Kvikmyndastjörnur og íþróttamenn í leynigögnum HSBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 12:20 Christian Slater, Elle MacPherson, Fernando Alonso og Phil Collins voru í viðskiptum við HSBC. Vísir Það kennir ýmissa grasa í gögnum HSBC sem afhjúpuð voru um helgina og leiða í ljós að fjölmargir viðskiptavinir bankans fengu aðstoð við að skjóta undan skatti og fela eignir sínar fyrir yfirvöldum. Svo virðist sem að bankinn hafi verið vinsæll á meðal fræga og ríka fólksins. Leikarinn Christian Slater tengist reikningi í bankanum sem heitir "Captain Kirk”, eftir Star Trek-kafteininum. Reikningurinn var opnaður 1996 og lokað aftur árið 1997 en ekki kemur fram í gögnunum hvernig Slater tengist reikningnum. Phil Collins, tónlistarmaður, var skráður fyrir sjö bankareikningum hjá HSBC en fyrsta reikninginn opnaði hann árið 2000. Á árunum 2006-2007 var hæsta innistæðan á reikningunum rúmir 270.000 dollarar. Fyrirsætan og leikkonan Elle MacPherson tengdist sjö reikningum og var skráð fyrir fimm af þeim. Árið 2008 voru fjórir reikningar enn virkir og nam innistæðan á þeim öllum samtals 12,2 milljónum dollara.Valentino með meira en 100 milljónir dollara inni á níu bankareikningum Knattspyrnumaðurinn Diego Forlán fór í viðskipti hjá HSBC árið 2006 þegar hann spilaði með Villarreal á Spáni. Hann tengdist alls fjórum bankareikningum með innistæðum upp á alls 1,4 milljónir dala en ekkert kemur fram í skjölunum hvernig Forlán tengdist reikningunum. Þá var Formúlu 1-ökumaðurinn Fernando Alonso einnig í viðskiptum við HSBC frá árinu 2002. Hann tengdist samtals fjórum reikningum með innistæðu upp á samtals 42 milljónir bandaríkjadala en ekki er nákvæmlega gefið upp hvernig ökumaðurinn kom að reikningunum. Fatahönnuðurinn Diane Von Fürstenberg tengdist fjórum reikningum hjá HSBC. Tveir þeirra voru opnaðir 1988 og svo lokað 1996 og 2002. Einn var opnaður árið 1994 og lokað átta árum síðar en móðir fatahönnuðarins var skráð fyrir einum reikningnum sem enn var opinn á árunum 2006-2007. Innistæðan á honum nam rúmum 6 milljónum dollara. Ítalski fatahönnuðurinn Valentino fór í viðskipti hjá HSBC árið 2000. Hann tengdist að minnsta kosti níu reikningum með heildarinnistæðu upp á meira en 100 milljónir dollara. Tengdar fréttir Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í gögnum HSBC sem afhjúpuð voru um helgina og leiða í ljós að fjölmargir viðskiptavinir bankans fengu aðstoð við að skjóta undan skatti og fela eignir sínar fyrir yfirvöldum. Svo virðist sem að bankinn hafi verið vinsæll á meðal fræga og ríka fólksins. Leikarinn Christian Slater tengist reikningi í bankanum sem heitir "Captain Kirk”, eftir Star Trek-kafteininum. Reikningurinn var opnaður 1996 og lokað aftur árið 1997 en ekki kemur fram í gögnunum hvernig Slater tengist reikningnum. Phil Collins, tónlistarmaður, var skráður fyrir sjö bankareikningum hjá HSBC en fyrsta reikninginn opnaði hann árið 2000. Á árunum 2006-2007 var hæsta innistæðan á reikningunum rúmir 270.000 dollarar. Fyrirsætan og leikkonan Elle MacPherson tengdist sjö reikningum og var skráð fyrir fimm af þeim. Árið 2008 voru fjórir reikningar enn virkir og nam innistæðan á þeim öllum samtals 12,2 milljónum dollara.Valentino með meira en 100 milljónir dollara inni á níu bankareikningum Knattspyrnumaðurinn Diego Forlán fór í viðskipti hjá HSBC árið 2006 þegar hann spilaði með Villarreal á Spáni. Hann tengdist alls fjórum bankareikningum með innistæðum upp á alls 1,4 milljónir dala en ekkert kemur fram í skjölunum hvernig Forlán tengdist reikningunum. Þá var Formúlu 1-ökumaðurinn Fernando Alonso einnig í viðskiptum við HSBC frá árinu 2002. Hann tengdist samtals fjórum reikningum með innistæðu upp á samtals 42 milljónir bandaríkjadala en ekki er nákvæmlega gefið upp hvernig ökumaðurinn kom að reikningunum. Fatahönnuðurinn Diane Von Fürstenberg tengdist fjórum reikningum hjá HSBC. Tveir þeirra voru opnaðir 1988 og svo lokað 1996 og 2002. Einn var opnaður árið 1994 og lokað átta árum síðar en móðir fatahönnuðarins var skráð fyrir einum reikningnum sem enn var opinn á árunum 2006-2007. Innistæðan á honum nam rúmum 6 milljónum dollara. Ítalski fatahönnuðurinn Valentino fór í viðskipti hjá HSBC árið 2000. Hann tengdist að minnsta kosti níu reikningum með heildarinnistæðu upp á meira en 100 milljónir dollara.
Tengdar fréttir Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07
HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54