Danska lögreglan rannsakar nú umfangsmesta skattsvikamál sem upp hefur komið í landinu. Skattayfirvöld telja að erlend félög hafi svikið skipulega út jafnvirði 120 milljarða íslenskra króna frá danska ríkinu á árunum 2012-2015.
Talið er að félögin hafi sótt endurgreiðslu á fjármagnstekjuskatti á grunni tvísköttunarsamninga við önnur ríki en með réttu hefðu fyrirtækin þá átt að greiða skattinn í heimalandi sínu.
Rannsókn málsins hófst eftir að ábending barst frá erlendum skattayfirvöldum. Ekki hefur verið staðfest frá hvaða landi ábendingin kom.
Milljarða skattsvik rannsökuð í Danmörku
