Merkel segir breytingar í vændum í Þýskalandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. september 2015 07:00 Danskur lögreglumaður spjallar við flóttafólk frá Sýrlandi, sem komið er til Rødby. Vísir/EPA Samsteypustjórnin í Þýskalandi hefur ákveðið að verja milljörðum evra á þessu ári og því næsta til að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum. Angela Merkel segist reikna með að kostnaðurinn geti numið tíu milljörðum evra á næsta ári. Hún segir að flóttamannastraumurinn til Þýskalands um síðustu helgi hafi verið ævintýralegur. „Það sem við erum að upplifa nú mun breyta landinu okkar,“ sagði hún í gærmorgun. Hún sagði Þýskaland tilbúið til að taka við fólki, en önnur ríki Evrópu verði einnig að taka þátt í þessu verkefni og bjóða fólki vernd. „Við vorum snögg til þegar bjarga þurfti bönkunum, og nú þurfum við að bregðast jafn snöggt við,“ sagði Merkel. Þá eru tillögur Evrópusambandsins um eins konar kvótakerfi flóttafólks að taka á sig mynd. Samkvæmt því munu aðildarríkin taka við 120 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, til viðbótar þeim 40 þúsundum, sem þegar var búið að samþykkja að taka við. Þar af taka Þjóðverjar og Frakkar við um 60 þúsundum. Inni í þessum tölum eru 66 þúsund manns nú stödd í Grikklandi, 54 þúsund í Ungverjalandi og 40 þúsund á Ítalíu. Þá upplýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar ætluðu að taka við 20 þúsund sýrlenskum flóttamönnum næstu fimm árin. Ekki kom fram hve mörgum þeirra yrði tekið við á þessu ári, en nú þegar hefðu um 5.000 Sýrlendingar fengið hæli í Bretlandi. Þá komu rúmlega 240 manns til Danmerkur á sunnudag frá Þýskalandi, sumir með ferju til Rødby en aðrir með lest. Fleiri bættust í hópinn í gær. Flestir virðast þeir vilja halda áfram til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld segjast fús til að taka við fólkinu. Dönsk stjórnvöld voru þó ekki búin að gera upp við sig hvort fólkinu yrði hleypt áfram til Svíþjóðar. Reglurnar segja að senda eigi fólkið til baka til þess aðildarríkis Evrópusambandsins, sem það kom fyrst til. „Þetta er óvenjuleg staða,“ hefur danska fréttastofan Ritzau eftir John Andersen lögregluforingja. „Þeir ættu að fá ósköp venjulega meðferð. En það sem er óvenjulegt, er að þeir eru svo margir.“ Stjórnin í Ungverjalandi situr hins vegar fast við sinn keip um að stöðva eigi flóttamannastrauminn. Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, hafnar öllum kvótahugmyndum og segist einungis vilja fara að núgildandi reglum Evrópusambandsins, sem kveða á um að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem það kemur fyrst til. „Ef Grikkland færi eftir þessum Evrópureglum, þá væri ekkert flóttamannavandamál í Ungverjalandi eða Austurríki,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í Austurríki. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Samsteypustjórnin í Þýskalandi hefur ákveðið að verja milljörðum evra á þessu ári og því næsta til að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum. Angela Merkel segist reikna með að kostnaðurinn geti numið tíu milljörðum evra á næsta ári. Hún segir að flóttamannastraumurinn til Þýskalands um síðustu helgi hafi verið ævintýralegur. „Það sem við erum að upplifa nú mun breyta landinu okkar,“ sagði hún í gærmorgun. Hún sagði Þýskaland tilbúið til að taka við fólki, en önnur ríki Evrópu verði einnig að taka þátt í þessu verkefni og bjóða fólki vernd. „Við vorum snögg til þegar bjarga þurfti bönkunum, og nú þurfum við að bregðast jafn snöggt við,“ sagði Merkel. Þá eru tillögur Evrópusambandsins um eins konar kvótakerfi flóttafólks að taka á sig mynd. Samkvæmt því munu aðildarríkin taka við 120 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, til viðbótar þeim 40 þúsundum, sem þegar var búið að samþykkja að taka við. Þar af taka Þjóðverjar og Frakkar við um 60 þúsundum. Inni í þessum tölum eru 66 þúsund manns nú stödd í Grikklandi, 54 þúsund í Ungverjalandi og 40 þúsund á Ítalíu. Þá upplýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar ætluðu að taka við 20 þúsund sýrlenskum flóttamönnum næstu fimm árin. Ekki kom fram hve mörgum þeirra yrði tekið við á þessu ári, en nú þegar hefðu um 5.000 Sýrlendingar fengið hæli í Bretlandi. Þá komu rúmlega 240 manns til Danmerkur á sunnudag frá Þýskalandi, sumir með ferju til Rødby en aðrir með lest. Fleiri bættust í hópinn í gær. Flestir virðast þeir vilja halda áfram til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld segjast fús til að taka við fólkinu. Dönsk stjórnvöld voru þó ekki búin að gera upp við sig hvort fólkinu yrði hleypt áfram til Svíþjóðar. Reglurnar segja að senda eigi fólkið til baka til þess aðildarríkis Evrópusambandsins, sem það kom fyrst til. „Þetta er óvenjuleg staða,“ hefur danska fréttastofan Ritzau eftir John Andersen lögregluforingja. „Þeir ættu að fá ósköp venjulega meðferð. En það sem er óvenjulegt, er að þeir eru svo margir.“ Stjórnin í Ungverjalandi situr hins vegar fast við sinn keip um að stöðva eigi flóttamannastrauminn. Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, hafnar öllum kvótahugmyndum og segist einungis vilja fara að núgildandi reglum Evrópusambandsins, sem kveða á um að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem það kemur fyrst til. „Ef Grikkland færi eftir þessum Evrópureglum, þá væri ekkert flóttamannavandamál í Ungverjalandi eða Austurríki,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í Austurríki.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent