Tsipras skorar á Grikki að fella tilboð lánadrottna Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 18:50 Forsætisráðherra Grikklands skorar á þjóðina að fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næst komandi sunnudag. Ræðismaður Íslands segir hins vegar tvær grímur farnar að falla á grískan almenning sem ekki sé vanur að ráða málum sínum sjálfur. Alexis Tsipras tók stóra áhættu með því að senda síðasta tilboð lánadrottna gríska ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjufullir lífeyrisþegar stormuðu í bankana í dag sem voru opnir eingöngu fyrir þá til að leysa út lífeyri sinn. Margir óttast að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni flæmi Grikki út úr evrusvæðinu. „Þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru Grikklands á evrusvæðinu að gera. Það er algerlega á hreinu og það ætti enginn að velkjast í vafa um það,“ sagði Tsipras í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að í fyrstu hafi fólk verið einhuga að kjósa eftir vilja forsætisráðherrans og fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það sé þó að breytast og þeim fjölgi sem ætli að segja já. Grikkir séu hins vegar ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum enda er þetta sú fyrsta í 41 ár. „Núna allt í einu þarf fólk að upplýsa sig, hvað á að gera og taka ákvarðanir sjálfir. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera. Þannig að það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki með hverju það á að greiða atkvæði. Hvort það á að segja nei eða já. Hvað er best fyrir ríkið, hvað er best fyrir það sjálft,“ segir Lyberopoulus. „Persónulega reiknaði ég aldrei með að lýðræðisleg Evrópa hefði ekki skilning á því að gefa þyrfti Grikkjum tíma og ráðrúm til að ákveða framtíð sína. En framganga öfgafullra íhaldsafla hefur kæft banka landsins og það er augljóst að markmið þeirra er að heimfæra fjárkúgun þeirra yfir á allan almenning í landinu,” sagði Tsipras í ávarpi sínu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samskiptum leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Tsipras hafi ekki verið spillt til frambúðar. Hún og Francois Hollande Frakklandsforseti vilja halda Grikkjum innan evrusvæðisins. „Það er skylda okkar að tryggja að Grikkir verði áfram á evrusvæðinu. Það ræðst af Grikklandi sjálfu og ekki hvað síst niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þetta ræðst líka af okkur, okkur öllum. Sem Evrópumaður vil ég ekki sjá evrusvæðið liðast í sundur. Ég er ekki gefinn fyrir óafturkræfar yfirlýsingar og harðneskjulegar sviftingar,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti í dag. Grikkland Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Forsætisráðherra Grikklands skorar á þjóðina að fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu næst komandi sunnudag. Ræðismaður Íslands segir hins vegar tvær grímur farnar að falla á grískan almenning sem ekki sé vanur að ráða málum sínum sjálfur. Alexis Tsipras tók stóra áhættu með því að senda síðasta tilboð lánadrottna gríska ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhyggjufullir lífeyrisþegar stormuðu í bankana í dag sem voru opnir eingöngu fyrir þá til að leysa út lífeyri sinn. Margir óttast að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni flæmi Grikki út úr evrusvæðinu. „Þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru Grikklands á evrusvæðinu að gera. Það er algerlega á hreinu og það ætti enginn að velkjast í vafa um það,“ sagði Tsipras í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að í fyrstu hafi fólk verið einhuga að kjósa eftir vilja forsætisráðherrans og fella tilboð lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það sé þó að breytast og þeim fjölgi sem ætli að segja já. Grikkir séu hins vegar ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum enda er þetta sú fyrsta í 41 ár. „Núna allt í einu þarf fólk að upplýsa sig, hvað á að gera og taka ákvarðanir sjálfir. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera. Þannig að það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki með hverju það á að greiða atkvæði. Hvort það á að segja nei eða já. Hvað er best fyrir ríkið, hvað er best fyrir það sjálft,“ segir Lyberopoulus. „Persónulega reiknaði ég aldrei með að lýðræðisleg Evrópa hefði ekki skilning á því að gefa þyrfti Grikkjum tíma og ráðrúm til að ákveða framtíð sína. En framganga öfgafullra íhaldsafla hefur kæft banka landsins og það er augljóst að markmið þeirra er að heimfæra fjárkúgun þeirra yfir á allan almenning í landinu,” sagði Tsipras í ávarpi sínu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samskiptum leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og Tsipras hafi ekki verið spillt til frambúðar. Hún og Francois Hollande Frakklandsforseti vilja halda Grikkjum innan evrusvæðisins. „Það er skylda okkar að tryggja að Grikkir verði áfram á evrusvæðinu. Það ræðst af Grikklandi sjálfu og ekki hvað síst niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En þetta ræðst líka af okkur, okkur öllum. Sem Evrópumaður vil ég ekki sjá evrusvæðið liðast í sundur. Ég er ekki gefinn fyrir óafturkræfar yfirlýsingar og harðneskjulegar sviftingar,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti í dag.
Grikkland Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira