„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ ingvar haraldsson skrifar 9. febrúar 2015 14:57 Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“ vísir/gva Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“Í samtali við RÚV sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að málið hafi þvælst allt of lengi hjá skattrannsóknarstjóra. En Bjarni bætti við: „...auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ Embætti skattrannsóknarstjóra hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um talsverða hríð um kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Þær viðræður virðast hafa strandað á að aðilinn sættir sig ekki við árangurstengdar greiðslur fyrir gögnin.Hagnaður sjóðsins gæti orðið 4 milljarðarGunnar Smári nefnir 200 milljónir sem mögulegt kaupverð en viðurkennir þó að hugsanlegt kaupverð hafi hvergi komið fram. Listinn væri svo seldur áfram til skattrannsóknarstjóra gegn 20 prósent þóknun á nýjum skattálögum og sektum á þá sem séu á listanum. Gunnar Smári bendir á að Þjóðverjar hafi keypt sambærilegan lista á 20 milljónir evra, rúma 3 milljarðar íslenskra króna en listinn hafi gefið af sér nýjar skatttekjur upp á 2 milljarða evra, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um kaup á eigum Íslendinga í skattaskjólum um talsverða hríð.„Hagnaður sjóðsins á nokkrum árum gæti því orðið á nokkrum árum nálægt 4 milljörðum króna. Það er góð ávöxtun,“ segir Gunnar Smári.Ekkert flókið eða erfitt við að kaupa gögninGunnar Smári segir að kaupin hafi verið flækt óþarflega í athugasemd við færsluna. Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða og kaupa gögnin. „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista. Skattayfirvöld um allan heim hafa gert það og uppskorið ríflega. Þetta tal sjálfstæðismanna um að þeir vilji ekki eiga viðskipti við vafasamt fólk er hlægilegt. Sjálfstæðismenn hafa ekki átt í vandræðum með það hingað til, ef hið vafasama fólk er þeirra eigið fólk,“ segir Gunnar Smári.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi seinagang við kaup á gögnunum í Fréttablaðinu í dag. „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ sagði Birgitta. Post by Gunnar Smári Egilsson. Tengdar fréttir Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, leggur til í færslu á Facebook síðu sinni að sjóður verði stofnaður til að kaupa gögn yfir eigur Íslendinga í erlendum skattaskjólum af aðila sem hann segir að sé „of skuggalegur fyrir Bjarna Ben.“Í samtali við RÚV sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að málið hafi þvælst allt of lengi hjá skattrannsóknarstjóra. En Bjarni bætti við: „...auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ Embætti skattrannsóknarstjóra hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um talsverða hríð um kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Þær viðræður virðast hafa strandað á að aðilinn sættir sig ekki við árangurstengdar greiðslur fyrir gögnin.Hagnaður sjóðsins gæti orðið 4 milljarðarGunnar Smári nefnir 200 milljónir sem mögulegt kaupverð en viðurkennir þó að hugsanlegt kaupverð hafi hvergi komið fram. Listinn væri svo seldur áfram til skattrannsóknarstjóra gegn 20 prósent þóknun á nýjum skattálögum og sektum á þá sem séu á listanum. Gunnar Smári bendir á að Þjóðverjar hafi keypt sambærilegan lista á 20 milljónir evra, rúma 3 milljarðar íslenskra króna en listinn hafi gefið af sér nýjar skatttekjur upp á 2 milljarða evra, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur átt í viðræðum við erlendan aðila um kaup á eigum Íslendinga í skattaskjólum um talsverða hríð.„Hagnaður sjóðsins á nokkrum árum gæti því orðið á nokkrum árum nálægt 4 milljörðum króna. Það er góð ávöxtun,“ segir Gunnar Smári.Ekkert flókið eða erfitt við að kaupa gögninGunnar Smári segir að kaupin hafi verið flækt óþarflega í athugasemd við færsluna. Íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða og kaupa gögnin. „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista. Skattayfirvöld um allan heim hafa gert það og uppskorið ríflega. Þetta tal sjálfstæðismanna um að þeir vilji ekki eiga viðskipti við vafasamt fólk er hlægilegt. Sjálfstæðismenn hafa ekki átt í vandræðum með það hingað til, ef hið vafasama fólk er þeirra eigið fólk,“ segir Gunnar Smári.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi seinagang við kaup á gögnunum í Fréttablaðinu í dag. „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ sagði Birgitta. Post by Gunnar Smári Egilsson.
Tengdar fréttir Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23