Áhyggjuefni að Ísland hafi ekki verið valkostur í augum Apple segir þingmaður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. febrúar 2015 16:29 Helgi Hjörvar og Ásmundur Einar ræddu fjárfestingu Apple stuttlega á þingi í dag. Vísir/Daníel/Pjetur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það eigi að vera áhyggjuefni þegar alþjóðlegt fyrirtæki sem staðsett sé hér á landi ákveði að flytja úr landi og að Ísland sé ekki einu sinni valkostur þegar kemur að alþjóðlegri fjárfestingu í tæknigeiranum. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Í ræðu sinni fjallaði hann um ákvörðun stjórnenda Apple um að velja Danmörku sem stað fyrir nýtt gagnaver fyrirtækisins. Ísland virðist ekki hafa komið til greina sem staðsetning fyrir gagnaverið. „Það á að vera okkur verulegt áhyggjuefni að Ísland skuli ekki vera einn af helstu valkostunum þegar kemur að risafjárfestingu í alþjóðlegu gagnaveri,“ sagði þingmaðurinn í ræðunni. Helgi talaði um að það ætti að vera áhyggjuefni því að Ísland hefði forskot af náttúrunnar hendi varðandi náttúrulega kælingu og græna orku, sem væri eftirsótt af gagnaverum. Benti hann á að Danmörk hefur hvorki meiri náttúrulegri kælingu eða grænum orkuauðlindum en Íslendingar. Þá benti hann á að Danir hefðu ekki boðið Apple ívilnanir vegna fjárfestingarinnar. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, svaraði Helga í ræðu undir sama dagskrárlið. Sagði hann að auka þyrfti framleiðslu á orku til að laða fyrirtæki eins og gagnaver hingað til lands. „Ég held að við hljótum að vera sammála um það ég og háttvirtur þingmaður að það er mikilvægt núna að á næstu árum að við aukum hér orkuframleiðslu, sjálfbæra græna orku til þess að geta boðið fleiri fyrirtæki - gagnaver og fleiri fyrirtæki - velkomin hingað til lands. Háttvirtur þingmaður verður þá bandamaður stjórnarliða í því þegar að því kemur,“ sagði Ásmundur Einar. Alþingi Tækni Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það eigi að vera áhyggjuefni þegar alþjóðlegt fyrirtæki sem staðsett sé hér á landi ákveði að flytja úr landi og að Ísland sé ekki einu sinni valkostur þegar kemur að alþjóðlegri fjárfestingu í tæknigeiranum. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Í ræðu sinni fjallaði hann um ákvörðun stjórnenda Apple um að velja Danmörku sem stað fyrir nýtt gagnaver fyrirtækisins. Ísland virðist ekki hafa komið til greina sem staðsetning fyrir gagnaverið. „Það á að vera okkur verulegt áhyggjuefni að Ísland skuli ekki vera einn af helstu valkostunum þegar kemur að risafjárfestingu í alþjóðlegu gagnaveri,“ sagði þingmaðurinn í ræðunni. Helgi talaði um að það ætti að vera áhyggjuefni því að Ísland hefði forskot af náttúrunnar hendi varðandi náttúrulega kælingu og græna orku, sem væri eftirsótt af gagnaverum. Benti hann á að Danmörk hefur hvorki meiri náttúrulegri kælingu eða grænum orkuauðlindum en Íslendingar. Þá benti hann á að Danir hefðu ekki boðið Apple ívilnanir vegna fjárfestingarinnar. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, svaraði Helga í ræðu undir sama dagskrárlið. Sagði hann að auka þyrfti framleiðslu á orku til að laða fyrirtæki eins og gagnaver hingað til lands. „Ég held að við hljótum að vera sammála um það ég og háttvirtur þingmaður að það er mikilvægt núna að á næstu árum að við aukum hér orkuframleiðslu, sjálfbæra græna orku til þess að geta boðið fleiri fyrirtæki - gagnaver og fleiri fyrirtæki - velkomin hingað til lands. Háttvirtur þingmaður verður þá bandamaður stjórnarliða í því þegar að því kemur,“ sagði Ásmundur Einar.
Alþingi Tækni Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira