Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 13:24 Þorsteinn Halldórsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Breiðabliks. vísir/valli Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna.Sjá einnig:Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á fimm fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-9 og þá var Fanndís Friðriksdóttir útnefnd besti leikmaðurinn en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Þjálfari umferða 1-9 kemur einnig úr röðum Breiðabliks en hann heitir Þorsteinn Halldórsson og er á sínu fyrsta ári með Blikaliðið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég vil helst fá hana eftir tvo mánuði,“ sagði Þorsteinn en sjö leikir standa á milli Breiðabliks og Íslandsmeistaratitilsins sem liðið hefur ekki unnið síðan 2005. „Við erum með gott lið, höfum verið samstillt og spilað þokkalega góða leiki. Þetta er árangurinn af því. Ég tók við góðu búi en við styrktum liðið aðeins og höfum búið til gott lið,“ sagði Þorsteinn. Varnarleikur Breiðabliks hefur verið ógnarsterkur í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu 11 leikjunum og haldið hreinu í átta leikjum í röð. „Grundvallaratriði er gæði leikmannanna og svo höfum við unnið aðeins í þessu og smám saman verið að bæta varnarleik liðsins sem heildar. „Það skilar sér í því að við höfum fengið fá mörk, og fá færi, á okkur,“ sagði Þorsteinn sem segir mikilvægi Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur mikið en þær komu til Breiðabliks í vetur eftir að hafa verið mjög sigursælar hjá Val. „Þetta eru stelpur sem hafa unnið allt og þekkja þetta. Það lyftir hinum upp og hjálpar liðinu. Þær koma með sigurhugsun inn í liðið og það er kannski það sem liðið þurfti á að halda.“ Breiðablik er í góðri stöðu á toppnum, með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar en liðin mætast fimmtudaginn 20. ágúst. Þorsteinn segist ekki vera farinn að hugsa um þann leik. „Ég er ekki farinn að spá nokkurn skapaðan hlut í þann leik, það er bara næsti leikur. Ef við ætlum að fara að horfa svona langt fram á veginn lendum við í vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Við reynum að halda okkur í núinu og einbeita okkur að hverju verkefni fyrir sig. Og næst er það KR,“ bætti Þorsteinn við en KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki í sumar, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna.Sjá einnig:Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á fimm fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-9 og þá var Fanndís Friðriksdóttir útnefnd besti leikmaðurinn en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Þjálfari umferða 1-9 kemur einnig úr röðum Breiðabliks en hann heitir Þorsteinn Halldórsson og er á sínu fyrsta ári með Blikaliðið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég vil helst fá hana eftir tvo mánuði,“ sagði Þorsteinn en sjö leikir standa á milli Breiðabliks og Íslandsmeistaratitilsins sem liðið hefur ekki unnið síðan 2005. „Við erum með gott lið, höfum verið samstillt og spilað þokkalega góða leiki. Þetta er árangurinn af því. Ég tók við góðu búi en við styrktum liðið aðeins og höfum búið til gott lið,“ sagði Þorsteinn. Varnarleikur Breiðabliks hefur verið ógnarsterkur í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu 11 leikjunum og haldið hreinu í átta leikjum í röð. „Grundvallaratriði er gæði leikmannanna og svo höfum við unnið aðeins í þessu og smám saman verið að bæta varnarleik liðsins sem heildar. „Það skilar sér í því að við höfum fengið fá mörk, og fá færi, á okkur,“ sagði Þorsteinn sem segir mikilvægi Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur mikið en þær komu til Breiðabliks í vetur eftir að hafa verið mjög sigursælar hjá Val. „Þetta eru stelpur sem hafa unnið allt og þekkja þetta. Það lyftir hinum upp og hjálpar liðinu. Þær koma með sigurhugsun inn í liðið og það er kannski það sem liðið þurfti á að halda.“ Breiðablik er í góðri stöðu á toppnum, með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar en liðin mætast fimmtudaginn 20. ágúst. Þorsteinn segist ekki vera farinn að hugsa um þann leik. „Ég er ekki farinn að spá nokkurn skapaðan hlut í þann leik, það er bara næsti leikur. Ef við ætlum að fara að horfa svona langt fram á veginn lendum við í vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Við reynum að halda okkur í núinu og einbeita okkur að hverju verkefni fyrir sig. Og næst er það KR,“ bætti Þorsteinn við en KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki í sumar, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira