Fólki og fyrirtækjum þröngvað í viðskipti við Auðkenni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. maí 2015 10:34 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fyrirtækjum hafi verið smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Vísir/Valli/Vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendea, segir að bæði einstaklingum og fyrirtækjum hafi verið þröngvað til viðskipta við fyrirtækið Auðkenni. Ríkisvaldinu hafi verið beint til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið og fyrirtækjum smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Hann fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Auðkenni hafi lengi unnið með stjórnvöldum að þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta án þess þó að hafa einkarétt á því. „Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir tilbúnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirritunar á vef ríkisskattstjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auðkenni án útboðs,“ skrifar Ólafur. Meðal þess sem Ólafur bendir á í greininni er að þjónusta Auðkennis hafi ekki virkað sem skyldi á Apple tölvum. „Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnishindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyrir notendur þeirra að nálgast opinbera þjónustu rafrænt en notendur tækja keppinautanna,“ skrifar Ólafur. Þá gagnrýnir Ólafur einnig að símafyrirtækjum, samkeppnisaðilum Símanns sem er einn af eigendum Auðkennis, hafi verið gert að búa kerfi sín undir innleiðingu rafrænna skilríkja með afar skömmum fyrirvara. „Höfum í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eigendum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausnina í samstarfi við fyrirtækið,“ segir hann og bætir við að fjarskiptafyrirtækin hafi þurft að leggja gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavina. „Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara,“ skrifar hann. Þetta segir Ólafur að sé að minnsta kosti af tveimur ástæðum samkeppnishindrun. Annars vegar sé símafyrirtæki stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavini ef það býður ekki upp á „ríkislausnina“ á rafrænum auðkennum og undirskrift og hins vegar sé viðskiptavinum torveldað að skipta um símafyrirtæki. „Til þessa hefur verið lagt upp úr því að númeraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta endurvirkja rafrænu skilríkin á símanum sínum. Þetta hindrar samkeppni á farsímamarkaði,“ skrifar Ólafur. Tækni Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendea, segir að bæði einstaklingum og fyrirtækjum hafi verið þröngvað til viðskipta við fyrirtækið Auðkenni. Ríkisvaldinu hafi verið beint til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið og fyrirtækjum smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Hann fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Auðkenni hafi lengi unnið með stjórnvöldum að þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta án þess þó að hafa einkarétt á því. „Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir tilbúnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirritunar á vef ríkisskattstjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auðkenni án útboðs,“ skrifar Ólafur. Meðal þess sem Ólafur bendir á í greininni er að þjónusta Auðkennis hafi ekki virkað sem skyldi á Apple tölvum. „Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnishindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyrir notendur þeirra að nálgast opinbera þjónustu rafrænt en notendur tækja keppinautanna,“ skrifar Ólafur. Þá gagnrýnir Ólafur einnig að símafyrirtækjum, samkeppnisaðilum Símanns sem er einn af eigendum Auðkennis, hafi verið gert að búa kerfi sín undir innleiðingu rafrænna skilríkja með afar skömmum fyrirvara. „Höfum í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eigendum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausnina í samstarfi við fyrirtækið,“ segir hann og bætir við að fjarskiptafyrirtækin hafi þurft að leggja gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavina. „Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara,“ skrifar hann. Þetta segir Ólafur að sé að minnsta kosti af tveimur ástæðum samkeppnishindrun. Annars vegar sé símafyrirtæki stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavini ef það býður ekki upp á „ríkislausnina“ á rafrænum auðkennum og undirskrift og hins vegar sé viðskiptavinum torveldað að skipta um símafyrirtæki. „Til þessa hefur verið lagt upp úr því að númeraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta endurvirkja rafrænu skilríkin á símanum sínum. Þetta hindrar samkeppni á farsímamarkaði,“ skrifar Ólafur.
Tækni Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira