Miði og Pyngjan í samstarf Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2015 17:03 Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra kampakát ásamt Dagnýju Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra og eiganda DH Samskipta. Midi.is og Pyngjan standa nú í samstarfi um miðakaup og á næstu dögum munu viðskiptavinir Midi.is geta grett fyrir miða með farsímum sínum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra, keypti sér fyrsta miðann með alíslensku farsímaappi á UT messunni í Hörpu í dag. Samkvæmt tilkynningu var miðinn var keyptur í tilefni opnunar á þessum nýja greiðslumöguleika á vefnum. „Appið kallast Pyngjan en nýsköpunarfyrirtækið DH Samskipti setti það nýlega á markað. Söluaðilar og notendur eru afskaplega ánægðir með þessa nýjung og fjölgar samstarfsaðilum stöðugt. Appið virkar sem greiðslumiðill í farsíma og leysir af hólmi posa og kortagreiðslur. Pyngjan styður bæði Apple og Android síma og er mjög einfalt í notkun,“ segir í tilkynningunni. „Fyllsta öryggis er gætt í samskiptum á milli aðila en til að virkja greiðslukortið í Pyngjunni er virkjunarkóði sendur í netbanka korthafans. Notandi býr til lykilnúmer en einnig er mögulegt að auka öryggi enn frekar með því að læsa Pyngjunni og búa til aðgangsorð. Notandi getur hvenær sem er afskráð greiðslukort í Pyngjunni og þá hverfur kortið úr appinu. Ef síminn týnist eða honum er stolið er mögulegt að afskrá kortið á vefnum.” segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH Samskipta. „Við fögnum þessari spennandi lausn sem styður vel við þá þróunarvinnu sem Midi.is hefur staðið í síðastliðna mánuði, m.a. með tilkomu nýrrar og aðgengilegri vefsíðu sem þjónar miðakaupendum betur hvar sem er og hvenær sem er, hvort sem þeir eru að kaupa sér miða í gegnum snjalltæki eða borðtölvu. Pyngjan smell passar inn í þessa hugmyndafræði og býður auk þess upp á marga spennandi möguleika sem munu nýtast miðakaupendum enn frekar,“ segir Ragnar Árnason, framkvæmdastjóri midi.is. Öll samskipti á milli farsíma og færsluhirðis eru læst og dulkóðuð. Pyngjan hefur engin samskipti við búnað söluaðila og upplýsingar um korthafa eru ekki geymdar hjá söluaðila. Greiðslukortanúmer geymast ekki í forritinu sjálfu en upplýsingarnar um kortanotkun eru varðveittar í Pyngjunni. Ef appinu er eytt hverfa þessar upplýsingar. Tækni Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Midi.is og Pyngjan standa nú í samstarfi um miðakaup og á næstu dögum munu viðskiptavinir Midi.is geta grett fyrir miða með farsímum sínum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra, keypti sér fyrsta miðann með alíslensku farsímaappi á UT messunni í Hörpu í dag. Samkvæmt tilkynningu var miðinn var keyptur í tilefni opnunar á þessum nýja greiðslumöguleika á vefnum. „Appið kallast Pyngjan en nýsköpunarfyrirtækið DH Samskipti setti það nýlega á markað. Söluaðilar og notendur eru afskaplega ánægðir með þessa nýjung og fjölgar samstarfsaðilum stöðugt. Appið virkar sem greiðslumiðill í farsíma og leysir af hólmi posa og kortagreiðslur. Pyngjan styður bæði Apple og Android síma og er mjög einfalt í notkun,“ segir í tilkynningunni. „Fyllsta öryggis er gætt í samskiptum á milli aðila en til að virkja greiðslukortið í Pyngjunni er virkjunarkóði sendur í netbanka korthafans. Notandi býr til lykilnúmer en einnig er mögulegt að auka öryggi enn frekar með því að læsa Pyngjunni og búa til aðgangsorð. Notandi getur hvenær sem er afskráð greiðslukort í Pyngjunni og þá hverfur kortið úr appinu. Ef síminn týnist eða honum er stolið er mögulegt að afskrá kortið á vefnum.” segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH Samskipta. „Við fögnum þessari spennandi lausn sem styður vel við þá þróunarvinnu sem Midi.is hefur staðið í síðastliðna mánuði, m.a. með tilkomu nýrrar og aðgengilegri vefsíðu sem þjónar miðakaupendum betur hvar sem er og hvenær sem er, hvort sem þeir eru að kaupa sér miða í gegnum snjalltæki eða borðtölvu. Pyngjan smell passar inn í þessa hugmyndafræði og býður auk þess upp á marga spennandi möguleika sem munu nýtast miðakaupendum enn frekar,“ segir Ragnar Árnason, framkvæmdastjóri midi.is. Öll samskipti á milli farsíma og færsluhirðis eru læst og dulkóðuð. Pyngjan hefur engin samskipti við búnað söluaðila og upplýsingar um korthafa eru ekki geymdar hjá söluaðila. Greiðslukortanúmer geymast ekki í forritinu sjálfu en upplýsingarnar um kortanotkun eru varðveittar í Pyngjunni. Ef appinu er eytt hverfa þessar upplýsingar.
Tækni Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira