Stjörnukonur geta mætt bæði Söru Björk og Katrínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 06:30 Francielle Manoel Alberto hefur komið sterk inn í Stjörnuliðið. vísir/andri marinó Íslenskt karlalið fékk að mæta Íslendingaliði í Evrópukeppninni í sumar og nú verður spennandi að vita hvort íslenskt kvennalið verði jafn „heppið“ með mótherja. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá að vita það í hádeginu í dag hvaða mótherjar bíða Garðabæjarliðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum með flottum 2-0 sigri á Apollon úti á Kýpur á sunnudaginn en Stjarnan var með fullt hús og markatöluna 11-0 í sínum riðli.Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki í drættinum og það er því þegar ljóst að mótherjar liðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar verða mjög sterkir.Stjörnukonur hafa tvisvar áður komist í 32 liða úrslitin og í bæði skiptin mætt rússnesku liði. Þessi rússnesku lið eru tvö af sextán liðum sem Stjarnan getur lent á móti. Stjarnan tapaði fyrir Zvezda-2005 í 32 liða úrslitunum í fyrra og fyrir Zorkiy Krasnogorsk þegar Stjarnan spilaði sína fyrstu Evrópuleiki 2012.Íslenskir meistarar ættu nú að vera búnir að fá sinn skammt af rússneskum liðum því rússnesk lið hafa slegið íslensk lið út úr 32 liða úrslitunum undanfarin þrjú ár. Þór/KA datt úr fyrir Zorkiy sumarið 2013. Tvö Íslendingalið eru í efri styrkleikaflokknum og íslenskar landsliðskonur gætu því verið á leiðinni heim til Íslands í keppnisferð lendi lið þeirra á móti Stjörnunni.Þetta eru sænsku meistararnir í Rosengård og ensku meistararnir í Liverpool. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård og er á góðri leið að vinna sænska titilinn í fjórða sinn á fimm árum. Katrín Ómarsdóttir spilar með Liverpool þar sem hún hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þýsku risarnir FFC Frankfurt (ríkjandi Evrópumeistarar) og Wolfsburg (unnu 2013 og 2014) eru engin draumalið til að mæta á þessu stigi og þá hafa frönsku liðin Olympique Lyon og Paris Saint-Germain bæði komist áður langt í keppninni. Dregið verður í 32 liða úrslitin í höfuðstöðvum UEFA í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Það er annars stutt stórra högga á milli hjá Stjörnuliðinu sem kom heim frá Kýpur á þriðjudaginn og mæta Breiðablik á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn er síðan eftir rúma viku en Stjörnuliðið þarf að klára tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir þann leik. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Íslenskt karlalið fékk að mæta Íslendingaliði í Evrópukeppninni í sumar og nú verður spennandi að vita hvort íslenskt kvennalið verði jafn „heppið“ með mótherja. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá að vita það í hádeginu í dag hvaða mótherjar bíða Garðabæjarliðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum með flottum 2-0 sigri á Apollon úti á Kýpur á sunnudaginn en Stjarnan var með fullt hús og markatöluna 11-0 í sínum riðli.Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki í drættinum og það er því þegar ljóst að mótherjar liðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar verða mjög sterkir.Stjörnukonur hafa tvisvar áður komist í 32 liða úrslitin og í bæði skiptin mætt rússnesku liði. Þessi rússnesku lið eru tvö af sextán liðum sem Stjarnan getur lent á móti. Stjarnan tapaði fyrir Zvezda-2005 í 32 liða úrslitunum í fyrra og fyrir Zorkiy Krasnogorsk þegar Stjarnan spilaði sína fyrstu Evrópuleiki 2012.Íslenskir meistarar ættu nú að vera búnir að fá sinn skammt af rússneskum liðum því rússnesk lið hafa slegið íslensk lið út úr 32 liða úrslitunum undanfarin þrjú ár. Þór/KA datt úr fyrir Zorkiy sumarið 2013. Tvö Íslendingalið eru í efri styrkleikaflokknum og íslenskar landsliðskonur gætu því verið á leiðinni heim til Íslands í keppnisferð lendi lið þeirra á móti Stjörnunni.Þetta eru sænsku meistararnir í Rosengård og ensku meistararnir í Liverpool. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård og er á góðri leið að vinna sænska titilinn í fjórða sinn á fimm árum. Katrín Ómarsdóttir spilar með Liverpool þar sem hún hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þýsku risarnir FFC Frankfurt (ríkjandi Evrópumeistarar) og Wolfsburg (unnu 2013 og 2014) eru engin draumalið til að mæta á þessu stigi og þá hafa frönsku liðin Olympique Lyon og Paris Saint-Germain bæði komist áður langt í keppninni. Dregið verður í 32 liða úrslitin í höfuðstöðvum UEFA í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Það er annars stutt stórra högga á milli hjá Stjörnuliðinu sem kom heim frá Kýpur á þriðjudaginn og mæta Breiðablik á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn er síðan eftir rúma viku en Stjörnuliðið þarf að klára tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir þann leik.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn