Skekkir samkeppnisstöðu bílaleiga Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 07:00 Ef breytingar í nýja fjárlagafrumvarpinu ganga eftir munu bílaleigur borga hærri vörugjöld á næstu árum við innflutning bíla. vísir/gva Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hækkun vörugjalda á tvo flokka atvinnubifreiða, bílaleigubíla og sérútbúinna bifreiða. Þetta skekkir samkeppnisstöðu við aðra sem nýta atvinnubifreiðar í ferðaþjónustu, til dæmis leigubíla, sem áfram njóta þess að greiða lægri vörugjöld. Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bifreiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki. Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning verði afnumin í tveimur skrefum. Í þingskjali um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016 kemur fram að ein af ástæðum þess að afnema ívilnunina er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt lækkunina á vörugjaldi vegna bílaleigubíla þar sem hún sé ónauðsynleg og brjóti gegn þeirri meginreglu að álagningarhlutfall vörugjalda af bifreiðum haldist í hendur við magn koltvísýrings í útblæstri þeirra. Einnig að bílaleigum og bílaleigubílum í umferð hafi fjölgað umtalsvert undanfarin árin. Sú ívilnun sem bílaleigur hafa notið vegna lækkunar vörugjalda samkvæmt undanþáguflokki nemur nú um 327% hærri fjárhæð í ágúst 2015 en árið 2010. „Leigubílar rétt eins og bílaleigubílar eru atvinnutæki,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. „Segja má að leigubílar séu þannig í ákveðinni samkeppni við bílaleigufyrirtæki um ferðamenn og því skýtur það skökku við að þeir njóti þess að greiða lægri vörugjöld atvinnubifreiða á meðan vörugjöld á bílaleigubíla eru hækkuð. Við viljum að sanngirni sé gætt hvað það varðar. Ef það á að endurskoða vörugjöld bifreiða í heild sinni er skynsamlegt að bíða með allar aðgerðir þar til línur skýrast af slíkri endurskoðun,“ segir Skapti Örn. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental, segir þessa ákvörðun vera skrítna. Hann telur að þetta muni hafa einhverja skekkju í för með sér, þó að skekkjan verði sennilega ekki mjög mikil vegna þess að leigubílar eru mun færri en bílaleigubílar. Hann telur undanþágur almennt dálítið vafasamar, en telur þá að ef ívilnanir eru afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum. „Það er hugsanlega hægt að færa einhver rök fyrir tímabundnum undanþágum, en þegar þær eru árum og áratugum saman þá er það frekar skrítið. Maður tekur sem dæmi að það er enn þá fullt af greinum í ferðaþjónustunni sem eru enn með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Bílaleigur eru í efra þrepi og hafa alltaf verið, af hverju er þetta ekki lagað og til dæmis öll þjónustan sett í efra þrepið og það kannski lækkað?“ segir Egill. Hann bendir jafnframt á að á sínum tíma var ívilnun sett inn vegna þess að gjöld á bíla á Íslandi eru miklu hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þannig að ef við ætlum að keppa um ferðamenn sem þurfa bílaleigubíla eða hótel eða þess háttar, þá er æskilegt að það sé eitthvert jafnvægi milli gjalda á bílaleigubílum á Íslandi og í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það eru áfram sterkustu rökin,“ segir Egill.Uppfært kl. 09:37Í prentútgáfu þessarar fréttar stóð að Egill Jóhannsson væri framkvæmdastjóri Bílaleigu Reykjavíkur, hið rétta er að hann er framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental og hefur þetta nú verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hækkun vörugjalda á tvo flokka atvinnubifreiða, bílaleigubíla og sérútbúinna bifreiða. Þetta skekkir samkeppnisstöðu við aðra sem nýta atvinnubifreiðar í ferðaþjónustu, til dæmis leigubíla, sem áfram njóta þess að greiða lægri vörugjöld. Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bifreiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki. Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning verði afnumin í tveimur skrefum. Í þingskjali um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016 kemur fram að ein af ástæðum þess að afnema ívilnunina er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt lækkunina á vörugjaldi vegna bílaleigubíla þar sem hún sé ónauðsynleg og brjóti gegn þeirri meginreglu að álagningarhlutfall vörugjalda af bifreiðum haldist í hendur við magn koltvísýrings í útblæstri þeirra. Einnig að bílaleigum og bílaleigubílum í umferð hafi fjölgað umtalsvert undanfarin árin. Sú ívilnun sem bílaleigur hafa notið vegna lækkunar vörugjalda samkvæmt undanþáguflokki nemur nú um 327% hærri fjárhæð í ágúst 2015 en árið 2010. „Leigubílar rétt eins og bílaleigubílar eru atvinnutæki,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. „Segja má að leigubílar séu þannig í ákveðinni samkeppni við bílaleigufyrirtæki um ferðamenn og því skýtur það skökku við að þeir njóti þess að greiða lægri vörugjöld atvinnubifreiða á meðan vörugjöld á bílaleigubíla eru hækkuð. Við viljum að sanngirni sé gætt hvað það varðar. Ef það á að endurskoða vörugjöld bifreiða í heild sinni er skynsamlegt að bíða með allar aðgerðir þar til línur skýrast af slíkri endurskoðun,“ segir Skapti Örn. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental, segir þessa ákvörðun vera skrítna. Hann telur að þetta muni hafa einhverja skekkju í för með sér, þó að skekkjan verði sennilega ekki mjög mikil vegna þess að leigubílar eru mun færri en bílaleigubílar. Hann telur undanþágur almennt dálítið vafasamar, en telur þá að ef ívilnanir eru afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum. „Það er hugsanlega hægt að færa einhver rök fyrir tímabundnum undanþágum, en þegar þær eru árum og áratugum saman þá er það frekar skrítið. Maður tekur sem dæmi að það er enn þá fullt af greinum í ferðaþjónustunni sem eru enn með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Bílaleigur eru í efra þrepi og hafa alltaf verið, af hverju er þetta ekki lagað og til dæmis öll þjónustan sett í efra þrepið og það kannski lækkað?“ segir Egill. Hann bendir jafnframt á að á sínum tíma var ívilnun sett inn vegna þess að gjöld á bíla á Íslandi eru miklu hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þannig að ef við ætlum að keppa um ferðamenn sem þurfa bílaleigubíla eða hótel eða þess háttar, þá er æskilegt að það sé eitthvert jafnvægi milli gjalda á bílaleigubílum á Íslandi og í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það eru áfram sterkustu rökin,“ segir Egill.Uppfært kl. 09:37Í prentútgáfu þessarar fréttar stóð að Egill Jóhannsson væri framkvæmdastjóri Bílaleigu Reykjavíkur, hið rétta er að hann er framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental og hefur þetta nú verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira