Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. september 2015 18:30 Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Andri Marinó „Við náðum ekki upp því flæði sem við vildum en kannski hafði þreytan eitthvað að segja um það,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Berlín, eftir 71-65 tap gegn Ítalíu í dag. Þrátt fyrir tapið var Craig stoltur af strákunum. „Strákarnir lögðu sig alla í þetta í dag, við lentum nokkrum sinnum undir í leiknum en þeir náðu alltaf að koma sér aftur inn í leikinn með baráttu. Við erum búnir að spila tvo erfiða leiki á tveimur dögum og við erum ekki með sömu breidd og önnur lið.“ Íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir lok leiksins en missti Ítalina fram úr sér á lokakafla leiksins. „Við erum svekktir að hafa misst þetta niður eftir að hafa verið yfir þegar þrjár mínútur eftir. Nokkrir leikmenn hjá þeim stigu upp og settu niður stórar körfur þegar á þess þurfti. Að mínu mati unnu þeir þetta frekar en að við höfum klúðrað þessu.“ Craig var stoltur af baráttuanda strákanna. „Ég átti ekki von á því að vera svona svekktur eftir naumt tap gegn jafn sterkri þjóð og Ítalíu. Við vorum ekki að reyna að halda í við þá í dag, við vorum betri á löngum köflum,“ sagði Craig sem minnti að lokum hver mótherjinn var. „Við töluðum um það fyrir leik að það væri áhugavert að skoða laun leikmannana, jafnvel þótt við tækjum inn í það matvöruverslunina hjá strákunum. Það eru menn þarna að fá 20 milljónir dollara en í okkar liði sem taka ekki laun. Það sýnir hvað hjartað getur komið manni langt.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Við náðum ekki upp því flæði sem við vildum en kannski hafði þreytan eitthvað að segja um það,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Berlín, eftir 71-65 tap gegn Ítalíu í dag. Þrátt fyrir tapið var Craig stoltur af strákunum. „Strákarnir lögðu sig alla í þetta í dag, við lentum nokkrum sinnum undir í leiknum en þeir náðu alltaf að koma sér aftur inn í leikinn með baráttu. Við erum búnir að spila tvo erfiða leiki á tveimur dögum og við erum ekki með sömu breidd og önnur lið.“ Íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir lok leiksins en missti Ítalina fram úr sér á lokakafla leiksins. „Við erum svekktir að hafa misst þetta niður eftir að hafa verið yfir þegar þrjár mínútur eftir. Nokkrir leikmenn hjá þeim stigu upp og settu niður stórar körfur þegar á þess þurfti. Að mínu mati unnu þeir þetta frekar en að við höfum klúðrað þessu.“ Craig var stoltur af baráttuanda strákanna. „Ég átti ekki von á því að vera svona svekktur eftir naumt tap gegn jafn sterkri þjóð og Ítalíu. Við vorum ekki að reyna að halda í við þá í dag, við vorum betri á löngum köflum,“ sagði Craig sem minnti að lokum hver mótherjinn var. „Við töluðum um það fyrir leik að það væri áhugavert að skoða laun leikmannana, jafnvel þótt við tækjum inn í það matvöruverslunina hjá strákunum. Það eru menn þarna að fá 20 milljónir dollara en í okkar liði sem taka ekki laun. Það sýnir hvað hjartað getur komið manni langt.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira