Gunnar: Spennustigið er lægra en í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 12:00 Gunnar Rafn er að stýra liði í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu fimm árum. vísir/anton Selfoss og Stjarnan mætast í bikarúrslitum í dag. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið leiða saman hesta sína í bikarúrslitum en Stjarnan vann leik liðanna í fyrra með fjórum mörkum gegn engu. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, er ekki viss hvort hann eigi von á jafnari leik í ár. „Ég veit það ekki. Leikurinn í fyrra var mjög jafn þangað til undir lokin og leikirnir okkar gegn Stjörnunni hafa verið gríðarlega jafnir. Í ár erum við búnar að vinna þær tvisvar og þær okkur tvisvar. Ég býst við jöfnum leik á laugardaginn,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi fyrir bikarúrslitaleikinn. Hann segir að Selfyssingar mæti tilbúnari til leiks í ár en í fyrra. „Við erum reynslunni ríkari og spennustigið er lægra hjá hópnum. Liðið er sterkara frá því í fyrra. Á móti kemur að deildin og öll liðin í henni og þessari keppni eru sterkari. Og vonandi sjáum við betri fótbolta á laugardaginn. Ég býst við hröðum leik,“ sagði Gunnar. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í Pepsi-deildinni en hvað var það sem gekk vel hjá Selfossi í sigurleiknum í deildinni? „Það sem hefur verið að virka fyrir Selfossliðið er gríðarleg vinnusemi og mikil barátta, einfalt upplegg og einhugur í hópnum. Þetta þarf að vera í lagi ef við ætlum að vinna leikinn. „Við þurfum að vilja vinna og klára okkur inni á vellinum,“ sagði Gunnar sem stýrði Val til sigurs í bikarkeppninni fyrir fjórum árum. Hann hefur verið fastagestur í bikarúrslitaleikjum undanfarin ár en þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem hann stýrir liði í þessum stærsta leik hvers sumars. Stjarnan teflir fram gríðarlega sterku liði sem styrktist enn frekar í félagaskiptaglugganum þegar Garðabæjarliðið fékk til sín fjóra erlenda leikmenn. Tvær þeirra eru brasilískar landsliðskonur sem hafa komið sterkar inn í lið Stjörnunnar. „Nei, ekki þeim sérstaklega,“ svaraði Gunnar aðspurður hvort hann væri með einhver sérstök ráð til að stoppa Brassana tvo í liði Stjörnunnar. „Við reynum að leggja leikinn vel upp og undirbúa okkur vel. Hver einasti leikmaður í Stjörnuliðinu, hvort sem hann spilar eða ekki, er gríðarlega sterkur. En það er líka þannig hjá okkur,“ sagði Gunnar sem segir að Selfossliðið sé ákveðið að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil og jafnframt fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. „Við viljum og ætlum að vinna. En við finnum ekki fyrir neinni pressu frá bæjarfélaginu eða félaginu. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór áfangi fyrir lið sem hefur bara verið fjögur ár í efstu deild að komast annað árið í röð í bikarúrslit.“Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Selfoss og Stjarnan mætast í bikarúrslitum í dag. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið leiða saman hesta sína í bikarúrslitum en Stjarnan vann leik liðanna í fyrra með fjórum mörkum gegn engu. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, er ekki viss hvort hann eigi von á jafnari leik í ár. „Ég veit það ekki. Leikurinn í fyrra var mjög jafn þangað til undir lokin og leikirnir okkar gegn Stjörnunni hafa verið gríðarlega jafnir. Í ár erum við búnar að vinna þær tvisvar og þær okkur tvisvar. Ég býst við jöfnum leik á laugardaginn,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi fyrir bikarúrslitaleikinn. Hann segir að Selfyssingar mæti tilbúnari til leiks í ár en í fyrra. „Við erum reynslunni ríkari og spennustigið er lægra hjá hópnum. Liðið er sterkara frá því í fyrra. Á móti kemur að deildin og öll liðin í henni og þessari keppni eru sterkari. Og vonandi sjáum við betri fótbolta á laugardaginn. Ég býst við hröðum leik,“ sagði Gunnar. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í Pepsi-deildinni en hvað var það sem gekk vel hjá Selfossi í sigurleiknum í deildinni? „Það sem hefur verið að virka fyrir Selfossliðið er gríðarleg vinnusemi og mikil barátta, einfalt upplegg og einhugur í hópnum. Þetta þarf að vera í lagi ef við ætlum að vinna leikinn. „Við þurfum að vilja vinna og klára okkur inni á vellinum,“ sagði Gunnar sem stýrði Val til sigurs í bikarkeppninni fyrir fjórum árum. Hann hefur verið fastagestur í bikarúrslitaleikjum undanfarin ár en þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem hann stýrir liði í þessum stærsta leik hvers sumars. Stjarnan teflir fram gríðarlega sterku liði sem styrktist enn frekar í félagaskiptaglugganum þegar Garðabæjarliðið fékk til sín fjóra erlenda leikmenn. Tvær þeirra eru brasilískar landsliðskonur sem hafa komið sterkar inn í lið Stjörnunnar. „Nei, ekki þeim sérstaklega,“ svaraði Gunnar aðspurður hvort hann væri með einhver sérstök ráð til að stoppa Brassana tvo í liði Stjörnunnar. „Við reynum að leggja leikinn vel upp og undirbúa okkur vel. Hver einasti leikmaður í Stjörnuliðinu, hvort sem hann spilar eða ekki, er gríðarlega sterkur. En það er líka þannig hjá okkur,“ sagði Gunnar sem segir að Selfossliðið sé ákveðið að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil og jafnframt fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. „Við viljum og ætlum að vinna. En við finnum ekki fyrir neinni pressu frá bæjarfélaginu eða félaginu. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór áfangi fyrir lið sem hefur bara verið fjögur ár í efstu deild að komast annað árið í röð í bikarúrslit.“Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00