Þá fóru leikmenn FH á golfvöllinn í Öndverðarnesi og spiluðu einn hring. Nauðsynlegt að taka frí frá fótboltavellinum einstaka sinnum.
Lennon ákvað að stríða félaga sínum og setti gervikúlu á tíið hans. Kúlan sprakk svo með látum er Kassim hitti hana.
Hann virtist lítið skilja í þessu en allir aðrir hlógu dátt að þessu eins og sjá má á myndbandinu hans Lennon hér að neðan.