Volcker vill umbylta fjármálaeftirliti ingvar haraldsson skrifar 20. apríl 2015 16:45 Paul Volcker, hinn 87 ára gamli fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill breyta eftirliti með fjármálastofnunum. vísir/afp Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill umbylta og einfalda eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum. Market Watch greinir frá.Volcker sem nú er formaður the Volcker Alliance, samtaka sem hann stofnaði til að vinna að auknu trausti til stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í dag að þörf væri á fjármálaeftirliti fyrir 21. öldina. Í nýrri skýrslu frá Volcker Alliance er núverandi fjármálaeftirlit sagt „mjög brotakennt, úrelt og óskilvirkt.“ Í skýrslunni er m.a. lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna muni vera yfir eftirlit með fjármálastarfsemi. Nú er eftirlitið rekið í mörgum stofnunum sem fylgjast með mismunandi þáttum fjármálastarfsemi og því skortir á heildar yfirsýn. „Það bendir allt til þess að tími sé kominn að grípa til aðgerða,“ sagði hinn 87 ára gamli Volcker. Volcker hefur lengi talað fyrir breytingum í fjármálakerfinu. Frá 2009 til 2011 var hann yfir nefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á fjármálakerfinu. Þar var Volcker reglan meðal tillagna sem kveður á um að bankar megi ekki eiga viðskipti í eigin reikning. Bandaríski seðlabankinn ákvað í desember síðastliðnum að bankar fengju tvö ár til viðbótar áður en þeir þyrftu að uppfylla skilyrði Volcker reglunnar. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill umbylta og einfalda eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum. Market Watch greinir frá.Volcker sem nú er formaður the Volcker Alliance, samtaka sem hann stofnaði til að vinna að auknu trausti til stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í dag að þörf væri á fjármálaeftirliti fyrir 21. öldina. Í nýrri skýrslu frá Volcker Alliance er núverandi fjármálaeftirlit sagt „mjög brotakennt, úrelt og óskilvirkt.“ Í skýrslunni er m.a. lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna muni vera yfir eftirlit með fjármálastarfsemi. Nú er eftirlitið rekið í mörgum stofnunum sem fylgjast með mismunandi þáttum fjármálastarfsemi og því skortir á heildar yfirsýn. „Það bendir allt til þess að tími sé kominn að grípa til aðgerða,“ sagði hinn 87 ára gamli Volcker. Volcker hefur lengi talað fyrir breytingum í fjármálakerfinu. Frá 2009 til 2011 var hann yfir nefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á fjármálakerfinu. Þar var Volcker reglan meðal tillagna sem kveður á um að bankar megi ekki eiga viðskipti í eigin reikning. Bandaríski seðlabankinn ákvað í desember síðastliðnum að bankar fengju tvö ár til viðbótar áður en þeir þyrftu að uppfylla skilyrði Volcker reglunnar.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira