Federer í úrslit Wimbledon í tíunda sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júlí 2015 17:32 Federer fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Roger Federer mætir Novak Djokovic í draumaúrslitaviðureign í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer er sjöfaldur Wimbledon-meistari og hefur tapað tveimur úrslitaleikjum þar að auki. Hann er því að spila til úrslita á mótinu í tíunda sinn á sínum magnaða ferli á sunnudag. Federer lagði Skotann Andy Murray að velli í undanúrslitum í dag í þremur settum, 7-5, 7-5 og 6-4. Federer hefur verið magnaður allt mótið og þó svo að Murray hafi barist hetjulega var Svisslendingurinn með undirtökin frá upphafi. Í öðru setti var Murray nálægt því að snúa leiknum sér í vil. Federer var yfir, 5-4 í settinu og 40-0 í lotunni, þegar Murray náði að koma til baka og vinna lotuna eftir sjö upphækkanir. Murray náði þó ekki að nýta sér meðbyrinn enda Federer einfaldlega að spila of vel. Sá svissneski vann svo næstu tvær lotur og settið þar með 7-5 sem fyrr segir. Hann komst svo í 5-4 forystu í þriðja settinu og tryggði sér svo sigurinn með því að vinna uppgjafarlotu af Murray og þar með settið 6-4. Fyrr í dag hafði Novak Djokovic betur gegn Richard Gasquet í þremur settum og mætast því tveir sterkustu tenniskappar heims um þessar mundir - efstu tveir menn heimslistans - í úrslitaleiknum á sunnudag. Federer og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras hafa unnið flesta titla á Wimbledon frá upphafi eða sjö talsins. Federer getur því komið sér í sögubækurnar með áttunda titlinum um helgina. Tennis Tengdar fréttir Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Sjá meira
Roger Federer mætir Novak Djokovic í draumaúrslitaviðureign í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer er sjöfaldur Wimbledon-meistari og hefur tapað tveimur úrslitaleikjum þar að auki. Hann er því að spila til úrslita á mótinu í tíunda sinn á sínum magnaða ferli á sunnudag. Federer lagði Skotann Andy Murray að velli í undanúrslitum í dag í þremur settum, 7-5, 7-5 og 6-4. Federer hefur verið magnaður allt mótið og þó svo að Murray hafi barist hetjulega var Svisslendingurinn með undirtökin frá upphafi. Í öðru setti var Murray nálægt því að snúa leiknum sér í vil. Federer var yfir, 5-4 í settinu og 40-0 í lotunni, þegar Murray náði að koma til baka og vinna lotuna eftir sjö upphækkanir. Murray náði þó ekki að nýta sér meðbyrinn enda Federer einfaldlega að spila of vel. Sá svissneski vann svo næstu tvær lotur og settið þar með 7-5 sem fyrr segir. Hann komst svo í 5-4 forystu í þriðja settinu og tryggði sér svo sigurinn með því að vinna uppgjafarlotu af Murray og þar með settið 6-4. Fyrr í dag hafði Novak Djokovic betur gegn Richard Gasquet í þremur settum og mætast því tveir sterkustu tenniskappar heims um þessar mundir - efstu tveir menn heimslistans - í úrslitaleiknum á sunnudag. Federer og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras hafa unnið flesta titla á Wimbledon frá upphafi eða sjö talsins. Federer getur því komið sér í sögubækurnar með áttunda titlinum um helgina.
Tennis Tengdar fréttir Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Sjá meira
Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44