Hamborgarastaðurinn Burger King býður nú upp á borgara í rauðu brauði með rauðum osti á veitingastöðum sínum sínum í Japan.
Rauði borgarinn kemur í tveimur útgáfum, annars vegar með nautakjöti og hins vegar með kjúklingi og er nefndur eftir samúræjum.
Burger King bætti tómatdufti út í brauðið og ostinn til að fá rauða litinn fram.
Á síðasta ári bauð staðurinn upp á hamborgara í svörtu brauði með svörtum osti, einnig í Japan, og vakti sú nýjung mikla athygli. Svarti borgarinn kemur aftur á matseðilinn síðar á þessu ári í endurbættri útgáfu með eggaldini.
