Haraldur Freyr Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við lið Keflavíkur í Pepsi-deild karla. Nýi samningurinn gildir til haustsins 2016. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.
Haraldur er fyrirliði Keflavíkur en hann er uppalinn hjá félaginu og þreytti frumraun sína með meistaraflokki árið 1999. Síðan þá hefur hann leikið tæplega 200 deildar- og bikarleiki með Keflavík. Hann varð bikarmeistari með liðinu 2004.
Haraldur, sem er 33 ára, lék sem atvinnumaður um tíma, bæði í Noregi og á Kýpur. Þá hefur hann leikið með öllum yngri landsliðum Íslands auk þess sem hann á að baki tvo leiki með A-landsliðinu.
Keflavík endaði í 8. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Þá komust Keflvíkingar í úrslitaleik Borgunarbikarsins þar sem þeir biðu lægri hlut fyrir KR, 2-1.
Fyrirliðinn framlengdi við Keflavík

Tengdar fréttir

Sonur Rúna Júl ætlar að velta sitjandi stjórn Keflavíkur úr sessi
Það verður hörð barátta um formannssætið í knattspyrnudeild Keflavíkur á aðalfundi hennar í kvöld.

Elías Már til Vålerenga
Efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar á leið í atvinnumennsku.

Þorsteinn stóðst áhlaupið á fjölmennum aðalfundi
Yfir 220 manns mættu á aðalfund knattspyrnudeildar Keflavíkur í kvöld. Til samanburðar mættu 22 í fyrra og það var met.