Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2015 09:21 Bílferjan Ampere siglir yfir Sognfjörð. Mynd/Norled. Norðmenn hafa tekið í notkun fyrstu bílferju heims sem gengur fyrir rafmagni. Ferjan, Ampere, siglir þvert yfir Sognfjörðinn, lengsta fjörð Noregs, milli Lavik og Oppedal. Siglingin tekur um 20 mínútur en biðtíminn í hvorri höfn, 10 mínútur, er notaður til að hlaða rafhlöðurnar. Yfir nóttina, meðan siglingar liggja niðri, fá rafhlöðurnar svo stóra hleðslu. Ferjan var smíðuð úr áli og er hún því helmingi léttari en hefðbundnar ferjur. Það þýðir jafnframt að orkunotkun hennar er helmingi minni. Fyrsta áætlunarsiglingin var þann 16. febrúar en hún hafði áður verið í reynslusiglingum á leiðinni frá því í janúar. Helstu vandkvæði fyrstu vikurnar eru að hleðslutækið í annarri höfninni hefur ekki virkað sem skyldi og valdið töfum á siglingum. Ráðamenn útgerðarinnar, Norled, vonast þó til að þeir séu að komast yfir byrjunarerfiðleikana. Bílferjan er um 80 metra löng og 21 metra breið. Hún tekur 120 fólksbíla og 350 farþega. Þetta er ein fjölfarnasta ferjuleið Noregs, sem tengir Bergen og Sogn- og Fjarðafylki. Önnur bílferja, dísilknúin, siglir á móti Ampere. Um páskana er ætlunin að fá aukaferju til öryggis þegar umferðarþunginn eykst. Ampere er í útliti eins og aðrar nýlegar ferjur á norsku fjörðunum. Hún er þó hljóðlátari og farþegar sjá engan reyk stíga upp úr strompum. Það þýðir að þeir finna heldur enga lykt af útblæstri. Til að spara raforku er farþegum hins vegar ekki boðið upp á að kaupa kaffi og skonsur, sem er vinsælt um borð í norsku ferjunum. Tengdar fréttir Virkjun heimiluð í friðlýstri laxveiðiá Ríkisstjórn Noregs hefur veitt heimild til virkjanaframkvæmda í Raundalselva, sem er friðlýst laxveiðiá á Hörðalandi norðaustur af Bergen. 12. mars 2015 11:20 Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norðmenn virkja meira, nýjasta stíflan 50 m há Tími stórvirkjana er liðinn, sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í áramótaávarpi árið 2001. Það reyndist ekki alveg rétt. 21. apríl 2014 14:30 Engin mótmæli gegn nýjustu stíflu Noregs Ný virkjun sem verið er að taka í notkun í Noregi þessa dagana er með stærstu stíflu sinnar tegundar sem reist hefur verið þar í landi frá því hin umdeilda Alta-virkjun var gangsett fyrir þrjátíu árum. 12. maí 2014 21:15 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Norðmenn hafa tekið í notkun fyrstu bílferju heims sem gengur fyrir rafmagni. Ferjan, Ampere, siglir þvert yfir Sognfjörðinn, lengsta fjörð Noregs, milli Lavik og Oppedal. Siglingin tekur um 20 mínútur en biðtíminn í hvorri höfn, 10 mínútur, er notaður til að hlaða rafhlöðurnar. Yfir nóttina, meðan siglingar liggja niðri, fá rafhlöðurnar svo stóra hleðslu. Ferjan var smíðuð úr áli og er hún því helmingi léttari en hefðbundnar ferjur. Það þýðir jafnframt að orkunotkun hennar er helmingi minni. Fyrsta áætlunarsiglingin var þann 16. febrúar en hún hafði áður verið í reynslusiglingum á leiðinni frá því í janúar. Helstu vandkvæði fyrstu vikurnar eru að hleðslutækið í annarri höfninni hefur ekki virkað sem skyldi og valdið töfum á siglingum. Ráðamenn útgerðarinnar, Norled, vonast þó til að þeir séu að komast yfir byrjunarerfiðleikana. Bílferjan er um 80 metra löng og 21 metra breið. Hún tekur 120 fólksbíla og 350 farþega. Þetta er ein fjölfarnasta ferjuleið Noregs, sem tengir Bergen og Sogn- og Fjarðafylki. Önnur bílferja, dísilknúin, siglir á móti Ampere. Um páskana er ætlunin að fá aukaferju til öryggis þegar umferðarþunginn eykst. Ampere er í útliti eins og aðrar nýlegar ferjur á norsku fjörðunum. Hún er þó hljóðlátari og farþegar sjá engan reyk stíga upp úr strompum. Það þýðir að þeir finna heldur enga lykt af útblæstri. Til að spara raforku er farþegum hins vegar ekki boðið upp á að kaupa kaffi og skonsur, sem er vinsælt um borð í norsku ferjunum.
Tengdar fréttir Virkjun heimiluð í friðlýstri laxveiðiá Ríkisstjórn Noregs hefur veitt heimild til virkjanaframkvæmda í Raundalselva, sem er friðlýst laxveiðiá á Hörðalandi norðaustur af Bergen. 12. mars 2015 11:20 Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norðmenn virkja meira, nýjasta stíflan 50 m há Tími stórvirkjana er liðinn, sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í áramótaávarpi árið 2001. Það reyndist ekki alveg rétt. 21. apríl 2014 14:30 Engin mótmæli gegn nýjustu stíflu Noregs Ný virkjun sem verið er að taka í notkun í Noregi þessa dagana er með stærstu stíflu sinnar tegundar sem reist hefur verið þar í landi frá því hin umdeilda Alta-virkjun var gangsett fyrir þrjátíu árum. 12. maí 2014 21:15 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Virkjun heimiluð í friðlýstri laxveiðiá Ríkisstjórn Noregs hefur veitt heimild til virkjanaframkvæmda í Raundalselva, sem er friðlýst laxveiðiá á Hörðalandi norðaustur af Bergen. 12. mars 2015 11:20
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Norðmenn virkja meira, nýjasta stíflan 50 m há Tími stórvirkjana er liðinn, sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í áramótaávarpi árið 2001. Það reyndist ekki alveg rétt. 21. apríl 2014 14:30
Engin mótmæli gegn nýjustu stíflu Noregs Ný virkjun sem verið er að taka í notkun í Noregi þessa dagana er með stærstu stíflu sinnar tegundar sem reist hefur verið þar í landi frá því hin umdeilda Alta-virkjun var gangsett fyrir þrjátíu árum. 12. maí 2014 21:15