Microsoft ætlar sér að koma gleraugunum á markað innan nokkurra ára.
Hér má sjá kynningu Microsoft í heild sinni.
Blaðamaður Wired, fékk að prófa gleraugun, en hann segir HoloLens „plata“ heila notenda til að horfa á ljós á skjá, en sjá það sem fast efni.
Þegar hann kynnti sér HoloLens í höfuðstöðvum Microsoft fékk hann það verkefni að tengja ljósrofa og festa á vegg, með því að nota gleraugun. Þegar hann setti þau á höfuðið, birtist rafvirki á skjá fyrir framan hann.
Rafvirkinn gat séð allt það sem blaðamaðurinn sá og leiðbeindi honum í því að tengja ljósrofann. Þar að auki gat hann teiknað örvar og leiðbeiningar, sem blaðamaðurinn sá sem heilmyndir við ljósrofann.
„Fimm mínútum seinna ýti ég á takkann og ljósin kvikna.“