Ari Freyr: Gott að menn geti hlegið að krömpunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2015 20:30 Ari Freyr Skúlason verður að óbreyttu í vinstri bakverðinum gegn Hollandi á morgun. Okkar menn unnu 2-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. „Þetta verður allt annar leikur núna. Þeir spila allt öðruvísi fótbolta heima. Það gekk allt upp hjá okkur. Það var kalt, þeir voru að spila í löngum buxum með hanska. sem virkaði vel fyrir okkur. Á morgun verður þetta allt annar leikur. Þeir munu koma eins og brjálæðingar út.“ Ari Freyr fór sextán ára utan til Heerenveen og var í um tvö ár. Hann segist skilja hollenskuna þokkalega og geta lesið það sem stendur í blöðunum. Hann tali samt bara nokkur orð. Honum líður vel í Amsterdam með félögum sínum. „Það er alltaf jafngaman að koma og hitta strákana, að vera saman í þennan tíma. Ég hef aldrei komið og upplifað leiðinlega stemningu.“Ari Freyr mundar sinn frábæra vinstri fót.Vísir/ErnirAri Freyr, sem spilar með OB Odensen, segir formið á sér gott. Hann hefur spilað alla leikina í dönsku deildinni og líkaminn sé þokkalegur. Hann fékk krampa undir lok leiksins gegn Tékkum sem var nokkuð kómískur. Lars sýndi blaðamönnum augnablikið á fundi á dögunum og notaði sem dæmi um hve mikið okkar menn leggja á sig. „Við erum að hlaupa eins og brjálæðingar og berjast. Það er það sem þarf til að vinna þessa leiki. Það var ekki skemmtilegur krampi og svo fékk ég aftur krampa í síðasta leik. Ég veit ekki hvað er í gangi en það er gott að einhverjir geti hlegið að þessu.“ Aðspurður hvað strákarnir geri sér til dundurs á milli æfinga og leikja. segir Ari suma spila, aðra horfa á kvikmyndir uppi á herbergi, sumir dundi sér í púttkeppni og svo sé líklega planið að fara í bíó í kvöld. Bara eitthvað til að hugsa ekki bara um fótbolta. En hver er bestur í púttinu? Á einhver séns í Gylfa Þór Sigurðsson sem er með 4,5 í forgjöf? „Gylfi er ekkert bestur. Ég er reyndar ekki með í þessu en ég held að hann sé ekki bestur,“ segir Ari og brosir í kampinn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Ari Freyr Skúlason verður að óbreyttu í vinstri bakverðinum gegn Hollandi á morgun. Okkar menn unnu 2-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. „Þetta verður allt annar leikur núna. Þeir spila allt öðruvísi fótbolta heima. Það gekk allt upp hjá okkur. Það var kalt, þeir voru að spila í löngum buxum með hanska. sem virkaði vel fyrir okkur. Á morgun verður þetta allt annar leikur. Þeir munu koma eins og brjálæðingar út.“ Ari Freyr fór sextán ára utan til Heerenveen og var í um tvö ár. Hann segist skilja hollenskuna þokkalega og geta lesið það sem stendur í blöðunum. Hann tali samt bara nokkur orð. Honum líður vel í Amsterdam með félögum sínum. „Það er alltaf jafngaman að koma og hitta strákana, að vera saman í þennan tíma. Ég hef aldrei komið og upplifað leiðinlega stemningu.“Ari Freyr mundar sinn frábæra vinstri fót.Vísir/ErnirAri Freyr, sem spilar með OB Odensen, segir formið á sér gott. Hann hefur spilað alla leikina í dönsku deildinni og líkaminn sé þokkalegur. Hann fékk krampa undir lok leiksins gegn Tékkum sem var nokkuð kómískur. Lars sýndi blaðamönnum augnablikið á fundi á dögunum og notaði sem dæmi um hve mikið okkar menn leggja á sig. „Við erum að hlaupa eins og brjálæðingar og berjast. Það er það sem þarf til að vinna þessa leiki. Það var ekki skemmtilegur krampi og svo fékk ég aftur krampa í síðasta leik. Ég veit ekki hvað er í gangi en það er gott að einhverjir geti hlegið að þessu.“ Aðspurður hvað strákarnir geri sér til dundurs á milli æfinga og leikja. segir Ari suma spila, aðra horfa á kvikmyndir uppi á herbergi, sumir dundi sér í púttkeppni og svo sé líklega planið að fara í bíó í kvöld. Bara eitthvað til að hugsa ekki bara um fótbolta. En hver er bestur í púttinu? Á einhver séns í Gylfa Þór Sigurðsson sem er með 4,5 í forgjöf? „Gylfi er ekkert bestur. Ég er reyndar ekki með í þessu en ég held að hann sé ekki bestur,“ segir Ari og brosir í kampinn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00