið að bankinn myndi ráðast í. Financial Times fullyrti til dæmis í gær að kaupin myndu nema 50 milljörðum. Seðlabanki Evrópu segir einnig að vöxtum bankans verði haldið í 0,05 prósentum, eins og þeir hafa verið allt frá því í september 2014. Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, segir að þessari efnahagsáætlun verði hrint í framkvæmd í mars. Draghi segir að markmiðið með þessari efnahagsáætlun sé að halda verðbólgu í Evrópu rétt undir tveimur prósentum. Með aðgerðurm sínum hyggst Seðlabanki Evrópu draga úr lánskostnaði, sem verði hvatning fyrir banka til að lána meira og einnig að hvatning til meiri einkaneyslu.Í frétt á vef BBC segir að þessi aðferðarfræði virðist hafa virkað vel í Bandaríkjunum, sem greip til magnbundinnar íhlutunar á árunum 2008 til 2014. Bretland og Japan hafa einnig keypt skuldabréf í ríku mæli.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira