Þetta er mikið hark Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júlí 2015 08:00 Ægir Þór og félagar hans í landsliðinu mæta Hollandi í tveimur æfingaleikjum, 7. og 9. ágúst. vísir/andri marinó „Maður er að átta sig á því núna að þetta er að fara að skella á,“ segir Ægir Þór Steinarsson, einn leikstjórnenda karlalandsliðsins í körfubolta, um Evrópumótið í Berlín sem hefst í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti, en æfingar hjá landsliðinu hófust í byrjun síðustu viku. „Þetta er samt enn þá allt svo óraunverulegt, en að sama skapi virkilega spennandi. Þetta er það eina sem kemur upp í hugann þegar maður fer á æfingar eða að lyfta. Maður er alltaf að hugsa um þetta,“ segir Ægir Þór. Æfingarnar segir hann verða mjög kappsfullar enda 21 leikmaður í baráttunni um tólf sæti á EM. „Það eru allir sem vilja komast í hópinn og maður er sjálfur í þeirri stöðu að það verður allt lagt í þetta. En á sama tíma þurfum við að tengja saman sem hópur og sem leikmaður þarf maður að sjá hvernig maður getur hjálpað liðinu,“ segir Ægir Þór, en finnst honum að hann sé öruggur inn? „Maður er aldrei öruggur. Ég er samt tiltölulega bjartsýnn og er í formi. Ég er algjörlega tilbúinn í þetta.“Ægir á landsliðsæfingu á dögunum.vísir/andri marinóÆgir spilaði með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð ásamt þremur öðrum landsliðsmönnum. Hann var mátulega sáttur við veturinn. „Þetta var upp og niður hjá mér. Það voru leikir þar sem ég var góður og aðrir þar sem ég var ekkert sérstaklega góður. En það einkenndi líka liðið, við vorum upp og niður á tímabilinu,“ segir hann. Ægir, eins og fleiri í íslenska liðinu, er samningslaus. „Það er bara gamli maðurinn sem fær fimm ára samning,“ segir hann um fyrirliðann Hlyn Bæringsson sem verður í áratug hjá Drekunum í Sundsvall ef allt gengur upp. „Það er bara gríðarlega jákvætt. Sjaldgæft, en jákvætt,“ segir Ægir. Sjálfur segir hann þetta atvinnumannalíf vera mikið hark, en hann er ungur og á sínum fyrstu árum í atvinnumennskunni. „Ég er nýkominn í þetta og sé bara til hvað gerist. Ég skoða alla möguleika. Það er ekkert sérlega mikið í gangi eins og er. Ég vonast til að eitthvað komi upp bráðlega. Svíþjóð er alveg spennandi kostur áfram fyrir mig,“ segir Ægir, en hann vill klára sín mál fyrir EM eða nota Evrópumótið sem sýningarglugga? „Ég væri helst til í að klára þetta fyrir EM upp á öryggið. Það væri alveg gott að nota EM sem glugga en maður þarf fyrst að tryggja sig inn í hópinn.“ Leikstjórnandinn öflugi fagnar tækifærinu að fá að spila á móti sumum af bestu leikmönnum heims, en riðill Íslands er stútfullur af frábærum mótherjum. „Að fá svona tækifæri er bara einstakt. Að geta borið sig saman við þessa leikmenn eru bara forréttindi. Þetta er eitthvað sem maður þarf að gera sig kláran fyrir. Maður þarf að vera í formi og snjall og á þeirra getustigi. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir Ægir Þór Steinarsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
„Maður er að átta sig á því núna að þetta er að fara að skella á,“ segir Ægir Þór Steinarsson, einn leikstjórnenda karlalandsliðsins í körfubolta, um Evrópumótið í Berlín sem hefst í september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti, en æfingar hjá landsliðinu hófust í byrjun síðustu viku. „Þetta er samt enn þá allt svo óraunverulegt, en að sama skapi virkilega spennandi. Þetta er það eina sem kemur upp í hugann þegar maður fer á æfingar eða að lyfta. Maður er alltaf að hugsa um þetta,“ segir Ægir Þór. Æfingarnar segir hann verða mjög kappsfullar enda 21 leikmaður í baráttunni um tólf sæti á EM. „Það eru allir sem vilja komast í hópinn og maður er sjálfur í þeirri stöðu að það verður allt lagt í þetta. En á sama tíma þurfum við að tengja saman sem hópur og sem leikmaður þarf maður að sjá hvernig maður getur hjálpað liðinu,“ segir Ægir Þór, en finnst honum að hann sé öruggur inn? „Maður er aldrei öruggur. Ég er samt tiltölulega bjartsýnn og er í formi. Ég er algjörlega tilbúinn í þetta.“Ægir á landsliðsæfingu á dögunum.vísir/andri marinóÆgir spilaði með Sundsvall Dragons á síðustu leiktíð ásamt þremur öðrum landsliðsmönnum. Hann var mátulega sáttur við veturinn. „Þetta var upp og niður hjá mér. Það voru leikir þar sem ég var góður og aðrir þar sem ég var ekkert sérstaklega góður. En það einkenndi líka liðið, við vorum upp og niður á tímabilinu,“ segir hann. Ægir, eins og fleiri í íslenska liðinu, er samningslaus. „Það er bara gamli maðurinn sem fær fimm ára samning,“ segir hann um fyrirliðann Hlyn Bæringsson sem verður í áratug hjá Drekunum í Sundsvall ef allt gengur upp. „Það er bara gríðarlega jákvætt. Sjaldgæft, en jákvætt,“ segir Ægir. Sjálfur segir hann þetta atvinnumannalíf vera mikið hark, en hann er ungur og á sínum fyrstu árum í atvinnumennskunni. „Ég er nýkominn í þetta og sé bara til hvað gerist. Ég skoða alla möguleika. Það er ekkert sérlega mikið í gangi eins og er. Ég vonast til að eitthvað komi upp bráðlega. Svíþjóð er alveg spennandi kostur áfram fyrir mig,“ segir Ægir, en hann vill klára sín mál fyrir EM eða nota Evrópumótið sem sýningarglugga? „Ég væri helst til í að klára þetta fyrir EM upp á öryggið. Það væri alveg gott að nota EM sem glugga en maður þarf fyrst að tryggja sig inn í hópinn.“ Leikstjórnandinn öflugi fagnar tækifærinu að fá að spila á móti sumum af bestu leikmönnum heims, en riðill Íslands er stútfullur af frábærum mótherjum. „Að fá svona tækifæri er bara einstakt. Að geta borið sig saman við þessa leikmenn eru bara forréttindi. Þetta er eitthvað sem maður þarf að gera sig kláran fyrir. Maður þarf að vera í formi og snjall og á þeirra getustigi. Það er ekki auðvelt en það er hægt,“ segir Ægir Þór Steinarsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira