Þormóður: Þetta eru nágrannaslagir af bestu gerð Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. ágúst 2015 14:00 „Það er með ólíkindum miðað við sögu þessara félaga að þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur félaganna. KR sigraði 1966 og Valur 1990,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, leikmaður Vals á árunum 1979-1990 í skemmtilegu myndbandi sem Alvogen vann fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun. KR varð bikarmeistari árið 1966 en árið 1990 hafði Valur betur. Þurfti vítaspyrnukeppni til þess að útkljá leik liðanna sem fór fram í myrkri eins og og sjá má hér. „Þetta voru alltaf skemmtilegir leikir, nágrannaslagur af bestu gerð,“ sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, um árabil og tók Þorgrímur í sama streng. „KR var með stjörnum prýtt lið árið 1990 og KR gat unnið þetta 5-1 eða 6-1 en við náðum að hanga í 1-1 og fá annan leik, myrkraleikinn fræga,“ sagði Þorgrímur en Valur var seinni leik liðanna í vítaspyrnukeppni sem fór fram í myrkri. „Við vorum betri aðilinn, við sóttum meira og fengum færin en höfðum þetta ekki og það var mjög sárt að tapa þessu í vítaspyrnukeppni,“ sagði Þormóður en Þorgrímur sagði margt eftirminnilegt frá þessu. „Ég man alltaf eftir fyrirsögn Morgunblaðsins daginn eftir. Þar stóð þjófnaður sem var örlítið sárt en kannski satt. Þetta voru sætir leikir og góðir fyrir Val í minningunni.“ Báðir hvöttu þeir stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn á morgun og sögðu tilfinninguna að spila í jafn stórum leik ótrúlega. „Það skiptir máli fyrir leikmennina að heyra í stuðningsmönnunum þegar þeir labba inn á, það fyllir þá stolti og vilja til að gera betur. Það skiptir máli að mæta í völlinn og vera ófeiminn að hvetja lið sitt. Þetta eru tvö góð fótboltalið og það lið sem nær að einbeita sér betur í leiknum held ég að hafi betur,“ sagði Þormóður. „Ég á von á troðfullri stúku, stemmingu og markaleik,“ sagði Þorgrímur að lokum en myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15 Aðeins eitt ár frá síðasta bikarmeistaratitli KR-inga | Myndband Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun með myndböndum frá fyrri bikarúrslitaleikjum. Árið 2014 varð KR bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík. 14. ágúst 2015 15:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Það er með ólíkindum miðað við sögu þessara félaga að þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur félaganna. KR sigraði 1966 og Valur 1990,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, leikmaður Vals á árunum 1979-1990 í skemmtilegu myndbandi sem Alvogen vann fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun. KR varð bikarmeistari árið 1966 en árið 1990 hafði Valur betur. Þurfti vítaspyrnukeppni til þess að útkljá leik liðanna sem fór fram í myrkri eins og og sjá má hér. „Þetta voru alltaf skemmtilegir leikir, nágrannaslagur af bestu gerð,“ sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, um árabil og tók Þorgrímur í sama streng. „KR var með stjörnum prýtt lið árið 1990 og KR gat unnið þetta 5-1 eða 6-1 en við náðum að hanga í 1-1 og fá annan leik, myrkraleikinn fræga,“ sagði Þorgrímur en Valur var seinni leik liðanna í vítaspyrnukeppni sem fór fram í myrkri. „Við vorum betri aðilinn, við sóttum meira og fengum færin en höfðum þetta ekki og það var mjög sárt að tapa þessu í vítaspyrnukeppni,“ sagði Þormóður en Þorgrímur sagði margt eftirminnilegt frá þessu. „Ég man alltaf eftir fyrirsögn Morgunblaðsins daginn eftir. Þar stóð þjófnaður sem var örlítið sárt en kannski satt. Þetta voru sætir leikir og góðir fyrir Val í minningunni.“ Báðir hvöttu þeir stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn á morgun og sögðu tilfinninguna að spila í jafn stórum leik ótrúlega. „Það skiptir máli fyrir leikmennina að heyra í stuðningsmönnunum þegar þeir labba inn á, það fyllir þá stolti og vilja til að gera betur. Það skiptir máli að mæta í völlinn og vera ófeiminn að hvetja lið sitt. Þetta eru tvö góð fótboltalið og það lið sem nær að einbeita sér betur í leiknum held ég að hafi betur,“ sagði Þormóður. „Ég á von á troðfullri stúku, stemmingu og markaleik,“ sagði Þorgrímur að lokum en myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15 Aðeins eitt ár frá síðasta bikarmeistaratitli KR-inga | Myndband Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun með myndböndum frá fyrri bikarúrslitaleikjum. Árið 2014 varð KR bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík. 14. ágúst 2015 15:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15
Aðeins eitt ár frá síðasta bikarmeistaratitli KR-inga | Myndband Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun með myndböndum frá fyrri bikarúrslitaleikjum. Árið 2014 varð KR bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Keflavík. 14. ágúst 2015 15:00