Leiðtogi sem þjónar af hógværð Ísak Rúnarsson skrifar 19. apríl 2015 13:43 Það þarf réttan leiðtoga til að leiða hvern hóp eða samfélag. Þá meina ég ekki aðeins réttan einstakling heldur verður leiðtoginn að endurspegla kúltur og þarfir hópsins. Í Háskóla Íslands lifa og hrærast um 15.000 ólíkir einstaklingar: Vísindamenn, kennarar, nemendur og starfsfólk af ýmsu tagi. Þar eru stundaðar fámennar fræðigreinar og fjölmennar, þar eru konur og karlar, ungir og aldnir. Þar er fólk með fatlanir, fjölskyldufólk, barnlaust fólk, hinsegin fólk og svo mætti lengi telja. Sáttasemjari og þjónustuleiðtogiHóparnir eru saman settir úr ólíkum einstaklingum sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, sínar væntingar til stofnunarinnar og vonir um hana. Fjölbreytt flóra fólks sem allt leggur ríka áherslu á jafnræði, sanngirni og akademískt frelsi, þarf leiðtoga sem getur á sama tíma hvatt allt þetta ólíka fólk til að taka umræðuna og sætt sjónarmið. Því deilumál hljóta að koma upp innan svo stórrar og fjölbreyttrar stofnunnar. Einnig myndi maður ætla að leiðtoginn sem Háskóli Íslands þarfnast sé einstaklingur sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og stuðlar að því að fólkið sem hann vinnur með geti vaxið og dafnað. Slíkur leiðtogi leiðbeinir en skipar ekki fyrir, er auðmjúkur en ekki hrokafullur. Hann er þjónustuleiðtogi sem greiðir götu þeirra sem hann vinnur með og vinnur fyrir þá hvar sem þeir eru staðsettir í skipuritinu. Réttsýni, heiðarleiki og áræðniÉg tel mig hafa fundið slíkan mann í Jóni Atla Benediktssyni. Allt frá því að ég fyrst fékk að starfa undir hans stjórn í úttektarnefnd háskólans tók ég eftir því að þarna er á ferðinni maður sem hefur alla þá mannkosti sem ég lýsti hér að ofan. Öllum fundum stýrði hann á yfirvegaðan hátt og lét helst engan fara ósáttan af fundi – jafnvel þá sem voru ósammála niðurstöðum hverju sinni. Vinnubrögð Jóns Atla falla því eins vel og hægt er að þörfum háskólasamfélagsins. Ég held að háskólinn þurfi leiðtoga sem stendur einna fremst meðal jafningja í vísindasamfélagi og við getum öll virt jafnvel þegar við erum ekki sammála honum. Réttsýni, heiðarleiki og áræðni einkenna Jón Atla Benediktsson. Þess vegna veit ég að hann mun verða fyrsta flokks rektor og þess vegna mun ég kjósa hann á morgun 20. apríl. Ísak Rúnarsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf réttan leiðtoga til að leiða hvern hóp eða samfélag. Þá meina ég ekki aðeins réttan einstakling heldur verður leiðtoginn að endurspegla kúltur og þarfir hópsins. Í Háskóla Íslands lifa og hrærast um 15.000 ólíkir einstaklingar: Vísindamenn, kennarar, nemendur og starfsfólk af ýmsu tagi. Þar eru stundaðar fámennar fræðigreinar og fjölmennar, þar eru konur og karlar, ungir og aldnir. Þar er fólk með fatlanir, fjölskyldufólk, barnlaust fólk, hinsegin fólk og svo mætti lengi telja. Sáttasemjari og þjónustuleiðtogiHóparnir eru saman settir úr ólíkum einstaklingum sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, sínar væntingar til stofnunarinnar og vonir um hana. Fjölbreytt flóra fólks sem allt leggur ríka áherslu á jafnræði, sanngirni og akademískt frelsi, þarf leiðtoga sem getur á sama tíma hvatt allt þetta ólíka fólk til að taka umræðuna og sætt sjónarmið. Því deilumál hljóta að koma upp innan svo stórrar og fjölbreyttrar stofnunnar. Einnig myndi maður ætla að leiðtoginn sem Háskóli Íslands þarfnast sé einstaklingur sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og stuðlar að því að fólkið sem hann vinnur með geti vaxið og dafnað. Slíkur leiðtogi leiðbeinir en skipar ekki fyrir, er auðmjúkur en ekki hrokafullur. Hann er þjónustuleiðtogi sem greiðir götu þeirra sem hann vinnur með og vinnur fyrir þá hvar sem þeir eru staðsettir í skipuritinu. Réttsýni, heiðarleiki og áræðniÉg tel mig hafa fundið slíkan mann í Jóni Atla Benediktssyni. Allt frá því að ég fyrst fékk að starfa undir hans stjórn í úttektarnefnd háskólans tók ég eftir því að þarna er á ferðinni maður sem hefur alla þá mannkosti sem ég lýsti hér að ofan. Öllum fundum stýrði hann á yfirvegaðan hátt og lét helst engan fara ósáttan af fundi – jafnvel þá sem voru ósammála niðurstöðum hverju sinni. Vinnubrögð Jóns Atla falla því eins vel og hægt er að þörfum háskólasamfélagsins. Ég held að háskólinn þurfi leiðtoga sem stendur einna fremst meðal jafningja í vísindasamfélagi og við getum öll virt jafnvel þegar við erum ekki sammála honum. Réttsýni, heiðarleiki og áræðni einkenna Jón Atla Benediktsson. Þess vegna veit ég að hann mun verða fyrsta flokks rektor og þess vegna mun ég kjósa hann á morgun 20. apríl. Ísak Rúnarsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar