Erfiðasta áætlun Evrópusambandsins til þessa Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 20:12 Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu hafa þegar gripið til aðgerða til að tryggja ríkissjóði og bönkum í Grikklandi fjármagn þar til björgunarpakki sem gríska þingið samþykkti í nótt kemur til framkvæmda. Fjármálaráðherra Finnlands segir vanda Grikkja þann erfiðasta sem Evrópusambandið og evrusvæðið hafi staðið frammi fyrir. Gríska þingið samþykkti í nótt nauðsynleg frumvörp vegna lánapakka Grikklands með 229 atkvæðum af þrjúhundruð. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra, greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna, að frátöldum kommúnistum og þjóðernisöfgasinnum, greiddi atkvæði með frumvörpunum. Stamatis Skabardonis, félagi í Syriza, óttast ekki að flokkurinn klofni vegna þessa. „Við munum öll standa saman í baráttunni við þessar aðstæður þar sem við höfum snöru um hálsinn. Þetta var mjög erfið en hughrökk ákvörðun. Fólk mun fylkjast út á göturnar til að sjá til þess að þessi vinstri stjórn falli ekki,“ sagði Skabardonis við fréttamenn að lokinni atkvæðagreiðslunni. Bankar voru enn lokaðir í Grikklandi í dag en bankastjóri Seðlabanka Evrópu tilkynnti í dag að Grikkir fengju nú þegar 900 milljónir evra til að lifa af næstu viku. Þá fá Grikkir sjö milljarða evra lán til að brúa bilið þar til heildaraðgerðir upp á 89 milljarða verða komnar til framkvæmda. En þeir þurfa meðal annars að standa skil á 3,5 milljörðum til Evrópska seðlabankans á mánudag. Hópur Þjóðverja mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar bankans í Frankfurt í Þýskalandi í dag og var bankinn sakaður um allt of mikla hörku í garð Grikkja. Nær væri að fresta gjalddögum bankans en neyða þá til nýrra lána til að standa í skilum. Samþykkja þurfti aðgerðirnar á nokkrum þjóðþingum evruríkjanna, m.a. í Finnlandi en finnska þingið samþykkti tillögurnar í dag. Finnar hafa verið meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Grikki hvað mest fyrir slæma efnahagsstjórn og að standa ekki við gefin loforð og hefur Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands, farið framarlega í gagnrýninni. „Vegna þess að þetta er sennilega erfiðasta ferli sem við höfum upplifað í nokkurri áætlun sem samkomulag hefur náðst um áður á vettvangi Evrópusambandsins. En við verðum að hafa í huga að okkur tókst ætlunarverk okkar í áætlunni vegna Írlands, Portúgals og upp að vissu marki í áætlun Spánar og Kýpur. Ef þessum ströngu skilyrðum verður fylgt eftir í Grikklandi munum við komast upp úr þessum pyttum líka,“ segir Stubb. Tengdar fréttir Telur líklegt að boðað verði til kosninga í Grikklandi í haust Innanríkisráðherra Grikklands segir líklegt að boðað verði til þingkosninga í Grikklandi í september eða október. 16. júlí 2015 12:55 Grikkir samþykkja evrópska lánapakkann Alls greiddu 229 þingmenn atkvæði með því að samþykkja pakkann en 64 gegn því. 15. júlí 2015 23:46 Allt á suðupunkti í Grikklandi: Mótmælendur beita eldsprengjum og þingforsetinn gekk út Um fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan þinghúsið. 15. júlí 2015 22:20 Bankar í Grikklandi opna á ný á mánudag Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan 29. júní síðastliðinn. 16. júlí 2015 15:09 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu hafa þegar gripið til aðgerða til að tryggja ríkissjóði og bönkum í Grikklandi fjármagn þar til björgunarpakki sem gríska þingið samþykkti í nótt kemur til framkvæmda. Fjármálaráðherra Finnlands segir vanda Grikkja þann erfiðasta sem Evrópusambandið og evrusvæðið hafi staðið frammi fyrir. Gríska þingið samþykkti í nótt nauðsynleg frumvörp vegna lánapakka Grikklands með 229 atkvæðum af þrjúhundruð. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra, greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna, að frátöldum kommúnistum og þjóðernisöfgasinnum, greiddi atkvæði með frumvörpunum. Stamatis Skabardonis, félagi í Syriza, óttast ekki að flokkurinn klofni vegna þessa. „Við munum öll standa saman í baráttunni við þessar aðstæður þar sem við höfum snöru um hálsinn. Þetta var mjög erfið en hughrökk ákvörðun. Fólk mun fylkjast út á göturnar til að sjá til þess að þessi vinstri stjórn falli ekki,“ sagði Skabardonis við fréttamenn að lokinni atkvæðagreiðslunni. Bankar voru enn lokaðir í Grikklandi í dag en bankastjóri Seðlabanka Evrópu tilkynnti í dag að Grikkir fengju nú þegar 900 milljónir evra til að lifa af næstu viku. Þá fá Grikkir sjö milljarða evra lán til að brúa bilið þar til heildaraðgerðir upp á 89 milljarða verða komnar til framkvæmda. En þeir þurfa meðal annars að standa skil á 3,5 milljörðum til Evrópska seðlabankans á mánudag. Hópur Þjóðverja mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar bankans í Frankfurt í Þýskalandi í dag og var bankinn sakaður um allt of mikla hörku í garð Grikkja. Nær væri að fresta gjalddögum bankans en neyða þá til nýrra lána til að standa í skilum. Samþykkja þurfti aðgerðirnar á nokkrum þjóðþingum evruríkjanna, m.a. í Finnlandi en finnska þingið samþykkti tillögurnar í dag. Finnar hafa verið meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Grikki hvað mest fyrir slæma efnahagsstjórn og að standa ekki við gefin loforð og hefur Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands, farið framarlega í gagnrýninni. „Vegna þess að þetta er sennilega erfiðasta ferli sem við höfum upplifað í nokkurri áætlun sem samkomulag hefur náðst um áður á vettvangi Evrópusambandsins. En við verðum að hafa í huga að okkur tókst ætlunarverk okkar í áætlunni vegna Írlands, Portúgals og upp að vissu marki í áætlun Spánar og Kýpur. Ef þessum ströngu skilyrðum verður fylgt eftir í Grikklandi munum við komast upp úr þessum pyttum líka,“ segir Stubb.
Tengdar fréttir Telur líklegt að boðað verði til kosninga í Grikklandi í haust Innanríkisráðherra Grikklands segir líklegt að boðað verði til þingkosninga í Grikklandi í september eða október. 16. júlí 2015 12:55 Grikkir samþykkja evrópska lánapakkann Alls greiddu 229 þingmenn atkvæði með því að samþykkja pakkann en 64 gegn því. 15. júlí 2015 23:46 Allt á suðupunkti í Grikklandi: Mótmælendur beita eldsprengjum og þingforsetinn gekk út Um fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan þinghúsið. 15. júlí 2015 22:20 Bankar í Grikklandi opna á ný á mánudag Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan 29. júní síðastliðinn. 16. júlí 2015 15:09 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Telur líklegt að boðað verði til kosninga í Grikklandi í haust Innanríkisráðherra Grikklands segir líklegt að boðað verði til þingkosninga í Grikklandi í september eða október. 16. júlí 2015 12:55
Grikkir samþykkja evrópska lánapakkann Alls greiddu 229 þingmenn atkvæði með því að samþykkja pakkann en 64 gegn því. 15. júlí 2015 23:46
Allt á suðupunkti í Grikklandi: Mótmælendur beita eldsprengjum og þingforsetinn gekk út Um fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan þinghúsið. 15. júlí 2015 22:20
Bankar í Grikklandi opna á ný á mánudag Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan 29. júní síðastliðinn. 16. júlí 2015 15:09