Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2015 19:45 Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. Stjarnan fékk 272 stig í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í deildinni, fimm stigum minna en Breiðablik. „Fólk hefur greinilega ekki trú á að við höldum þessum titlum,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Valtý Björn Valtýsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjarnan hefur unnið Breiðablik tvívegis með skömmu millibili í vor, fyrst í úrslitaleik Lengjubikarsins og svo í Meistarakeppni KSÍ. Báðir sigrarnir voru nokkuð öruggir og Íslandsmeistararnir komandi á mikilli siglingu inn í mótið. „Þetta voru jafnari leikir en tölurnar gefa til kynna. Þetta er búið að vera jafnt í vetur og við erum búin að tapa leikjum og Breiðablik tapaði fyrir okkur,“ sagði Ólafur sem útilokar ekki að önnur lið blandi sér í toppbaráttuna. „Svo eru þarna önnur lið, það má ekki gleyma því. Þetta snýst ekki bara um Stjörnuna og Breiðablik. Það er fullt af góðum liðum í deildinni,“ sagði þjálfarinn en hvernig er Stjörnuliðið í ár miðað það sem hann var með í fyrra? „Þetta er svolítið öðruvísi lið. Við erum búin að missa sterka pósta úr liðinu og útlendingarnir sem við vorum með í fyrra verða ekki með okkur í ár. „Þetta er smá breyting en hópurinn er góður,“ sagði Ólafur ennfremur en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur búnar að vinna tvo titla í ár | Meistarar meistaranna í kvöld Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sigur í Meistarakeppni KSÍ eftir 4-1 sigur á Breiðabliki á heimavelli sínum, Samsung-vellinum í Garðabæ. 8. maí 2015 21:07 Stjarnan Lengjubikarmeistari kvenna Íslands- og bikarmeistararnir unnu 3-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum. 30. apríl 2015 22:08 Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42 Stjörnukonur eru handhafar allra fjögurra titlanna | Myndir Íslands- og bikarmeistararnir úr Garðabænum hafa því þegar unnuð tvo titla á þessu tímabili en þær unnu Lengjubikarinn fyrir átta dögum eftir 3-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum. 8. maí 2015 22:03 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. Stjarnan fékk 272 stig í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í deildinni, fimm stigum minna en Breiðablik. „Fólk hefur greinilega ekki trú á að við höldum þessum titlum,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Valtý Björn Valtýsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjarnan hefur unnið Breiðablik tvívegis með skömmu millibili í vor, fyrst í úrslitaleik Lengjubikarsins og svo í Meistarakeppni KSÍ. Báðir sigrarnir voru nokkuð öruggir og Íslandsmeistararnir komandi á mikilli siglingu inn í mótið. „Þetta voru jafnari leikir en tölurnar gefa til kynna. Þetta er búið að vera jafnt í vetur og við erum búin að tapa leikjum og Breiðablik tapaði fyrir okkur,“ sagði Ólafur sem útilokar ekki að önnur lið blandi sér í toppbaráttuna. „Svo eru þarna önnur lið, það má ekki gleyma því. Þetta snýst ekki bara um Stjörnuna og Breiðablik. Það er fullt af góðum liðum í deildinni,“ sagði þjálfarinn en hvernig er Stjörnuliðið í ár miðað það sem hann var með í fyrra? „Þetta er svolítið öðruvísi lið. Við erum búin að missa sterka pósta úr liðinu og útlendingarnir sem við vorum með í fyrra verða ekki með okkur í ár. „Þetta er smá breyting en hópurinn er góður,“ sagði Ólafur ennfremur en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur búnar að vinna tvo titla í ár | Meistarar meistaranna í kvöld Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sigur í Meistarakeppni KSÍ eftir 4-1 sigur á Breiðabliki á heimavelli sínum, Samsung-vellinum í Garðabæ. 8. maí 2015 21:07 Stjarnan Lengjubikarmeistari kvenna Íslands- og bikarmeistararnir unnu 3-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum. 30. apríl 2015 22:08 Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42 Stjörnukonur eru handhafar allra fjögurra titlanna | Myndir Íslands- og bikarmeistararnir úr Garðabænum hafa því þegar unnuð tvo titla á þessu tímabili en þær unnu Lengjubikarinn fyrir átta dögum eftir 3-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum. 8. maí 2015 22:03 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Stjörnukonur búnar að vinna tvo titla í ár | Meistarar meistaranna í kvöld Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sigur í Meistarakeppni KSÍ eftir 4-1 sigur á Breiðabliki á heimavelli sínum, Samsung-vellinum í Garðabæ. 8. maí 2015 21:07
Stjarnan Lengjubikarmeistari kvenna Íslands- og bikarmeistararnir unnu 3-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum. 30. apríl 2015 22:08
Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42
Stjörnukonur eru handhafar allra fjögurra titlanna | Myndir Íslands- og bikarmeistararnir úr Garðabænum hafa því þegar unnuð tvo titla á þessu tímabili en þær unnu Lengjubikarinn fyrir átta dögum eftir 3-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum. 8. maí 2015 22:03