Seðlabanki Úkraínu hækkaði í morgun stýrivexti úr 19,5 prósentum í 30 prósent.
Þetta er í annað skiptið á árinu sem bankinn hækkar stýrivexti. Stýrivextir í landinu hafa ekki verið hærri í fimmtán ár.
Seðlabankastjórinn Valeria Gontareva segist vonast til að hækkunin muni draga úr verðbólgu og styrkja gjaldmiðil landsins.
