Hvaða þýðingu hefur útganga Grikkja úr myntsamstarfinu? Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. júní 2015 17:30 Grikkir eru á barmi gjaldþrots og útgöngu úr evrusamstarfinu. Hefur það einhverja þýðingu fyrir Ísland og hvað gerist ef þeir hætta í myntsamstarfinu? Vandi Grikkja er slíkur að harmleikjaskáld landsins hefðu sennilega ekki getað skrifað handritið en fjallað var um málið í Klinkinu í Íslandi í dag. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði sagði í Klinkinu að „Grexit“, eins og útganga Grikkja úr evrunni hefur verið kölluð í breskum fjölmiðlum, hefði engin áhrif á Ísland. Ásgeir telur að krafa Þjóðverja um aðhald megi setja í sögulegt samhengi en Þjóðverjar hafa alltaf verið andsnúnir peningaprentun án þess að á bak við það séu raunveruleg verðmæti. Ásgeir er þar að vísa til þess að meðan Grikkir eru í myntsamstarfinu er gríski seðlabankinn í reynd útibú Evrópska Seðlabankans og getur gefið út skuldabréf í evrum sem er eiginleg peningaprentun. Ríkin á evrusvæðinu og AGS höfnuðu fyrr í dag tillögum Grikkja um aðhaldsaðgerðir gegn frekari fjárhagsaðstoð. Gríska ríkið skuldar 175-180 prósent af vergri landsframleiðslu eða 320 milljarða evra. Þetta er staðan þrátt fyrir að Grikkir hafi fengið myndarlegan „hárskurð“ árið 2012 með hjálp bandaríska lögmannsins Lee Buchheit, sem er Íslendingum að góðu kunnur og hefur verið kallaður „skólameistari“ skuldalögfræðinga heimsins, þegar hátt í 40 prósent af skuldum gríska ríkisins voru afskrifaðar. Minnisblaðið sem hin evruríkin og AGS höfnuðu í dag var eiginlegt tilboð Grikkja um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin er tilbúin að ráðast í en til þessa hefur verið himinn og haf á milli niðurskurðarkrafna Brussel og þess sem ráðamenn í Aþenu hafa verið tilbúnir að sættast á. Ef Grikkir fara í þrot, þ.e. virða skuldbindingar sínar að vettugi sem er staðan sem blasir við án frekari lánveitinga og lánalenginga, vita sérfræðingar í raun ekki nákvæmlega hvað tekur við í staðinn því viðfangsefnið er án fordæma. Eftir að myntsamstarfinu um evruna var komið á fót hefur það aldrei gerst að ríki hætti að nota gjaldmiðilinn.Að mati The Economist munu Grikkir þurfa að setja á gjaldeyrishöft, frysta innistæður í bönkum og hætta í evrunni. Þá verði fyrirkomulag peningamála einhvers konar skuldabréf fyrst um sinn, sem eru ekki veðhæf utan Grikklands. Hugsanlega tækju Grikkir upp drökmuna í kjölfarið í umhverfi þar sem alþjóðlegt traust á grísku hagkerfi væri við frostmark, sem er í reynd þegar raunin, en áhlaup hefur verið gert á gríska banka þar sem innistæður hafa verið millifærðar á reikninga erlendis í stórum stíl. Þýskir fjölmiðlar teikna upp mjög dökka mynd af stöðunni. Á forsíðu nýjasta tölublaðs hins virta þýska vikurits Der Spiegel er teikning af Evrópu á barmi hruns og fyrirsögnin er „Das Beben - Europas Scheitern,“ sem í lauslegri þýðingu mætti útleggjast sem, jarðskjálfti, bilun Evrópu. Lærdómur um að myntsamstarfið er gallað? Margir horfa til stöðunnar í Grikklandi sem fordæmis eða einhvers konar lærdóms um að myntsamstarfið sé gallað eða hafi verið ómögulegt frá byrjun. Þess skal getið að þessi umræða er ekki ný af nálinni. Hagfræðingar færðu fyrir því rök, jafnvel á síðustu öld á árdögum myntsamstarfsins, að það væri gallað því það gerði ekki ráð fyrir nægilega miklu samstarfi ríkjanna sem nota evruna í ríkisfjármálum.Hagfræðingurinn Philipp Bagus sem skrifaði „The tragedy of the euro" hefur t.d fært fyrir því sterk rök að evran í óbreyttri mynd gangi ekki upp. Evrusamstarfið sé dæmt til að liðast í sundur. Hann vill þess í stað hafa samkeppni ólíkra gjaldmiðla. Hann færir fyrir því rök að ríkisstjórnir ýmissa ríkja noti evrusamstarfið og Seðlabanka Evrópu sem tæki til að fjármagna halla heimafyrir.Grikkland á bjargbrúninni. „My big fat Greek divorce“ var skondin forsíða í vikunni hjá The Economist sem hitti beint í mark en titiillinn er skírskotun í þekkta kvikmynd.Hins vegar eru ríkin norðar í álfunni ekki að glíma við sömu vandamál og PIIGS-ríkin svokölluðu, það er Portúgal, Ítalía, Írland, Grikkland og Spánn. Þannig eru efasemdir um evrusamstarfið ekki áberandi í Hollandi, Finnlandi eða Eistlandi, svo fáein dæmi séu tekin. Í raun rennur röksemdafærslan í ákveðið þrot þegar bent er á að Grikkir, eins og fleiri PIIGS-ríki, margbrutu Maastricht-skilyrðin og sýndu óráðsíu í ríkisfjármálum fram að banka- og gjaldeyrishruninu. Þrátt fyrir framansagt er almennt viðurkennt að Brussel, með Þjóðverja í broddi fylkingar, hafi gengið of langt í að þröngva niðurskurðarhnífnum að Grikkjum. Þá hafi hörð niðurskurðarkrafa samhliða neyðarlánveitingum orðið þess valdandi að kreppan í Grikklandi varð mun dýpri en efni voru til enda hefðu Grikkir þurft á hinu gagnstæða að halda, þ.e. viðspyrnu og auknum ríkisútgjöldum, til að snúa hjólum atvinnulífsins í gang og keyra upp hagvöxt á árunum eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Sjá umfjöllun um málið í Klinkinu með því að smella á myndskeið með frétt eða hér. Grikkland Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Grikkir eru á barmi gjaldþrots og útgöngu úr evrusamstarfinu. Hefur það einhverja þýðingu fyrir Ísland og hvað gerist ef þeir hætta í myntsamstarfinu? Vandi Grikkja er slíkur að harmleikjaskáld landsins hefðu sennilega ekki getað skrifað handritið en fjallað var um málið í Klinkinu í Íslandi í dag. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði sagði í Klinkinu að „Grexit“, eins og útganga Grikkja úr evrunni hefur verið kölluð í breskum fjölmiðlum, hefði engin áhrif á Ísland. Ásgeir telur að krafa Þjóðverja um aðhald megi setja í sögulegt samhengi en Þjóðverjar hafa alltaf verið andsnúnir peningaprentun án þess að á bak við það séu raunveruleg verðmæti. Ásgeir er þar að vísa til þess að meðan Grikkir eru í myntsamstarfinu er gríski seðlabankinn í reynd útibú Evrópska Seðlabankans og getur gefið út skuldabréf í evrum sem er eiginleg peningaprentun. Ríkin á evrusvæðinu og AGS höfnuðu fyrr í dag tillögum Grikkja um aðhaldsaðgerðir gegn frekari fjárhagsaðstoð. Gríska ríkið skuldar 175-180 prósent af vergri landsframleiðslu eða 320 milljarða evra. Þetta er staðan þrátt fyrir að Grikkir hafi fengið myndarlegan „hárskurð“ árið 2012 með hjálp bandaríska lögmannsins Lee Buchheit, sem er Íslendingum að góðu kunnur og hefur verið kallaður „skólameistari“ skuldalögfræðinga heimsins, þegar hátt í 40 prósent af skuldum gríska ríkisins voru afskrifaðar. Minnisblaðið sem hin evruríkin og AGS höfnuðu í dag var eiginlegt tilboð Grikkja um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin er tilbúin að ráðast í en til þessa hefur verið himinn og haf á milli niðurskurðarkrafna Brussel og þess sem ráðamenn í Aþenu hafa verið tilbúnir að sættast á. Ef Grikkir fara í þrot, þ.e. virða skuldbindingar sínar að vettugi sem er staðan sem blasir við án frekari lánveitinga og lánalenginga, vita sérfræðingar í raun ekki nákvæmlega hvað tekur við í staðinn því viðfangsefnið er án fordæma. Eftir að myntsamstarfinu um evruna var komið á fót hefur það aldrei gerst að ríki hætti að nota gjaldmiðilinn.Að mati The Economist munu Grikkir þurfa að setja á gjaldeyrishöft, frysta innistæður í bönkum og hætta í evrunni. Þá verði fyrirkomulag peningamála einhvers konar skuldabréf fyrst um sinn, sem eru ekki veðhæf utan Grikklands. Hugsanlega tækju Grikkir upp drökmuna í kjölfarið í umhverfi þar sem alþjóðlegt traust á grísku hagkerfi væri við frostmark, sem er í reynd þegar raunin, en áhlaup hefur verið gert á gríska banka þar sem innistæður hafa verið millifærðar á reikninga erlendis í stórum stíl. Þýskir fjölmiðlar teikna upp mjög dökka mynd af stöðunni. Á forsíðu nýjasta tölublaðs hins virta þýska vikurits Der Spiegel er teikning af Evrópu á barmi hruns og fyrirsögnin er „Das Beben - Europas Scheitern,“ sem í lauslegri þýðingu mætti útleggjast sem, jarðskjálfti, bilun Evrópu. Lærdómur um að myntsamstarfið er gallað? Margir horfa til stöðunnar í Grikklandi sem fordæmis eða einhvers konar lærdóms um að myntsamstarfið sé gallað eða hafi verið ómögulegt frá byrjun. Þess skal getið að þessi umræða er ekki ný af nálinni. Hagfræðingar færðu fyrir því rök, jafnvel á síðustu öld á árdögum myntsamstarfsins, að það væri gallað því það gerði ekki ráð fyrir nægilega miklu samstarfi ríkjanna sem nota evruna í ríkisfjármálum.Hagfræðingurinn Philipp Bagus sem skrifaði „The tragedy of the euro" hefur t.d fært fyrir því sterk rök að evran í óbreyttri mynd gangi ekki upp. Evrusamstarfið sé dæmt til að liðast í sundur. Hann vill þess í stað hafa samkeppni ólíkra gjaldmiðla. Hann færir fyrir því rök að ríkisstjórnir ýmissa ríkja noti evrusamstarfið og Seðlabanka Evrópu sem tæki til að fjármagna halla heimafyrir.Grikkland á bjargbrúninni. „My big fat Greek divorce“ var skondin forsíða í vikunni hjá The Economist sem hitti beint í mark en titiillinn er skírskotun í þekkta kvikmynd.Hins vegar eru ríkin norðar í álfunni ekki að glíma við sömu vandamál og PIIGS-ríkin svokölluðu, það er Portúgal, Ítalía, Írland, Grikkland og Spánn. Þannig eru efasemdir um evrusamstarfið ekki áberandi í Hollandi, Finnlandi eða Eistlandi, svo fáein dæmi séu tekin. Í raun rennur röksemdafærslan í ákveðið þrot þegar bent er á að Grikkir, eins og fleiri PIIGS-ríki, margbrutu Maastricht-skilyrðin og sýndu óráðsíu í ríkisfjármálum fram að banka- og gjaldeyrishruninu. Þrátt fyrir framansagt er almennt viðurkennt að Brussel, með Þjóðverja í broddi fylkingar, hafi gengið of langt í að þröngva niðurskurðarhnífnum að Grikkjum. Þá hafi hörð niðurskurðarkrafa samhliða neyðarlánveitingum orðið þess valdandi að kreppan í Grikklandi varð mun dýpri en efni voru til enda hefðu Grikkir þurft á hinu gagnstæða að halda, þ.e. viðspyrnu og auknum ríkisútgjöldum, til að snúa hjólum atvinnulífsins í gang og keyra upp hagvöxt á árunum eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Sjá umfjöllun um málið í Klinkinu með því að smella á myndskeið með frétt eða hér.
Grikkland Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira