Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðfalla í verði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2015 16:37 Vörurnar frá Bang & Olufsen þykja mjög stílhreinar. Vísir/Getty Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðféllu í verði í dag í dönsku kauphöllinni eftir að þetta rótgróna danska fyrirtæki tilkynnti um að afkoma fyrirtækisins yrði lakari en búist var við. Hlutabréfin féllu um tæp 14% í dag. Bloomberg greinir frá.Félagið tilkynnti í dag tap upp á 410 milljón danskar krónur í síðasta ársfjórðungi. Félagið tapaði gríðarlega á því að framleiða og þróa hljómtæki fyrir bíla en sú deild var seld til Harman fyrr á árinu. Þeirri sölu fylgdi kostnaður, 357 milljónum danskar krónur, sem Bang & Olufsen hafði skuldbundið sig til að taka á sig. Í tilkynningu frá félaginu segir þó að þetta hafi verið einskiptiskostnaðar og að stjórnendur þess séu bjartsýnir á framhaldið.Lykilviðskiptavinir bókstaflega að deyjaMortem Imsgard, greinandi hjá Sydbank, telur þó að hluthafar í Bang & Olufsen ættu að hafa áhyggjur. „Vandamál Bang & Olufsen er það að lykilviðskiptavinir félagsins eru bókstaflega að deyja. Hluthafar ættu að fyllast áhyggjum eftir þennan ársfjórðung.“ Bang & Olufsen framleiðir hágæða raftæki á borð við sjónvörp og hljómtæki en hefur átt í erfiðleikum með að fylgja þróuninni á markaðinum. Verð á flatskjám hefur lækkað að undanförnu auk þess sem æ fleiri hlusta á tónlist á ferðinni, frekar en að njóta hennar í stofunni heima. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt áherslur á vörur fyrir yngri neytendur, m.a. vörur sem styðja streymi á tónlist. Ekki er gert ráð fyrir að félagið greiði hluthöfum sínum arð en félagið greiddi síðast út arð árið 2008. Um sl. helgi opnaði ný Bang & Olufsen verslun hér á landi í fyrsta sinn frá árinu 2011. Tengdar fréttir Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15 Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðféllu í verði í dag í dönsku kauphöllinni eftir að þetta rótgróna danska fyrirtæki tilkynnti um að afkoma fyrirtækisins yrði lakari en búist var við. Hlutabréfin féllu um tæp 14% í dag. Bloomberg greinir frá.Félagið tilkynnti í dag tap upp á 410 milljón danskar krónur í síðasta ársfjórðungi. Félagið tapaði gríðarlega á því að framleiða og þróa hljómtæki fyrir bíla en sú deild var seld til Harman fyrr á árinu. Þeirri sölu fylgdi kostnaður, 357 milljónum danskar krónur, sem Bang & Olufsen hafði skuldbundið sig til að taka á sig. Í tilkynningu frá félaginu segir þó að þetta hafi verið einskiptiskostnaðar og að stjórnendur þess séu bjartsýnir á framhaldið.Lykilviðskiptavinir bókstaflega að deyjaMortem Imsgard, greinandi hjá Sydbank, telur þó að hluthafar í Bang & Olufsen ættu að hafa áhyggjur. „Vandamál Bang & Olufsen er það að lykilviðskiptavinir félagsins eru bókstaflega að deyja. Hluthafar ættu að fyllast áhyggjum eftir þennan ársfjórðung.“ Bang & Olufsen framleiðir hágæða raftæki á borð við sjónvörp og hljómtæki en hefur átt í erfiðleikum með að fylgja þróuninni á markaðinum. Verð á flatskjám hefur lækkað að undanförnu auk þess sem æ fleiri hlusta á tónlist á ferðinni, frekar en að njóta hennar í stofunni heima. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt áherslur á vörur fyrir yngri neytendur, m.a. vörur sem styðja streymi á tónlist. Ekki er gert ráð fyrir að félagið greiði hluthöfum sínum arð en félagið greiddi síðast út arð árið 2008. Um sl. helgi opnaði ný Bang & Olufsen verslun hér á landi í fyrsta sinn frá árinu 2011.
Tengdar fréttir Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15 Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15
Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30