Þetta eru launahæstu stjörnur heims Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 09:37 Floyd Meaweather, Manny Pacquiao og Katy Perry eru í fyrstu þremur sætunum á lista Forbes yfir tekjuhæstu stjörnurnar. vísir Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir launahæstu stjörnur heims og kom listinn fyrir árið 2015 út í vikunni. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather toppar listann í ár með 300 milljónir dala í tekjur fyrir seinustu tólf mánuði. Íþróttamaður hefur aldrei áður verið með jafnháar tekjur samkvæmt Forbes en peningurinn kemur að mestu leyti frá bardaga Mayweather og Manny Pacquiao í Las Vegas í maí síðastliðnum. Pacquiao er einmitt í öðru sæti listans með 160 milljónir dala í tekjur en í þriðja sæti er söngkonan Katy Perry sem halaði inn litlar 135 miljónir dala. Strákabandið One Direction er í næsta sæti á eftir Perry með 130 milljónir dala og í fimmta sæti er útvarps-og sjónvarpsmaðurinn Howard Stern með 95 milljónir dala í tekjur. Kántrísöngvarinn Garth Brooks kemur svo í sjötta sæti með 90 milljónir dala og spennusagnahöfundurinn James Patterson fylgir fast á hæla hans með 89 milljónir dala. Taylor Swift og Robert Downey Jr. eru eru í 8.-9. sæti með 80 milljónir dala í tekjur. Í tíunda sæti er svo launahæsti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, með 79,5 milljónir dala. Af 100 manns á listanum eru aðeins 16 konur. Þær eru með samtals 809 milljónir dala í tekjur á meðan karlarnir tóku inn 4,35 milljarða dala. Í umfjöllun Forbes um listann kemur fram að endurspegli greinilega gríðarmikinn launamun kynjanna, ekki aðeins í skemmtanabransanum, heldur í samfélaginu öllu. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir launahæstu stjörnur heims og kom listinn fyrir árið 2015 út í vikunni. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather toppar listann í ár með 300 milljónir dala í tekjur fyrir seinustu tólf mánuði. Íþróttamaður hefur aldrei áður verið með jafnháar tekjur samkvæmt Forbes en peningurinn kemur að mestu leyti frá bardaga Mayweather og Manny Pacquiao í Las Vegas í maí síðastliðnum. Pacquiao er einmitt í öðru sæti listans með 160 milljónir dala í tekjur en í þriðja sæti er söngkonan Katy Perry sem halaði inn litlar 135 miljónir dala. Strákabandið One Direction er í næsta sæti á eftir Perry með 130 milljónir dala og í fimmta sæti er útvarps-og sjónvarpsmaðurinn Howard Stern með 95 milljónir dala í tekjur. Kántrísöngvarinn Garth Brooks kemur svo í sjötta sæti með 90 milljónir dala og spennusagnahöfundurinn James Patterson fylgir fast á hæla hans með 89 milljónir dala. Taylor Swift og Robert Downey Jr. eru eru í 8.-9. sæti með 80 milljónir dala í tekjur. Í tíunda sæti er svo launahæsti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, með 79,5 milljónir dala. Af 100 manns á listanum eru aðeins 16 konur. Þær eru með samtals 809 milljónir dala í tekjur á meðan karlarnir tóku inn 4,35 milljarða dala. Í umfjöllun Forbes um listann kemur fram að endurspegli greinilega gríðarmikinn launamun kynjanna, ekki aðeins í skemmtanabransanum, heldur í samfélaginu öllu.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira