Hlutabréf í New York Times Co. hækkuðu um 10,7 prósent síðdegis í dag eftir að Fox sjónvarpsstöðin tilkynnti að milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefði áhuga á að fjárfesta í blaðinu.
Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri í New York, var reiðubúinn að greiða 5 milljarða dala fyrir blaðið. Markaðsvirðið er hins vegar einungis 2,3 milljarðar.
Talsmenn Bloombergs segja hins vegar fréttirnar ekki á rökum reistar. New York Post segir að Michael Bloomberg hafi áður gert tilboð í blaðið, en Sulzberger fjölskyldan, sem stjórnar blaðinu hefur hafnað tilboðum og sagt að það væri ekki til sölu.
Hlutabréf í New York Times ruku upp
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent


Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent

Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent


