BMW átti afar gott ár í fyrra og hagnaður fyrirtækisns fyrir skatta nam 1.349 milljörðum króna, en 861 milljarði eftir skatta. Hækkaði hagnaðurinn milli ára um 14%.
Þessi hagnaður BMW var meiri heldur en spár flestra aðila sagði til um. BMW þakkar þessum góða árangri helst mikilli sölu á BMW X5 jeppanum og frábærum viðtökum nýs BMW 2-línu bílsins.
Árið í fyrra var fimmta árið í röð sem BMW slær eigið sölumet og það mun væntnalega einnig gerast í ár. BMW ætlar að greiða 2,9 evra arð fyrir hvern hlut í fyrirtækinu, en var 2,6 evrur í fyrra.
BMW berst nú hatrammlega við Audi og Mercedes Benz um að vera stærsti seljandi lúxusbíla í heiminum og verður sú barátta jöfn í ár ef marka má tölur fyrir fyrstu tvo mánuði ársins, en Audi seldi þá fleiri bíla en BMW. BMW hefur haldið þessum titli frá árinu 2005.
BMW hagnaðist um 1.349 milljarða í fyrra
Finnur Thorlacius skrifar

Mest lesið

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent


Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent


Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent
