Keflavík er að fá norska framherjann Martin Hummervoll að láni frá Viking Stavanger í Noregi. Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, staðfesti þetta í samtali við 433.is í dag.
Hummervoll þessi kemur til Keflavíkur á morgun og mun leika með liðinu út þetta tímabil.
Hummervoll, sem er 19 ára, er annar framherjinn sem Keflavík fær í félagaskiptaglugganum en í síðustu viku samdi Bandaríkjamaðurinn Chukwudi Chijindu við liðið. Keflavík hefur einnig samið við tógóska miðjumanninn Farid Zato.
Keflavík er í mjög vondri stöðu, á botni Pepsi-deildarinnar með einungis fimm stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Keflavík fær norskan framherja frá Viking

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Keflavík 7-1 | Víkingar rústuðu botnliðinu
Víkingar tóku heldur betur við sér í kvöld þegar þeir völtuðu yfir botnlið Keflavík, 7-1, á heimavelli.

Frá Kára til Keflavíkur
Miðjumaðurinn Farid Zato er genginn í raðir Keflavíkur.

Þorsteinn: Kemur í ljós í lok móts hvort það var rétt að reka Kristján
Keflvíkingum líður eðlilega ekki vel eftir 7-1 tap fyrir Víkingi í Pepsi-deild karla í gær.

Chuck kominn aftur og spilar með Keflavík
Botnlið Pepsi-deildarinnar nælir sér í framherja fyrir fallbaráttuslaginn framundan.