Fjölmiðlarisinn 21st Century Fox, sem er í eigu milljarðarmæringsins Rupert Murdoch hefur keypt ráðandi hlut í fjölmiðladeild National Geographic. Samningurinn er metinn á 725 milljónir dollara.
Fox hefur átt í samstarfi við National Geographic í 18 ár og hafa þá séð um sjónvarpsstöðvar þess. Með nýja samningnum verður hins vegar til samstæðan National Geographic Partners sem mun eiga og reka alla fjölmiðladeild National Geographic, meðal annars tímarit þess, bækur, barnaefni og vefverslun.
Fox mun eiga 73% hlut í fyrirtækinu en National Geographic Society, sem er góðgerðarfélag mun eiga 27% og halda áfram að fjármagna vísindarannsóknir. Talið er að samningurinn verði fullgildur í lok árs.
Fox kaupir ráðandi hlut í National Geographic
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent
