Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2015 17:45 Óttast er að um 4500 manns hafi látist í skjálftanum. Vísir/AP Sérfræðingar vissu að von var á jarðskjálftanum í Nepal en fyrir viku komu fimmtíu jarðskjálftafræðingar til Katmandú í Nepal til þess að komast að því hvernig best væri að undirbúa hið þéttbyggða svæði þar sem húsin eru illa byggð undir hinn stóra skjálfta. Skjálftinn varð á laugardag og er tala látinna komin yfir 2500 manns. Hann var 7,9 að stærð og upptök hans voru um 80 kilómetra austur af borginni Pokhara á um tveggja kílómetra dýpi. Samkvæmt Huffington Post vissu sérfræðingarnir að skjálftans var að vænta og vissu að þeir urðu að hafa skjótar hendur en höfðu ekki hugmynd um hversu stutt var í hann. „Þetta var martröð sem við biðum eftir,“ sagði jarðskjálftafræðingurinn James Jackson sem starfar hjá Háskólanum í Cambridge Englandi. „Jarðfræðilega og samkvæmt lögmálum náttúrunnar gerðist nákvæmlega það sem við bjuggumst við að myndi gerast.“ En líkt og áður kom fram bjóst hann ekki við að skjálftinn myndi ríða yfir svo fljótt. Sjá einnig: Um milljón nepalskra barna þarf brýna neyðaraðstoð Í raun hefur verið óttast lengi um skjálfta í Katmandú, ekki aðeins vegna lögmála náttúrunnar heldur einnig vegna ástandsins á svæðinu. Sama stærð af skjálfta getur haft gríðarlega mismunandi áhrif á mismunandi stöðum í heiminum. Þessi sama stærðargráða af skjálfta hefði samkvæmt greiningu Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna valdið dauða tíu til þrjátíu manna á hverja milljón íbúa í Kaliforníu en þúsund manns á hverja milljón hjá Nepal. Talan nær allt að tíu þúsund manns í Indlandi, Íran og Kína. Jackson segir þannig að þrátt fyrir að jarðskjálftar verði af náttúrunnar völdum séu afleiðingarnar manngerðar. „Það eru byggingarnar sem drepa fólk, ekki jarðskjálftarnir,“ útskýrir hann. „Vandamálið í Asíu er að fólk hefur safnast saman á hættulegum stöðum.“ Hópur sem skoðar hætturnar víðsvegar um heiminn af jarðskjálftum hafði uppfært skýrslu um hætturnar í Katmandú þann 12. apríl síðastliðinn. „Með árlega fólksfjölgun um 6,5 prósent og með þéttbyggðasta borgarsvæði í heiminum býr fólksfjöldinn í Katmandú við alvarlega og vaxandi jarðskjálftahættu,“ segir í skýrslunni. Um 1,5 milljón búa í Katmandú-dal. Það var því ljóst að afleiðingarnar yrðu jafnhörmulegar og raun ber vitni en samkvæmt forsvarsmanni fyrrnefnds hóps, Hari Ghi, var vandamálið svo stórt að yfirvöld vissu ekki hvar skyldi byrja. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sérfræðingar vissu að von var á jarðskjálftanum í Nepal en fyrir viku komu fimmtíu jarðskjálftafræðingar til Katmandú í Nepal til þess að komast að því hvernig best væri að undirbúa hið þéttbyggða svæði þar sem húsin eru illa byggð undir hinn stóra skjálfta. Skjálftinn varð á laugardag og er tala látinna komin yfir 2500 manns. Hann var 7,9 að stærð og upptök hans voru um 80 kilómetra austur af borginni Pokhara á um tveggja kílómetra dýpi. Samkvæmt Huffington Post vissu sérfræðingarnir að skjálftans var að vænta og vissu að þeir urðu að hafa skjótar hendur en höfðu ekki hugmynd um hversu stutt var í hann. „Þetta var martröð sem við biðum eftir,“ sagði jarðskjálftafræðingurinn James Jackson sem starfar hjá Háskólanum í Cambridge Englandi. „Jarðfræðilega og samkvæmt lögmálum náttúrunnar gerðist nákvæmlega það sem við bjuggumst við að myndi gerast.“ En líkt og áður kom fram bjóst hann ekki við að skjálftinn myndi ríða yfir svo fljótt. Sjá einnig: Um milljón nepalskra barna þarf brýna neyðaraðstoð Í raun hefur verið óttast lengi um skjálfta í Katmandú, ekki aðeins vegna lögmála náttúrunnar heldur einnig vegna ástandsins á svæðinu. Sama stærð af skjálfta getur haft gríðarlega mismunandi áhrif á mismunandi stöðum í heiminum. Þessi sama stærðargráða af skjálfta hefði samkvæmt greiningu Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna valdið dauða tíu til þrjátíu manna á hverja milljón íbúa í Kaliforníu en þúsund manns á hverja milljón hjá Nepal. Talan nær allt að tíu þúsund manns í Indlandi, Íran og Kína. Jackson segir þannig að þrátt fyrir að jarðskjálftar verði af náttúrunnar völdum séu afleiðingarnar manngerðar. „Það eru byggingarnar sem drepa fólk, ekki jarðskjálftarnir,“ útskýrir hann. „Vandamálið í Asíu er að fólk hefur safnast saman á hættulegum stöðum.“ Hópur sem skoðar hætturnar víðsvegar um heiminn af jarðskjálftum hafði uppfært skýrslu um hætturnar í Katmandú þann 12. apríl síðastliðinn. „Með árlega fólksfjölgun um 6,5 prósent og með þéttbyggðasta borgarsvæði í heiminum býr fólksfjöldinn í Katmandú við alvarlega og vaxandi jarðskjálftahættu,“ segir í skýrslunni. Um 1,5 milljón búa í Katmandú-dal. Það var því ljóst að afleiðingarnar yrðu jafnhörmulegar og raun ber vitni en samkvæmt forsvarsmanni fyrrnefnds hóps, Hari Ghi, var vandamálið svo stórt að yfirvöld vissu ekki hvar skyldi byrja.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32
Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41
Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20
Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20