Primera Air segist áskilja sér rétt til að höfða mál gegn ASÍ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 19:21 Flugvél frá Primera Air. Vísir/Hörður Stjórnendur Primera Air segja yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands frá því fyrr í dag vera furðulega, óréttmæta og villandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að ASÍ hafi ekki byggt ályktun sína á neinni sérstakri vitneskju, þekkingu eða staðreyndum.Miðstjórn ASÍ mótmælti í dag harðlega því sem sambandið kallaði aðför Primera Air að réttindum launafólks. Sagði sambandið í ályktun að flugfélagið byggi starfsemi sína frá Íslandi „á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvéla sem notaðar eru í rekstri félagsins“. Primera hafnar ásökunum ASÍ og segir sambandið ekki hafa reynt að afla upplýsinga um starfsemina. „ASÍ hefur ekki sett sig í samband við Primera Air hvorki fyrr né síðar til að afla upplýsinga og sætir það furðu að það hafi ekki gerst þegar haft er í huga að skorað er á yfirvöld að stöðva ólögmæta starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ályktun ASÍ kom fram að um kaup og kjör áhafna Primera Air fari samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Flugfélagið segist hinsvegar ekki þurfa að greiða starfsfólki sínu laun miðað við kjarasamninga í þeim löndum þar sem bækistöðvar félagsins eru. „Primera flýgur frá mörgum bækistöðvum í 6 löndum til 80 flugvalla og gæti orðið æði flókið ef kaup og kjör fylgdu ávallt bækistöð hverju sinni eins og ASÍ virðist ætla sé venjan í flugrekstri,“ segir í yfirlýsingunni. „Menn geta svo ímyndað sér hvernig stór erlend flugfélög með langdrægari flugvélar um allan heim færu að því að reka sína starfsemi.“ Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að flugfélagið ásakanir ASÍ svo alvarlegar og ærumeiðandi að það áskilji sér rétt til leita réttar síns fyrir dómstólum. Fréttir af flugi Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Stjórnendur Primera Air segja yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands frá því fyrr í dag vera furðulega, óréttmæta og villandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að ASÍ hafi ekki byggt ályktun sína á neinni sérstakri vitneskju, þekkingu eða staðreyndum.Miðstjórn ASÍ mótmælti í dag harðlega því sem sambandið kallaði aðför Primera Air að réttindum launafólks. Sagði sambandið í ályktun að flugfélagið byggi starfsemi sína frá Íslandi „á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvéla sem notaðar eru í rekstri félagsins“. Primera hafnar ásökunum ASÍ og segir sambandið ekki hafa reynt að afla upplýsinga um starfsemina. „ASÍ hefur ekki sett sig í samband við Primera Air hvorki fyrr né síðar til að afla upplýsinga og sætir það furðu að það hafi ekki gerst þegar haft er í huga að skorað er á yfirvöld að stöðva ólögmæta starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ályktun ASÍ kom fram að um kaup og kjör áhafna Primera Air fari samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Flugfélagið segist hinsvegar ekki þurfa að greiða starfsfólki sínu laun miðað við kjarasamninga í þeim löndum þar sem bækistöðvar félagsins eru. „Primera flýgur frá mörgum bækistöðvum í 6 löndum til 80 flugvalla og gæti orðið æði flókið ef kaup og kjör fylgdu ávallt bækistöð hverju sinni eins og ASÍ virðist ætla sé venjan í flugrekstri,“ segir í yfirlýsingunni. „Menn geta svo ímyndað sér hvernig stór erlend flugfélög með langdrægari flugvélar um allan heim færu að því að reka sína starfsemi.“ Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að flugfélagið ásakanir ASÍ svo alvarlegar og ærumeiðandi að það áskilji sér rétt til leita réttar síns fyrir dómstólum.
Fréttir af flugi Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira