Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2015 19:53 Flugfélagið Ernir sér fram á að fjölga ferðum til Húsavíkur vegna iðnaðaruppbyggingar og skoðar jafnframt kaup á 30 sæta vélum. Fjölgun farþega til Vestmannaeyja og Hornafjarðar kallar einnig á stærri vélar. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Guðmundsson, forstjóra Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur hafði legið niðri um tólf ára skeið þegar Flugfélagið Ernir endurvakti flugleiðina fyrir þremur árum. Svo glaðir voru Þingeyingar að þrjúhundruð manns mættu á Aðaldalsflugvöll til að fagna Herði Guðmundssyni og félögum sem byrjuðu með því að fljúga nítján sæta Jetstream-vélum fjóra daga vikunnar, alls sjö ferðir í viku.Frá fyrsta flugi Ernis til Húsavíkur vorið 2012. Þá voru 7 ferðir í viku, núna eru 11-12 ferðir. Hörður býst að þeim fjölgi í 15-20 á viku.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú er orðin gjörbreytt staða með Húsavíkurflugið. Þar eru að fara í gang mestu framkvæmdir Norðurlands og þær kalla á meira flug. „Við erum að fara 11-12 ferðir núna, sem er bara áætlun, fyrir utan aukaferðir, sem við erum að fara nánast í hverri einustu viku núna. Ég á von á að því að þetta gætu orðið þetta 15-20 ferðir í viku meðan framkvæmdir eru í gangi,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir skoðar nú hvort þörf sé á að taka í notkun 30 sæta vél til Húsavíkur, eins og af gerðinni Jetstream 41 og Saab 340.„Yfir sumarmánuðina þá er alveg full þörf á slíkri vél, allavega hluta úr vikunni, aðeins stærri vél. En við munum byrja á því að fara varlega af stað og nota þann kost sem við höfum til staðar. En þegar líður á haustið og við sjáum hvert stefnir svona almennilega í þessum málum þá munum við taka frekari ákvarðanir um framhald,“ segir Hörður. En það er ekki bara Húsavík. Fleiri áætlunarstaðir hjá félaginu kalla á aukið flug og stærri vél og nefnir Hörður Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Þangað sé vaxandi farþegafjöldi, eins og er. „Þetta hefur verið í lægðinni og við erum að sjá í fyrsta skipti núna í nokkur ár að það er að fjölga farþegum frá mánuði til mánaðar, miðað við sömu mánuði á síðasta ári og þar áður.“ Þegar spurt er hvort unnt sé að lækka flugfargjöldin vill Hörður beina umræðunni að ríkisvaldinu. „Þetta á að vera hægt með því að laga skattaumhverfið og álögur og gjöld.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmiðinn á 8.500 krónur Ernir og Framsýn semja. 4. apríl 2015 10:00 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Flugfélagið Ernir sér fram á að fjölga ferðum til Húsavíkur vegna iðnaðaruppbyggingar og skoðar jafnframt kaup á 30 sæta vélum. Fjölgun farþega til Vestmannaeyja og Hornafjarðar kallar einnig á stærri vélar. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Guðmundsson, forstjóra Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur hafði legið niðri um tólf ára skeið þegar Flugfélagið Ernir endurvakti flugleiðina fyrir þremur árum. Svo glaðir voru Þingeyingar að þrjúhundruð manns mættu á Aðaldalsflugvöll til að fagna Herði Guðmundssyni og félögum sem byrjuðu með því að fljúga nítján sæta Jetstream-vélum fjóra daga vikunnar, alls sjö ferðir í viku.Frá fyrsta flugi Ernis til Húsavíkur vorið 2012. Þá voru 7 ferðir í viku, núna eru 11-12 ferðir. Hörður býst að þeim fjölgi í 15-20 á viku.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú er orðin gjörbreytt staða með Húsavíkurflugið. Þar eru að fara í gang mestu framkvæmdir Norðurlands og þær kalla á meira flug. „Við erum að fara 11-12 ferðir núna, sem er bara áætlun, fyrir utan aukaferðir, sem við erum að fara nánast í hverri einustu viku núna. Ég á von á að því að þetta gætu orðið þetta 15-20 ferðir í viku meðan framkvæmdir eru í gangi,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir skoðar nú hvort þörf sé á að taka í notkun 30 sæta vél til Húsavíkur, eins og af gerðinni Jetstream 41 og Saab 340.„Yfir sumarmánuðina þá er alveg full þörf á slíkri vél, allavega hluta úr vikunni, aðeins stærri vél. En við munum byrja á því að fara varlega af stað og nota þann kost sem við höfum til staðar. En þegar líður á haustið og við sjáum hvert stefnir svona almennilega í þessum málum þá munum við taka frekari ákvarðanir um framhald,“ segir Hörður. En það er ekki bara Húsavík. Fleiri áætlunarstaðir hjá félaginu kalla á aukið flug og stærri vél og nefnir Hörður Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Þangað sé vaxandi farþegafjöldi, eins og er. „Þetta hefur verið í lægðinni og við erum að sjá í fyrsta skipti núna í nokkur ár að það er að fjölga farþegum frá mánuði til mánaðar, miðað við sömu mánuði á síðasta ári og þar áður.“ Þegar spurt er hvort unnt sé að lækka flugfargjöldin vill Hörður beina umræðunni að ríkisvaldinu. „Þetta á að vera hægt með því að laga skattaumhverfið og álögur og gjöld.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmiðinn á 8.500 krónur Ernir og Framsýn semja. 4. apríl 2015 10:00 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15