Facebook færði konuna úr skugga karlsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júlí 2015 10:45 Hér má sjá táknið sem breytt var - nýja táknið, til hægri, sýnir konuna standa fyrir framan manninn, örlítið minni og með nýja hárgreiðslu. Tákn skipta máli. Sú einfalda staðreynd fékk Caitlin Winner, yfirhönnuð hjá Facebook til þess að breyta því hvernig tákn síðunnar endurspeglar konur. Nokkur atriði trufluðu Winner þegar kom að skuggamyndinni sem sjá má hér til hliðar sem notuð hefur verið víðsvegar um Facebook.Gamla Facebook-táknið fyrir konu var ósamhverft og hárið sem hjálmur Svarthöfða að mati Catilin Winner.Í fyrsta lagi voru axlir konunnar ekki samhverfar og hún var með skarð í öxlinni. Caitlin Winner skrifar ítarlega um breytingarnar í grein á síðunni Medium og þar notar hún orðatiltækið „to have a chip on one's shoulder“ eða „að vera með skarð í öxl“. Á ensku merkir orðatiltækið að vera reiður yfir að vera beittur óréttlæti eða að líða eins og maður sé á einhvern hátt ekki jafnmikils virði og aðrir.Winner þótti hár konunnar á Facebook minna mest á hjálm Svarthöfða.„Ég gerði ekki ráð fyrir að þetta hefði verið gert viljandi heldur vandamálið bara hugsunarleysi. En sem kona með tvær sterklegar axlir þá móðgaðist ég. Og auk þess sem konan er alltaf fyrir aftan karlinn í táknmyndum hópa. Og svo ekki sé minnst á að hár konunnar leit út eins og hjálmur Svarthöfða.“ Eftir að Winner hafði kvartað við samstarfsmann um táknið var hún minnt á kennisetningu Facebook: „Ekkert hjá Facebook er vandamál einhvers annars.“ Því hóf hún að finna lausn á vandanum sjálf, teiknaði nýtt tákn fyrir konu, lagaði axlirnar og teiknaði upp nokkrar mismunandi hárgreiðslur.Hér má sjá nokkrar mismunandi hárgreiðslur sem komu til greina á Facebook konuna.En hún hætti ekki þar heldur ákvað að nútímavæða tákn karlmannsins líka og þróa þriggja persónu táknmynd sem gæti verið notuð þegar Facebook reyndi að vera hlutlaus þegar kom að kyni.Caitlin Winner hannaði fyrsta kynhlutlausa tákn Facebook.Myndin sem nísti hvað mest var þó hóp- og vinaatáknið sem staðsetti karlmanninn alltaf fyrir framan konuna, karlinn stærri og konan mun minni fyrir aftan. „Sem kona, menntuð við kvennaskóla, þá var erfitt fyrir mig að lesa ekki neitt í táknið, konan stóð fremur bókstaflega í skugga mannsins.“ Eftir að hún reyndi að láta skuggamyndirnar standa hlið við hlið með þeim afleiðingum að táknmyndin virtist vera af goðsagnakenndu tvíhöfða skrímsli ákvað hún að færa konuna fyrir framan karlinn. Þessi tákn hafa nú orðið virk hjá mörgum notendum samfélagsmiðilsins. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tákn skipta máli. Sú einfalda staðreynd fékk Caitlin Winner, yfirhönnuð hjá Facebook til þess að breyta því hvernig tákn síðunnar endurspeglar konur. Nokkur atriði trufluðu Winner þegar kom að skuggamyndinni sem sjá má hér til hliðar sem notuð hefur verið víðsvegar um Facebook.Gamla Facebook-táknið fyrir konu var ósamhverft og hárið sem hjálmur Svarthöfða að mati Catilin Winner.Í fyrsta lagi voru axlir konunnar ekki samhverfar og hún var með skarð í öxlinni. Caitlin Winner skrifar ítarlega um breytingarnar í grein á síðunni Medium og þar notar hún orðatiltækið „to have a chip on one's shoulder“ eða „að vera með skarð í öxl“. Á ensku merkir orðatiltækið að vera reiður yfir að vera beittur óréttlæti eða að líða eins og maður sé á einhvern hátt ekki jafnmikils virði og aðrir.Winner þótti hár konunnar á Facebook minna mest á hjálm Svarthöfða.„Ég gerði ekki ráð fyrir að þetta hefði verið gert viljandi heldur vandamálið bara hugsunarleysi. En sem kona með tvær sterklegar axlir þá móðgaðist ég. Og auk þess sem konan er alltaf fyrir aftan karlinn í táknmyndum hópa. Og svo ekki sé minnst á að hár konunnar leit út eins og hjálmur Svarthöfða.“ Eftir að Winner hafði kvartað við samstarfsmann um táknið var hún minnt á kennisetningu Facebook: „Ekkert hjá Facebook er vandamál einhvers annars.“ Því hóf hún að finna lausn á vandanum sjálf, teiknaði nýtt tákn fyrir konu, lagaði axlirnar og teiknaði upp nokkrar mismunandi hárgreiðslur.Hér má sjá nokkrar mismunandi hárgreiðslur sem komu til greina á Facebook konuna.En hún hætti ekki þar heldur ákvað að nútímavæða tákn karlmannsins líka og þróa þriggja persónu táknmynd sem gæti verið notuð þegar Facebook reyndi að vera hlutlaus þegar kom að kyni.Caitlin Winner hannaði fyrsta kynhlutlausa tákn Facebook.Myndin sem nísti hvað mest var þó hóp- og vinaatáknið sem staðsetti karlmanninn alltaf fyrir framan konuna, karlinn stærri og konan mun minni fyrir aftan. „Sem kona, menntuð við kvennaskóla, þá var erfitt fyrir mig að lesa ekki neitt í táknið, konan stóð fremur bókstaflega í skugga mannsins.“ Eftir að hún reyndi að láta skuggamyndirnar standa hlið við hlið með þeim afleiðingum að táknmyndin virtist vera af goðsagnakenndu tvíhöfða skrímsli ákvað hún að færa konuna fyrir framan karlinn. Þessi tákn hafa nú orðið virk hjá mörgum notendum samfélagsmiðilsins.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira