Fáum við mark númer átján á Amsterdam Arena? Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 2. september 2015 06:00 Kolbeinn á æfingu á Amsterdam Arena í gær. Vísir/Valli Svo skemmtilega vill til að fyrsti landsleikur Kolbeins Sigþórssonar eftir að hann yfirgaf hollenska liðið Ajax fer einmitt fram á heimavelli Ajax, Amsterdam Arena. Íslendingar mæta Hollendingum í kvöld í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi og íslenska liðið treysti áfram á mörk frá sínum aðalmarkaskorara. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fimm stigum meira en Hollendingar sem sitja í þriðja sætinu. Tvö efstu sætin tryggja sæti á EM en þriðja sætið gefur sæti í umspilsleikjum. "Við erum komnir í frábæra stöðu og nú þurfum við að halda henni. Við eigum eftir tvo erfiða útileiki og svo tvo leiki heima sem við eigum að vinna. Það er í forgangi hjá okkur að fara inn í þessa leiki með sama hugarfar og hefur verið í öllum leikjunum hingað til. Þá er ég alveg hundrað prósent viss um að við klárum þetta," segir Kolbeinn Sigþórsson. Eftir þennan leik eru bara níu stig eftir í pottinum og pressan er því mikil á hollenska liðinu að vinna þennan leik ekki aðeins til að hefna fyrir ófarirnar í Laugardalnum heldur einnig til að koma sér fyrir alvöru inn í baráttuna um tvö eftirsóttustu sætin á toppi riðilsins. "Það er mikil pressa á þeim og þeir þurfa að vinna þennan leik. Þeir þurfa að sækja á okkur og það eru því mikil tækifæri fyrir okkur í þessum leik," segir Kolbeinn. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik í fyrri leik þjóðanna í Laugardalnum en að þessu sinni verður spilað fyrir framan troðfullan 50 þúsund manna völl. "Ég er nokkuð viss um að við skorum en við þurfum að spila saman góða vörn og alls ekki fá á okkur mark snemma. Það verður erfitt að vera að spila á heimavelli hjá þeim ef að við fáum mark á okkur snemma. Þeir mega ekki komast upp á lagið hérna því þá verður þetta mjög erfiður leikur fyrir okkur," segir Kolbeinn. Hollenska landsliðið hefur aldrei tapað mótsleik á Amsterdam Arena en liðið tapaði bæði fyrir Bandaríkjunum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á síðustu tíu mánuðum. Tyrkir tóku síðan stig með sér af vellinum í mars þar sem Klaas-Jan Huntelaar bjargaði stigi fyrir Holland á lokamínútu leiksins. Íslenska landsliðið hefur aldrei áður spilað á þessum velli sem fagnar 19 ára afmæli sínu á næsta ári. Kolbeinn spilaði sinn síðasta leik með Ajax síðasta vor og en hann er nú orðinn leikmaður franska liðsins Nantes. "Það er gaman að koma aftur hingað. Það er langt síðan ég hef talað hollenskuna og var kannski orðinn svolítið ryðgaður í henni eftir nokkra mánuði," sagði Kolbeinn í léttum tón. Hann segir að það yrði draumur að stríða Hollendingum á sínum gamla heimavelli þar sem hann þekkir hvert einasta strá. Kolbeinn hefur spilað miklu fleiri leiki á vellinum en aðrir leikmenn íslenska liðsins og hann hefur líka skorað langflest mörk allra á Amsterdam Arena. Kolbeinn skoraði 17 mörk í deild og bikar á vellinum á þessum fjórum tímabilum með Ajax og íslenska þjóðin vonast eftir að fá mark númer átján í kvöld. Undirbúningur íslenska liðsins eru góður sem fyrr og gefur Kolbeini og strákunum mikið sjálfstraust. "Við förum alltaf fyrir síðasta leik liðsins þegar við komum saman, sjáum hvað við gerðum rétt og hvað við gerðum ekki rétt. Við reynum síðan að laga það fyrir hvern leik. Það sýndi sig úti á móti Tékkum þegar við áttum ekki okkar besta leik. Við komum til baka eftir það og lögðuðum það sem við gerðum vitlaust. Það er það sem þjálfaranir hafa verið að gera frábærlega í bæði þessarri keppni og þeirri á undan," segir Kolbeinn og bætir við: "Þeir sjá það sem við getum bætt okkur í og leikgreina liðið mjög vel. Það er því mjög auðvelt að spila með landsliðinu ef allir gera það sem á að gera," sagði Kolbein að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn þekkir hvert einasta strá á vellinum "Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi stríðum við Hollendingum vel. Það yrði draumur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. 2. september 2015 07:30 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að fyrsti landsleikur Kolbeins Sigþórssonar eftir að hann yfirgaf hollenska liðið Ajax fer einmitt fram á heimavelli Ajax, Amsterdam Arena. Íslendingar mæta Hollendingum í kvöld í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi og íslenska liðið treysti áfram á mörk frá sínum aðalmarkaskorara. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fimm stigum meira en Hollendingar sem sitja í þriðja sætinu. Tvö efstu sætin tryggja sæti á EM en þriðja sætið gefur sæti í umspilsleikjum. "Við erum komnir í frábæra stöðu og nú þurfum við að halda henni. Við eigum eftir tvo erfiða útileiki og svo tvo leiki heima sem við eigum að vinna. Það er í forgangi hjá okkur að fara inn í þessa leiki með sama hugarfar og hefur verið í öllum leikjunum hingað til. Þá er ég alveg hundrað prósent viss um að við klárum þetta," segir Kolbeinn Sigþórsson. Eftir þennan leik eru bara níu stig eftir í pottinum og pressan er því mikil á hollenska liðinu að vinna þennan leik ekki aðeins til að hefna fyrir ófarirnar í Laugardalnum heldur einnig til að koma sér fyrir alvöru inn í baráttuna um tvö eftirsóttustu sætin á toppi riðilsins. "Það er mikil pressa á þeim og þeir þurfa að vinna þennan leik. Þeir þurfa að sækja á okkur og það eru því mikil tækifæri fyrir okkur í þessum leik," segir Kolbeinn. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik í fyrri leik þjóðanna í Laugardalnum en að þessu sinni verður spilað fyrir framan troðfullan 50 þúsund manna völl. "Ég er nokkuð viss um að við skorum en við þurfum að spila saman góða vörn og alls ekki fá á okkur mark snemma. Það verður erfitt að vera að spila á heimavelli hjá þeim ef að við fáum mark á okkur snemma. Þeir mega ekki komast upp á lagið hérna því þá verður þetta mjög erfiður leikur fyrir okkur," segir Kolbeinn. Hollenska landsliðið hefur aldrei tapað mótsleik á Amsterdam Arena en liðið tapaði bæði fyrir Bandaríkjunum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á síðustu tíu mánuðum. Tyrkir tóku síðan stig með sér af vellinum í mars þar sem Klaas-Jan Huntelaar bjargaði stigi fyrir Holland á lokamínútu leiksins. Íslenska landsliðið hefur aldrei áður spilað á þessum velli sem fagnar 19 ára afmæli sínu á næsta ári. Kolbeinn spilaði sinn síðasta leik með Ajax síðasta vor og en hann er nú orðinn leikmaður franska liðsins Nantes. "Það er gaman að koma aftur hingað. Það er langt síðan ég hef talað hollenskuna og var kannski orðinn svolítið ryðgaður í henni eftir nokkra mánuði," sagði Kolbeinn í léttum tón. Hann segir að það yrði draumur að stríða Hollendingum á sínum gamla heimavelli þar sem hann þekkir hvert einasta strá. Kolbeinn hefur spilað miklu fleiri leiki á vellinum en aðrir leikmenn íslenska liðsins og hann hefur líka skorað langflest mörk allra á Amsterdam Arena. Kolbeinn skoraði 17 mörk í deild og bikar á vellinum á þessum fjórum tímabilum með Ajax og íslenska þjóðin vonast eftir að fá mark númer átján í kvöld. Undirbúningur íslenska liðsins eru góður sem fyrr og gefur Kolbeini og strákunum mikið sjálfstraust. "Við förum alltaf fyrir síðasta leik liðsins þegar við komum saman, sjáum hvað við gerðum rétt og hvað við gerðum ekki rétt. Við reynum síðan að laga það fyrir hvern leik. Það sýndi sig úti á móti Tékkum þegar við áttum ekki okkar besta leik. Við komum til baka eftir það og lögðuðum það sem við gerðum vitlaust. Það er það sem þjálfaranir hafa verið að gera frábærlega í bæði þessarri keppni og þeirri á undan," segir Kolbeinn og bætir við: "Þeir sjá það sem við getum bætt okkur í og leikgreina liðið mjög vel. Það er því mjög auðvelt að spila með landsliðinu ef allir gera það sem á að gera," sagði Kolbein að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn þekkir hvert einasta strá á vellinum "Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi stríðum við Hollendingum vel. Það yrði draumur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. 2. september 2015 07:30 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk Sjá meira
Kolbeinn þekkir hvert einasta strá á vellinum "Það verður gaman að fara á gamla heimavöllinn og vonandi stríðum við Hollendingum vel. Það yrði draumur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. 2. september 2015 07:30