Búið er að opna kauphöllina í New York (NYSE) á ný en henni var lokað í dag vegna tæknilegra örðugleika.
Kauphöllinni var lokað í rúma þrjá klukkutíma, fjárfestum til mikils ama, en mikill órói hefur verið á mörkuðum undanfarið vegna ástandsins í Grikklandi og mikillar lækkunar á hlutabréfamörkuðum í Kína.
Ekki er talið að um tölvuárás hafi verið að ræða, að því er fram kemur í frétt Reuters um málið. Forseti kauphallarinnar, Thomas Farley, sagði í viðtali við CNBC meðan á lokuninni stóð að þetta væri ekki góður dagur og að hann harmaði áhrifin sem þetta hefði á viðskiptavini NYSE.
Fjárfestar biðu í ofvæni eftir því að kauphöllin opnaði þar sem mikill meirihluta viðskipta í henni fer fram við lokun markaðarins sem þá ráða hlutabréfaverðinu í lok dags.
Kauphöllin í New York var lokuð í rúma þrjá klukkutíma

Tengdar fréttir

Lokað í kauphöllinni í New York vegna tæknilegra örðugleika
Bandarísk stjórnvöld telja ekki að um tölvuárás sé að ræða.