Alþjóðleg fjármálalæsisvika 9.-17.mars 2015 Breki Karlsson skrifar 9. mars 2015 08:00 Mikilvægi fjármálalæsis hefur líklega aldrei verið meira en nú. Á degi hverjum tökum við ákvarðanir sem móta efnahagslega framtíð okkar sem einstaklinga, fjölskyldna og þjóða. Með því að vera fjármálalæs erum við betur í stakk búin til að taka stjórna okkar eigin fjármálum og getum jafnframt veitt kjörnum fulltrúum aðhald til að taka upplýstar ákvarðanir fyrir okkar hönd. Þannig er fjármálalæsi nátengt lýðræðinu. Okkur Íslendinga virðist skorta yfirsýn yfir fjármálin. Til dæmis heldur innan við fimmtungur Íslendinga heimilisbókhald eða gerir áætlanir í fjármálum. Ákvarðanir í fjármálum byggja í reynd ekki á neinum sérstökum gáfum eða þekkingu. Það þarf ekki að undirgangast próf til að kaupa bíl, þó það þurfi til að aka honum. Og flest okkar verða ekki fjármálalæs á bók, heldur á eigin skinni, en reynslan getur verið ansi dýrt nám. Fjármál eru í eðli sínu einföld, en samt flókin. Þetta er þversögn sem á rætur að rekja til þess að upplýstar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum eiga sér stoðir í, ekki bara einni, heldur mörgum fræðigreinum. Undirstaðan er meðal annars sótt í stærðfræði, sögu, stjórnmál og heimspeki. Fjármálalæsismenntun einskorðast ekki við að kenna fólki á kerfið, þ.e.a.s. að ala upp „fjármálaneytendur“. Áherslan er ekki síður á uppfræðslu um réttindi og skyldur, lýðræði, ákvarðanatöku, nýsköpun og gagnrýna hugsun. Þannig verður komandi kynslóð betur í stakk búin til að taka ákvarðanir – hún verður fjármálalæs. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan 2015 er uppskeruhátíð sem haldin er í yfir hundrað löndum. Markmiðið að vekja yngri kynslóðir til vitundar um eigin fjármál og hvernig þær geta haft áhrif á efnahagslega velferð til lengri og skemmri tíma. Í annarri viku marsmánaðar ár hvert tekur ungt fólk um heim allan þátt í ýmsum verkefnum er snúa að fræðslu og umræðu um fjármál á breiðum grunni. Fjármálalæsisvikan snýst um að tengja saman börn, ungmenni, foreldra, stofnanir, fyrirtæki og samfélagið allt og efna til vitundarvakningar um fjármál til þess að ungt fólk fái tól og tæki til að móta eigin framtíð. Fjölbreytt dagskrá verður hér á landi þessa viku, allt frá kennslu í grunnskólum, til örráðstefnu og opins húss í Seðlabankanum. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Um heim allan verða alls kyns uppákomur til vitundarvakningar um hvernig peningar virka, þar með talið sparnaður, tekjuöflun, atvinnutækifæri og nýsköpun. Á Íslandi er það Stofnun um fjármálalæsi sem stendur að vikunni ásamt Fjármálaeftirlitinu, Fjármálaráðuneytinu, Kauphöllinnni, Meniga, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Viðskiptaráði, Arion banka, RÚV, Neytendastofu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Margþætt aðkoma hagsmunaaðila frá opinbera geiranum og einkageiranum þar sem allir hafa ólíka aðkomu og framlag gefur fyrirheit um að ekki sé tjaldað til einnar nætur. Saman endurmótum við viðhorf okkar til fjármála og stuðlum að því að komandi kynslóðir fái í veganesti tæki og tól til að taka skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum. Upplýsingar um Alþjóðlega fjármálalæsisviku má finna á vefnum www.fml.is og á fésbók /fjarmalavika. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi fjármálalæsis hefur líklega aldrei verið meira en nú. Á degi hverjum tökum við ákvarðanir sem móta efnahagslega framtíð okkar sem einstaklinga, fjölskyldna og þjóða. Með því að vera fjármálalæs erum við betur í stakk búin til að taka stjórna okkar eigin fjármálum og getum jafnframt veitt kjörnum fulltrúum aðhald til að taka upplýstar ákvarðanir fyrir okkar hönd. Þannig er fjármálalæsi nátengt lýðræðinu. Okkur Íslendinga virðist skorta yfirsýn yfir fjármálin. Til dæmis heldur innan við fimmtungur Íslendinga heimilisbókhald eða gerir áætlanir í fjármálum. Ákvarðanir í fjármálum byggja í reynd ekki á neinum sérstökum gáfum eða þekkingu. Það þarf ekki að undirgangast próf til að kaupa bíl, þó það þurfi til að aka honum. Og flest okkar verða ekki fjármálalæs á bók, heldur á eigin skinni, en reynslan getur verið ansi dýrt nám. Fjármál eru í eðli sínu einföld, en samt flókin. Þetta er þversögn sem á rætur að rekja til þess að upplýstar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum eiga sér stoðir í, ekki bara einni, heldur mörgum fræðigreinum. Undirstaðan er meðal annars sótt í stærðfræði, sögu, stjórnmál og heimspeki. Fjármálalæsismenntun einskorðast ekki við að kenna fólki á kerfið, þ.e.a.s. að ala upp „fjármálaneytendur“. Áherslan er ekki síður á uppfræðslu um réttindi og skyldur, lýðræði, ákvarðanatöku, nýsköpun og gagnrýna hugsun. Þannig verður komandi kynslóð betur í stakk búin til að taka ákvarðanir – hún verður fjármálalæs. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan 2015 er uppskeruhátíð sem haldin er í yfir hundrað löndum. Markmiðið að vekja yngri kynslóðir til vitundar um eigin fjármál og hvernig þær geta haft áhrif á efnahagslega velferð til lengri og skemmri tíma. Í annarri viku marsmánaðar ár hvert tekur ungt fólk um heim allan þátt í ýmsum verkefnum er snúa að fræðslu og umræðu um fjármál á breiðum grunni. Fjármálalæsisvikan snýst um að tengja saman börn, ungmenni, foreldra, stofnanir, fyrirtæki og samfélagið allt og efna til vitundarvakningar um fjármál til þess að ungt fólk fái tól og tæki til að móta eigin framtíð. Fjölbreytt dagskrá verður hér á landi þessa viku, allt frá kennslu í grunnskólum, til örráðstefnu og opins húss í Seðlabankanum. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Um heim allan verða alls kyns uppákomur til vitundarvakningar um hvernig peningar virka, þar með talið sparnaður, tekjuöflun, atvinnutækifæri og nýsköpun. Á Íslandi er það Stofnun um fjármálalæsi sem stendur að vikunni ásamt Fjármálaeftirlitinu, Fjármálaráðuneytinu, Kauphöllinnni, Meniga, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Viðskiptaráði, Arion banka, RÚV, Neytendastofu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Margþætt aðkoma hagsmunaaðila frá opinbera geiranum og einkageiranum þar sem allir hafa ólíka aðkomu og framlag gefur fyrirheit um að ekki sé tjaldað til einnar nætur. Saman endurmótum við viðhorf okkar til fjármála og stuðlum að því að komandi kynslóðir fái í veganesti tæki og tól til að taka skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum. Upplýsingar um Alþjóðlega fjármálalæsisviku má finna á vefnum www.fml.is og á fésbók /fjarmalavika. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun