BMW átti afar gott ár í fyrra og hagnaður fyrirtækisns fyrir skatta nam 1.349 milljörðum króna, en 861 milljarði eftir skatta. Hækkaði hagnaðurinn milli ára um 14%.
Þessi hagnaður BMW var meiri heldur en spár flestra aðila sagði til um. BMW þakkar þessum góða árangri helst mikilli sölu á BMW X5 jeppanum og frábærum viðtökum nýs BMW 2-línu bílsins.
Árið í fyrra var fimmta árið í röð sem BMW slær eigið sölumet og það mun væntnalega einnig gerast í ár. BMW ætlar að greiða 2,9 evra arð fyrir hvern hlut í fyrirtækinu, en var 2,6 evrur í fyrra.
BMW berst nú hatrammlega við Audi og Mercedes Benz um að vera stærsti seljandi lúxusbíla í heiminum og verður sú barátta jöfn í ár ef marka má tölur fyrir fyrstu tvo mánuði ársins, en Audi seldi þá fleiri bíla en BMW. BMW hefur haldið þessum titli frá árinu 2005.
BMW hagnaðist um 1.349 milljarða í fyrra
Finnur Thorlacius skrifar

Mest lesið

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent