Bílasala í Evrópu jókst um 6,2% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2015 13:54 Chevrolet/Opel/Vauxhall seldist 15% meira í janúar en í sama mánuði í fyrra. Hér sést Opel Corsa. Líkt og á Íslandi er bílasala að aukast í Evrópu. Í fyrsta skipti í sex ár jókst bílasala í álfunni í fyrra og áframhald virðist vera á aukningu, því í síðasta mánuði jókst salan um 6,2%. Í löndum Evrópusambandsins og EFTA seldust 1,03 milljón bílar í janúar. Þrátt fyrir þennan vöxt nú eru væntingar hófstilltar og ekki búist við nema um 2% vexti í bílasölu í ár og mjög langt er í viðlíka sölu og var í Evrópu fyrir hrun. Af einstaka stærri bílaframleiðendum gekk Chevrolet/Opel best í janúar og söluaukningin þar 15%. Renault átti líka góðan mánuð með 10% aukningu. Sala hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í heild var 6,6%, eða rétt yfir heildaraukningunni. Fiat/Chrysler jók söluna um 5,8%, en Fiat bílar seldust 3,6% betur en salan á Jeep þrefaldaðist, þökk sé mikilli sölu á Jeep Renegade. Ford jók söluna um 5,4%, en hjá PSA/Peugeot-Citroën minnkaði salan um 1,5%. Þannig þurrkaðist 3,5% aukning Renault út með 6% minnkun í sölu Citroën bíla. Meðal japanskra bílaframleiðenda gekk Nissan best með 35% aukningu, en Toyota/Lexus jók söluna um 8,5%. Hyundai náði 7,1% aukningu en Kia 5,5%. Benz jók söluna um 13% í álfunni, BMW um 5%, en Mini sem er í eigi BMW jók söluna um 23%. Í öllum 5 stærstu löndum Evrópu jókst salan, um 28% á Spáni, 11% á Ítalíu, 6,7% í Bretlandi, 6,2% í Frakklandi og 2,6% í Þýskalandi. Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Líkt og á Íslandi er bílasala að aukast í Evrópu. Í fyrsta skipti í sex ár jókst bílasala í álfunni í fyrra og áframhald virðist vera á aukningu, því í síðasta mánuði jókst salan um 6,2%. Í löndum Evrópusambandsins og EFTA seldust 1,03 milljón bílar í janúar. Þrátt fyrir þennan vöxt nú eru væntingar hófstilltar og ekki búist við nema um 2% vexti í bílasölu í ár og mjög langt er í viðlíka sölu og var í Evrópu fyrir hrun. Af einstaka stærri bílaframleiðendum gekk Chevrolet/Opel best í janúar og söluaukningin þar 15%. Renault átti líka góðan mánuð með 10% aukningu. Sala hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í heild var 6,6%, eða rétt yfir heildaraukningunni. Fiat/Chrysler jók söluna um 5,8%, en Fiat bílar seldust 3,6% betur en salan á Jeep þrefaldaðist, þökk sé mikilli sölu á Jeep Renegade. Ford jók söluna um 5,4%, en hjá PSA/Peugeot-Citroën minnkaði salan um 1,5%. Þannig þurrkaðist 3,5% aukning Renault út með 6% minnkun í sölu Citroën bíla. Meðal japanskra bílaframleiðenda gekk Nissan best með 35% aukningu, en Toyota/Lexus jók söluna um 8,5%. Hyundai náði 7,1% aukningu en Kia 5,5%. Benz jók söluna um 13% í álfunni, BMW um 5%, en Mini sem er í eigi BMW jók söluna um 23%. Í öllum 5 stærstu löndum Evrópu jókst salan, um 28% á Spáni, 11% á Ítalíu, 6,7% í Bretlandi, 6,2% í Frakklandi og 2,6% í Þýskalandi.
Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira