Lars bendir þó á að veiking rúblunnar myndi valda talsverðum vandræðum fyrir rússnesk fyrirtæki sem skulda lán í erlendri mynt.
Rúblan gæti verið um 15 prósent of sterk miðað við núverandi olíuverð að mati Lars en gengi rúblunnar hefur fallið um 52 prósent miðað við gengi dollarans frá því í júlí á síðasta ári.
Sjá einnig:Klinkið - Lars Christensen
Hratt hefur gengið á gjaldeyrisvaraforða Rússa, sem orðinn er mjög lítill miðað við magn erlendra lána. Það getur valdið vandræðum þar sem rússnesk fyrirtæki eiga í dag erfitt með að sækja sér fjármögnun. Lars telur miklar líkur á að settar verði á enn frekari takmarkanir á flæði fjarmagns til og frá Rússlandi.
Viðtalið við Lars má sjá í spilaranum hér að neðan.