Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta 3. september 2015 21:29 Heimir var brosmildur í viðtölum eftir leik. Vísir/Getty „Auðvitað er maður hrikalega stoltur af strákunum þótt þetta hafi ekki verið okkar besti leikur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, hrærður eftir leikinn. „Við vorum of varnarsinnaðir í fyrri hálfleik, við vorum að tapa boltanum og að reyna erfiðar og langar sendingar. Það var nóg af svæðum til þess að fara í en það eru fimmtán ár síðan Holland tapaði á heimavelli. Skítt með það að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur.“ Heimir var ánægður með leikskipulag íslenska liðsins í kvöld. „Þetta fór ekki eins og þeir ætluðu og maður sá vonleysissvipinn á þeim eftir því sem leið á leikinn. Þeir fóru að dæla löngum boltum inn á teig sem er alls ekki leiðin sem þeir vilja fara. Í seinni hálfleiknum reyndum við að vera agressívari í varnarleiknum og vinna boltann betur af þeim. Við fengum markið upp úr því.“ Heimir var fljótur að minna á að það þurfti eitt stig til þess að gulltryggja sætið á EM næsta sumar. „Við þurfum að ná stiginu á sunnudaginn og við verðum að einbeita okkur á það. Það verður eflaust erfitt að sofna í kvöld því menn vilja fagna en markmiðið okkar er að klára þetta á sunnudaginn.“ Heimir sagði að fyrirliði liðsins hefði fengið krampa en Aron Einar fór meiddur af velli undir lok leiksins. „Hann hefur ekki spilað marga svona erfiða leiki í 90 mínútur við vonum að þetta hafi bara verið krampi, það var strax farið að vinna í honum þegar hann kom inn í klefa.“ Heimir viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti. „Það er það, það væri hægt að gera svo ótrúlega margt annað en að halda ró sinni en við verðum að vera agaðir og sýna gott fordæmi. Auðvitað reynir maður að halda andliti og að vera ekki brosandi út að eyrum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
„Auðvitað er maður hrikalega stoltur af strákunum þótt þetta hafi ekki verið okkar besti leikur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, hrærður eftir leikinn. „Við vorum of varnarsinnaðir í fyrri hálfleik, við vorum að tapa boltanum og að reyna erfiðar og langar sendingar. Það var nóg af svæðum til þess að fara í en það eru fimmtán ár síðan Holland tapaði á heimavelli. Skítt með það að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur.“ Heimir var ánægður með leikskipulag íslenska liðsins í kvöld. „Þetta fór ekki eins og þeir ætluðu og maður sá vonleysissvipinn á þeim eftir því sem leið á leikinn. Þeir fóru að dæla löngum boltum inn á teig sem er alls ekki leiðin sem þeir vilja fara. Í seinni hálfleiknum reyndum við að vera agressívari í varnarleiknum og vinna boltann betur af þeim. Við fengum markið upp úr því.“ Heimir var fljótur að minna á að það þurfti eitt stig til þess að gulltryggja sætið á EM næsta sumar. „Við þurfum að ná stiginu á sunnudaginn og við verðum að einbeita okkur á það. Það verður eflaust erfitt að sofna í kvöld því menn vilja fagna en markmiðið okkar er að klára þetta á sunnudaginn.“ Heimir sagði að fyrirliði liðsins hefði fengið krampa en Aron Einar fór meiddur af velli undir lok leiksins. „Hann hefur ekki spilað marga svona erfiða leiki í 90 mínútur við vonum að þetta hafi bara verið krampi, það var strax farið að vinna í honum þegar hann kom inn í klefa.“ Heimir viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti. „Það er það, það væri hægt að gera svo ótrúlega margt annað en að halda ró sinni en við verðum að vera agaðir og sýna gott fordæmi. Auðvitað reynir maður að halda andliti og að vera ekki brosandi út að eyrum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30