Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2015 13:03 Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandaði við grísku eyjuna Rhódos í gær. Vísir/AFP Um 800 flóttamenn létu lífið þegar illa búinn og ofhlaðinn bátur sökk undan strönd Líbíu á sunnudaginn. Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga og hefur sænska ríkissjónvarpið tekið saman það helsta sem gerst hefur síðustu daga.19. apríl: Veiðibátur með mikinn fjölda flóttamanna sekkur í líbískri landhelgi, um 210 kílómetrum frá ítölsku eynni Lampedusa. Rúmlega 800 manns voru um borð og einungis tekst að bjarga lífi 27. Að sögn hvolfdi báturinn eftir að fólk um borð flykktist yfir á aðra hlið bátsins þegar portúgalskt skip nálgaðist bátinn.19. apríl: Rúmlega tuttugu skip og fjöldi þyrla taka þátt í björgunaraðgerðum.20. apríl: Fyrstu lík hinna látnu eru flutt til maltnesku höfuðborgarinnar Valetta. Nokkrir þeirra sem lifðu slysið af segja mikinn fjölda flóttamannanna hafa verið læstan inni í vörugeymslu bátsins. Einnig á að hafa verið mikill fjöldi barna um borð.20. apríl: Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB funda í Lúxemborg til að ræða hvernig bregðast skuli við ástandinu. Ráðherrarnir kynna nýja viðbragðsáætlun í tíu liðum. Ítalskir fjölmiðlar greina jafnframt frá því að til standi að tvöfalda framlög til málaflokksins.20. apríl: Lögregla á Ítalíu handtekur 24 manns í Palermo á Sikiley vegna gruns um aðild að alþjóðlegu neti sem hagnast á smygli á flóttafólki. Hinir handteknu eru taldir tengjast bátnum sem sökk á sunnudag.20. apríl: Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandar við grísku eyjuna Rhódos. Báturinn sigldi frá Tyrklandi með 83 um borð. Að minnsta kosti þrír létust, þar af eitt barn.20. apríl: Neyðarboð berast frá tveimur bátum til viðbótar. Forsætisráðherra Ítalíu segir málið annars vegar snúast um flota gúmmíbáta með milli 100 og 150 manns um borð um 300 kílómetrum norður af Líbíu og hins vegar stærri bát með um 300 manns um borð. Að sögn Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar létust tuttugu manns um borð í stærri bátnum.20. apríl: Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðar til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB til að ræða ástandið í Miðjarðarhafi. Fundurinn fer fram í Brussel á fimmtudaginn kemur.21. apríl: Lögregla handtekur skipstjórann og annan mann í áhöfn bátsins sem hvolfdi á sunnudaginn. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna staðfestir að rúmlega 800 manns hafi látist.21. apríl: Fulltrúar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar ræða við þá 27 sem lifðu af slysið á sunnudaginn. Þeir sem lifðu af eru frá Malí, Gambíu, Senegal, Sómalíu, Erítreu og Bangladess. Þeir hafa verið fluttir í miðstöð fyrir flóttamenn og hlúð er að einum á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Catania á Sikiley. Flóttamenn Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Um 800 flóttamenn létu lífið þegar illa búinn og ofhlaðinn bátur sökk undan strönd Líbíu á sunnudaginn. Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga og hefur sænska ríkissjónvarpið tekið saman það helsta sem gerst hefur síðustu daga.19. apríl: Veiðibátur með mikinn fjölda flóttamanna sekkur í líbískri landhelgi, um 210 kílómetrum frá ítölsku eynni Lampedusa. Rúmlega 800 manns voru um borð og einungis tekst að bjarga lífi 27. Að sögn hvolfdi báturinn eftir að fólk um borð flykktist yfir á aðra hlið bátsins þegar portúgalskt skip nálgaðist bátinn.19. apríl: Rúmlega tuttugu skip og fjöldi þyrla taka þátt í björgunaraðgerðum.20. apríl: Fyrstu lík hinna látnu eru flutt til maltnesku höfuðborgarinnar Valetta. Nokkrir þeirra sem lifðu slysið af segja mikinn fjölda flóttamannanna hafa verið læstan inni í vörugeymslu bátsins. Einnig á að hafa verið mikill fjöldi barna um borð.20. apríl: Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB funda í Lúxemborg til að ræða hvernig bregðast skuli við ástandinu. Ráðherrarnir kynna nýja viðbragðsáætlun í tíu liðum. Ítalskir fjölmiðlar greina jafnframt frá því að til standi að tvöfalda framlög til málaflokksins.20. apríl: Lögregla á Ítalíu handtekur 24 manns í Palermo á Sikiley vegna gruns um aðild að alþjóðlegu neti sem hagnast á smygli á flóttafólki. Hinir handteknu eru taldir tengjast bátnum sem sökk á sunnudag.20. apríl: Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandar við grísku eyjuna Rhódos. Báturinn sigldi frá Tyrklandi með 83 um borð. Að minnsta kosti þrír létust, þar af eitt barn.20. apríl: Neyðarboð berast frá tveimur bátum til viðbótar. Forsætisráðherra Ítalíu segir málið annars vegar snúast um flota gúmmíbáta með milli 100 og 150 manns um borð um 300 kílómetrum norður af Líbíu og hins vegar stærri bát með um 300 manns um borð. Að sögn Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar létust tuttugu manns um borð í stærri bátnum.20. apríl: Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðar til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB til að ræða ástandið í Miðjarðarhafi. Fundurinn fer fram í Brussel á fimmtudaginn kemur.21. apríl: Lögregla handtekur skipstjórann og annan mann í áhöfn bátsins sem hvolfdi á sunnudaginn. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna staðfestir að rúmlega 800 manns hafi látist.21. apríl: Fulltrúar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar ræða við þá 27 sem lifðu af slysið á sunnudaginn. Þeir sem lifðu af eru frá Malí, Gambíu, Senegal, Sómalíu, Erítreu og Bangladess. Þeir hafa verið fluttir í miðstöð fyrir flóttamenn og hlúð er að einum á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Catania á Sikiley.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31
Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13
Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent