Dagný klárar tímabilið með Selfossi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2015 07:14 Dagný og stöllur hennar í Selfossi mæta Breiðabliki í toppslag á morgun. vísir/pjetur Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir talar um örlög þegar hún ræðir um ástæður þess að hún sé aftur komin í Selfoss þegar hún ætlaði að vera að spila knattspyrnu í New York. Dagný spilaði bara hálft tímabil með Selfossi í fyrra og missti meðal annars af bikarúrslitaleiknum en hún ætlar að hjálpa hinu unga liði Selfoss fram í lokaumferðina í haust. „Það var svolítið svekkjandi að vera ekki á leiðinni til Bandaríkjanna því ég var búin að gíra mig í það. Það gerir þetta miklu skemmtilegra að það gangi vel með Selfossi og stelpurnar eru líka sáttar við að ég sé hérna,“ segir Dagný. Selfoss tapaði fyrsta leiknum þar sem hún sat uppi í stúku en hefur síðan unnið sex leiki í röð. Í fyrra yfirgaf hún liðið fyrir bikarúrslitaleikinn en nú fórnar hún tækifærum til að spila á Norðurlöndum eftir HM-fríið. „Ég er búin að fá samningstilboð frá Noregi og Svíþjóð og ég neitaði þeim. Ég er því búin að taka ákvörðun um að klára tímabilið með Selfossi,“ sagði Dagný í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég var ekki alveg tilbúin að fara aftur út og spila bara í hálft ár. Það er öðruvísi að koma ný inn í lið á miðju tímabili og ég var ekki tilbúin að gera það aftur. Ég er búin að ákveða það að spila hér heima fram í september og ef það gengur upp þá ætla ég líka að spila frá september til desember úti í Ástralíu,“ segir Dagný.Vildi komast til Japans „Sænsku og norsku deildirnar klárast í október og ég ætla að fara til Bandaríkjanna á næsta ári en sú deild byrjar ekki fyrr en í mars. Mér fannst of langt að spila ekkert frá október fram í mars,“ segir Dagný og hún var um tíma að reyna að komast til Asíu „Það eru ekki margar deildir í gangi en það er verið að spila í Þýskalandi, Frakklandi, Japan og Ástralíu. Ég ætla ekki til Þýskalands aftur og ég er ekki spennt fyrir Frakklandi því þar eru tvö topplið sem eru að vinna leikina sína 10-0. Ég ætlaði að reyna að komast til Japans, því fyrrverandi aðstoðarþjálfari minn hjá Florida State er Japani og hann er með fullt af góðum samböndum þar. Það kom hins vegar í ljós fyrir helgi að það er ekki að ganga upp vegna peningamála því það er ekki verið að taka útlendinga inn í Japan. Núna ætla ég að reyna að komast að í Ástralíu og nú er bara spurning um hvort ég finn lið,“ segir Dagný.Núna vita þær að þær eru góðar Dagný sér meiri trú í Selfossliðinu í ár en í fyrra. „Í ár hafa þær meiri trú því þær vita að þær eru góðar. Það skiptir miklu máli að þær hafi trú á því að þær geti þetta,“ segir Dagný og það efast enginn um að innkoma hennar hefur skipt Selfossliðið miklu máli. Hún talar líka um góðan stuðning. „Það eru stelpur í liðinu frá Þorlákshöfn, Selfossi, Hveragerði, Hellu og Hvolsvelli. Við erum því með stuðning frá öllu Suðurlandinu,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er að spila með sínu þriðja liði á innan við ári og alls staðar hefur gengið vel, bæði hjá henni og liðinu hennar. En hefur hlutverk hennar verið ólíkt í þessum þremur liðum. „Þegar ég hætti hjá Florida State þá var ég fyrirliðinn og með stórt hlutverk. Mér tókst að vinna titilinn á síðasta tímabilinu mínu í skólanum. Hjá Bayern var ég eini nýliðinn sem kom inn í lið sem var búið að vera saman í hálft ár. Ég spila bara seinni helminginn og þurfti því að berjast fyrir mínu og sanna mig. Ég var með Selfossi í fyrra og þekki þær flestar. Við Gumma (Guðmunda Brynja Óladóttir) erum einu A-landsliðskonurnar en ég er með mun fleiri leiki og það er ætlast til þess að ég spili vel og geri eitthvað gagn,“ segir Dagný og hún kann vel við það að vera í ábyrgðarhlutverki í sínu liði.Gæti ekki spilað í Frakklandi „Ég gæti ekki spilað í Frakklandi þar sem maður fer í leiki og veit að þú ert að fara vinna 10-0. Það er bara leiðinlegt. Það er miklu skemmtilegra að fara í leiki þar sem þú veist að þú þarft að spila vel til að geta unnið. Ég hefði getað farið í annað lið því það höfðu fleiri íslensk lið samband. Mér finnst meira spennandi að fara í lið þar sem ég þarf að spila hundrað prósent ef við ætlum að vinna. Það er ekki gaman að spila bara af 70 prósent getu en vinna samt,“ segir Dagný. Næst á dagskrá er toppslagur við Breiðablik. „Fólk myndi kannski segja að Breiðablik væri sterkara á blaði, með fleiri landsliðsmenn og eldra og reyndara lið. Við unnum þær þarna í fyrra og ef við spilum allar okkar besta leik eins og í fyrra þá er aldrei að vita hvað gerist. Selfoss hefur aldrei náð því að komast í toppsætið en Selfossliðið hefur alltaf verið að skrifa nýja og nýja sögu nánast í hverjum mánuði síðan liðið komst upp í Pepsi-deildina. Ef við vinnum Breiðablik þá er komin enn ein ný saga,“ segir Dagný. Hún segir metnaðinn vera mikinn hjá liðsfélögum sínum. „Ég er búin að upplifa mikið á mínum ferli til þessa og það er gaman að hjálpa ungu leikmönnunum að reyna að gera það sama. Mér finnst gaman að hjálpa stelpum sem vilja komast í A-landsliðið og þegar þær spyrja mig hvort ég geti komið með þeim á aukaæfingu eða hvort þær megi koma með mér því ég æfi mikið aukalega. Þær vilja bæta sig og þær langar að ná langt og það er gaman að spila með þannig liðsfélögum,“ sagði Dagný að lokum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir talar um örlög þegar hún ræðir um ástæður þess að hún sé aftur komin í Selfoss þegar hún ætlaði að vera að spila knattspyrnu í New York. Dagný spilaði bara hálft tímabil með Selfossi í fyrra og missti meðal annars af bikarúrslitaleiknum en hún ætlar að hjálpa hinu unga liði Selfoss fram í lokaumferðina í haust. „Það var svolítið svekkjandi að vera ekki á leiðinni til Bandaríkjanna því ég var búin að gíra mig í það. Það gerir þetta miklu skemmtilegra að það gangi vel með Selfossi og stelpurnar eru líka sáttar við að ég sé hérna,“ segir Dagný. Selfoss tapaði fyrsta leiknum þar sem hún sat uppi í stúku en hefur síðan unnið sex leiki í röð. Í fyrra yfirgaf hún liðið fyrir bikarúrslitaleikinn en nú fórnar hún tækifærum til að spila á Norðurlöndum eftir HM-fríið. „Ég er búin að fá samningstilboð frá Noregi og Svíþjóð og ég neitaði þeim. Ég er því búin að taka ákvörðun um að klára tímabilið með Selfossi,“ sagði Dagný í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég var ekki alveg tilbúin að fara aftur út og spila bara í hálft ár. Það er öðruvísi að koma ný inn í lið á miðju tímabili og ég var ekki tilbúin að gera það aftur. Ég er búin að ákveða það að spila hér heima fram í september og ef það gengur upp þá ætla ég líka að spila frá september til desember úti í Ástralíu,“ segir Dagný.Vildi komast til Japans „Sænsku og norsku deildirnar klárast í október og ég ætla að fara til Bandaríkjanna á næsta ári en sú deild byrjar ekki fyrr en í mars. Mér fannst of langt að spila ekkert frá október fram í mars,“ segir Dagný og hún var um tíma að reyna að komast til Asíu „Það eru ekki margar deildir í gangi en það er verið að spila í Þýskalandi, Frakklandi, Japan og Ástralíu. Ég ætla ekki til Þýskalands aftur og ég er ekki spennt fyrir Frakklandi því þar eru tvö topplið sem eru að vinna leikina sína 10-0. Ég ætlaði að reyna að komast til Japans, því fyrrverandi aðstoðarþjálfari minn hjá Florida State er Japani og hann er með fullt af góðum samböndum þar. Það kom hins vegar í ljós fyrir helgi að það er ekki að ganga upp vegna peningamála því það er ekki verið að taka útlendinga inn í Japan. Núna ætla ég að reyna að komast að í Ástralíu og nú er bara spurning um hvort ég finn lið,“ segir Dagný.Núna vita þær að þær eru góðar Dagný sér meiri trú í Selfossliðinu í ár en í fyrra. „Í ár hafa þær meiri trú því þær vita að þær eru góðar. Það skiptir miklu máli að þær hafi trú á því að þær geti þetta,“ segir Dagný og það efast enginn um að innkoma hennar hefur skipt Selfossliðið miklu máli. Hún talar líka um góðan stuðning. „Það eru stelpur í liðinu frá Þorlákshöfn, Selfossi, Hveragerði, Hellu og Hvolsvelli. Við erum því með stuðning frá öllu Suðurlandinu,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er að spila með sínu þriðja liði á innan við ári og alls staðar hefur gengið vel, bæði hjá henni og liðinu hennar. En hefur hlutverk hennar verið ólíkt í þessum þremur liðum. „Þegar ég hætti hjá Florida State þá var ég fyrirliðinn og með stórt hlutverk. Mér tókst að vinna titilinn á síðasta tímabilinu mínu í skólanum. Hjá Bayern var ég eini nýliðinn sem kom inn í lið sem var búið að vera saman í hálft ár. Ég spila bara seinni helminginn og þurfti því að berjast fyrir mínu og sanna mig. Ég var með Selfossi í fyrra og þekki þær flestar. Við Gumma (Guðmunda Brynja Óladóttir) erum einu A-landsliðskonurnar en ég er með mun fleiri leiki og það er ætlast til þess að ég spili vel og geri eitthvað gagn,“ segir Dagný og hún kann vel við það að vera í ábyrgðarhlutverki í sínu liði.Gæti ekki spilað í Frakklandi „Ég gæti ekki spilað í Frakklandi þar sem maður fer í leiki og veit að þú ert að fara vinna 10-0. Það er bara leiðinlegt. Það er miklu skemmtilegra að fara í leiki þar sem þú veist að þú þarft að spila vel til að geta unnið. Ég hefði getað farið í annað lið því það höfðu fleiri íslensk lið samband. Mér finnst meira spennandi að fara í lið þar sem ég þarf að spila hundrað prósent ef við ætlum að vinna. Það er ekki gaman að spila bara af 70 prósent getu en vinna samt,“ segir Dagný. Næst á dagskrá er toppslagur við Breiðablik. „Fólk myndi kannski segja að Breiðablik væri sterkara á blaði, með fleiri landsliðsmenn og eldra og reyndara lið. Við unnum þær þarna í fyrra og ef við spilum allar okkar besta leik eins og í fyrra þá er aldrei að vita hvað gerist. Selfoss hefur aldrei náð því að komast í toppsætið en Selfossliðið hefur alltaf verið að skrifa nýja og nýja sögu nánast í hverjum mánuði síðan liðið komst upp í Pepsi-deildina. Ef við vinnum Breiðablik þá er komin enn ein ný saga,“ segir Dagný. Hún segir metnaðinn vera mikinn hjá liðsfélögum sínum. „Ég er búin að upplifa mikið á mínum ferli til þessa og það er gaman að hjálpa ungu leikmönnunum að reyna að gera það sama. Mér finnst gaman að hjálpa stelpum sem vilja komast í A-landsliðið og þegar þær spyrja mig hvort ég geti komið með þeim á aukaæfingu eða hvort þær megi koma með mér því ég æfi mikið aukalega. Þær vilja bæta sig og þær langar að ná langt og það er gaman að spila með þannig liðsfélögum,“ sagði Dagný að lokum
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira