Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2015 14:59 Frá Jökulsárlóni. Vísir/Valli Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. Margir telja of marga ferðamenn í hópferðum við Geysi og Jökulsárlón en gestir eru einnig síst ánægðir með innviði og þjónustu við fyrrnefnda tvo staði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Ferðamálastofu. Átta staðir voru skoðaðir meðal annars með tilliti til þess að skoða mun á milli árstíða hvað varðar upplifun og aðdráttarafl ferðamanna. Þær niðurstöður sem vísað er til hér eru upp úr svörum ferðamanna síðastliðið sumar en staðirnir átta eru Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún og Sólheimajökull. Þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna hingað til lands hafi aukist mjög ört undanfarin ár eru langflestir ánægðir með náttúruna og dvölina á stöðunum sem til skoðunar eru að því er segir í skýrslunni. Ánægja er einnig mikil með göngustíga, en hún er ekki eins mikil með aðra innviði og þjónustu. Umhverfi Geysis þykir manngerðara en hinna staðanna en almennt þykir hreint á öllum svæðunum, þó síst við Jökulsárlón. Fáir hafa orðið varir við skemmdir á náttúrunni af völdum ferðamanna sem og rusl, skemmdir á jarðmyndunum og gróðurskemmdir. Sú umhverfisröskun sem ferðamenn taka helst eftir er rof úr göngustígum og þá sérstaklega í Þórsmörk og við Geysi. Meirihluti ferðamanna á áfangastöðunum átta finnst fjöldi ferðamanna hæfilegur. Jökulsárlón og Geysir skera sig þó úr hvað þetta varðar þar sem um 40% ferðamanna þar þykir vera of mikið af hópferðamönnum. Um þriðjungi svarenda þar finnst of mikið af ferðamönnum almennt. Á Þingvöllum fannst 20% þátttakenda vera of mikið af ferðamönnum almennt og 18% gesta í Þórsmörk voru á sama máli. Um 8-11% við Seltún, Sólheimajökul og Djúpalónssand fannst of mikið af ferðamönnum.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. Margir telja of marga ferðamenn í hópferðum við Geysi og Jökulsárlón en gestir eru einnig síst ánægðir með innviði og þjónustu við fyrrnefnda tvo staði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Ferðamálastofu. Átta staðir voru skoðaðir meðal annars með tilliti til þess að skoða mun á milli árstíða hvað varðar upplifun og aðdráttarafl ferðamanna. Þær niðurstöður sem vísað er til hér eru upp úr svörum ferðamanna síðastliðið sumar en staðirnir átta eru Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún og Sólheimajökull. Þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna hingað til lands hafi aukist mjög ört undanfarin ár eru langflestir ánægðir með náttúruna og dvölina á stöðunum sem til skoðunar eru að því er segir í skýrslunni. Ánægja er einnig mikil með göngustíga, en hún er ekki eins mikil með aðra innviði og þjónustu. Umhverfi Geysis þykir manngerðara en hinna staðanna en almennt þykir hreint á öllum svæðunum, þó síst við Jökulsárlón. Fáir hafa orðið varir við skemmdir á náttúrunni af völdum ferðamanna sem og rusl, skemmdir á jarðmyndunum og gróðurskemmdir. Sú umhverfisröskun sem ferðamenn taka helst eftir er rof úr göngustígum og þá sérstaklega í Þórsmörk og við Geysi. Meirihluti ferðamanna á áfangastöðunum átta finnst fjöldi ferðamanna hæfilegur. Jökulsárlón og Geysir skera sig þó úr hvað þetta varðar þar sem um 40% ferðamanna þar þykir vera of mikið af hópferðamönnum. Um þriðjungi svarenda þar finnst of mikið af ferðamönnum almennt. Á Þingvöllum fannst 20% þátttakenda vera of mikið af ferðamönnum almennt og 18% gesta í Þórsmörk voru á sama máli. Um 8-11% við Seltún, Sólheimajökul og Djúpalónssand fannst of mikið af ferðamönnum.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira